Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2015/101 21 Að undangenginni holsjáraðgerð til minnkunar á umfangi æxl- is var aðgerð framkvæmd í júlí 2013 í New York. Við þá aðgerð var hægra auga fjarlægt svo og hægri efri kjálki frá miðlínu. Aðgerðar- svæði var endurbyggt með hluta brjóstvöðva og síðan geislað með sérhæft miðaðri prótónugeislun, sem lauk um miðjan ágúst 2013. Síðan þá hefur sjúklingi vegnað vel, hann er undir stöðugu eftirliti þar sem engin merki um endurkomu sjúkdóms hafa komið fram, en merki aðgerða má greina hægra megin í andliti. Til þess að varpa frekari ljósi á fyrstu birtingarmynd æxlisins voru teknar tölvusneiðmyndir frá því að sjúklingur leitar fyrst læknis og þær notaðar til þess að endurbyggja þrívíddarmódel af svæðinu, sjá mynd 1. Þetta var gert í júní 2013. Þessa tækni er hægt að nota í tengslum við skurðaðgerðir5 þótt í þessu tilviki hafi sú ekki verið raunin. Vefjagerð Vefjalitanir voru gerðar á fyrsta æxlisvextinum 2009 en mis- munagreining stóð á milli odontogenic myxoma, myxofibrosarcoma og inflammatory myofibroblastic tumor. Sýnið var of frumuríkt til þess að útiloka sarcoma og var því sýnið var sent til ráðgjafar á meinafræðideildina á Massachusetts General Hospital í Boston. Fyrst var sýnið sagt samrýmast odontogenic myxoma en síðar var þeirri greiningu breytt yfir í vöðvabandvefsfrumuæxli með bólgu- frumuíferð. Skýrsla frá meinafræðideild New York University Ho- spital Center með samráði við Brigham and Women‘s Hospital, Harvard Medical School lýsti að til staðar væri meðalfrumuríkt spólufrumuæxli með áberandi myxoid stroma, sjá mynd 2. Æxlis- frumur væru með ávalan kjarna og ljóst umfrymi með ílöngum umfrymistotum. Dreift í stroma sjást misáberandi bólgufrumur, að mestu eitilfrumur og kleyfkirningar. Ekki sást frumudrep í vefnum. Staðbundið sást óregla í kjörnum og þétt chromatin en ekki áberandi mítósuaukning. Skoðun með rafeindasmásjá benti einnig til vöðvabandvefsfrumu svipgerðar. Útlit og niðurstöður ónæmislitana samrýmdust vel vöðvabandvefsfrumuæxli með bólgufrumuíferð. Vorið 2013 var tekið sýni úr æxlisvef sjúklings og frumurnar ræktaðar upp á rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Líf- vísindasetur Íslands. Í fyrstu uxu frumurnar út frá vefjabútum úr æxlinu út á ræktunarflöskur. Í þéttri rækt voru frumurnar spólulaga í útliti með smáan kjarna og uxu í þéttum óreglulegum knippum, svipgerð sem oft sést í vöðvabandvefsfrumuæxlum. Hraður vöxtur var á þessum frumum og inn á milli mátti sjá slím- fullar seytifrumur. Próteintjáning frumnanna endurspeglar að mörgu leyti svipgerð æxlisfrumna úr vöðvabandvefsæxlum þó að einnig sjáist tjáning á þekjuvefskennipróteinum, sjá mynd 3. Einnig sáust stærri frumur oft með óregluleg greinótt umfrym- isútskot, aðallega í óþéttum ræktum (subconfluent). Þessar frumur skiptu sér lítið eða ekki. Þegar litað var fyrir beta-galactosíðasa sést að þær eru flestallar í varanlegri frumuöldrun. Frumurnar voru einnig lagðar í flotrækt (low attachment) sem velur fyrir frumum með stofnfrumueiginleika og athugað hvort þyrpingar mynduð- ust. Þessar þyrpingar mynduðust og svipgerð þeirra má sjá í mynd 4. Umræður Flest vöðvabandvefsfrumuæxli með bólgufrumuíferð á höfuð- og hálssvæði eru góðkynja en þó eru slík æxli í kinnkjálka, nefholi og afholum nefs oft tengd við ífarandi vöxt og endurkomur. Um fjórð- ungslíkur eru taldar á endurkomu æxlis utan lungna en innan við 5% á líkur að æxlið verði meinvarpandi.6 Þar sem ífarandi æxli á höfuð- og hálssvæði geta skemmt mikilvæga nærliggjandi vefi eru skurðaðgerðir staðalmeðferðir í þeim tilvikum og athuga skal hvort skurðbrúnir sé lausar við æxlisvöxt. Fyrir sjúklinga í áhættuhópi hefur geislameðferð verið notuð samhliða skurðaðgerð. Áhættuþættir eru meðal annars breytingar á litningafjölda, mikil frumufjölgun eða oftjáning á til- teknum próteinum, svo sem bcl-2, p53 og anaplastic lymphoid kinase (ALK).6 Æxlistjáning á kínasanum ALK hefur í sumum tilvikum Mynd 4. Flotrækt af IMT frumum og mótefnalitun. Frumum var sáð í flotrækt (low attachment) en þessi ræktunarskilyrði hvetja vöxt fruma með stofnfrumueiginleika. Eftir flotræktun tjá frumur N-cadherin, Vimentin og Thy-1 en ekki smooth muscle actin (SMA), E-cadherin og cytokeratin 17. Mynd 3. Æxlisfrumur úr IMT sýna blandaða svipgerð þekju og bandvefsfrumna. A) og B) Frumur sem vaxa úr æxlisbút sýna spólulaga bandvefsfrumulíka svipgerð. C) Mótefnalitun gegn vimentin og a-smooth muscle aktíni sýna bæði bandvefsfrumur (vi- mentin) og vöðvabandvefsfrumur (a-sm-aktin). Mjög algengt er að sjá þessa svipgerðar- tjáningu í IMT æxlisfrumum. D) og E) Mótefnalitun fyrir N- og E-cadherin. F) IMT tjá þekjuvefskennipróteinið Cytokeratin 17. S J ú k R a T i l f E l l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.