Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 57
LÆKNAblaðið 2015/101 57 l Ö G f R æ ð i 1 2 . P i S T i l l Læknar eru hvattir til að koma á framfæri við ritstjórn eða pistlahöfund ábendingum um efni. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Læknafélags Íslands DoggP@lis.is Meira um verkfall lækna Þegar þessar línur eru ritaðar (16. desem- ber 2014) bendir fátt til annars en að næstu lotur boðaðra verkfalla lækna hefjist hinn 5. janúar 2015. Þar sem hvorki hefur geng- ið né rekið í samningaviðræðum lækna og samninganefndar ríkisins, þrátt fyrir ríflega 30 fundi, sáu læknar sig knúna til að boða til nýrra verkfallslotna, sem standa munu í þrjá mánuði, enda náist ekki samningar á tímabilinu. Fyrirkomulag þessara aðgerða hjá Læknafélagi Íslands (LÍ) verður þannig að verkfall er boðað fjóra daga í senn á hverri einingu sem verkfall nær til hverju sinni. Hver eining sem verkfall nær til verður þrisvar í verkfalli á tímabilinu. Hjá Skurðlæknafélagi Íslands (SKÍ) er boðað verkfall í tvær vikur af fjórum í hverjum mánuði, aðra vikuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri, hina vikuna á öllum öðrum heilbrigðisstofnunum. Samstaða og ein- hugur er meðal lækna um þessar aðgerðir sem birtist best í því að mikil þátttaka var í atkvæðagreiðslunni um þær og 98% samþykktu þær hjá LÍ. Hjá SKÍ samþykktu allir sem greiddu atkvæði. Enda telja læknar að þeir séu ekki einvörðungu að kalla eftir tímabærum launaleiðréttingum og -hækkunum heldur séu þeir einnig að berjast fyrir framtíð heilbrigðisþjón- ustunnar. Læknar fara fyrr til sérnáms í útlöndum þannig að vinnuafl almennra lækna nýtist skemur hér á landi en áður. Sérfræðilæknar snúa seinna til Íslands að loknu sérfræðinámi og þeim fjölgar sífellt sem snúa ekki til baka. Læknar eldast eins og aðrir og meðalaldur starfandi lækna á Íslandi hækkar hratt. Liðlega 40% starf- andi lækna á landinu hefur náð 55 ára aldri og 27% eru 60 ára eða eldri. Það er því brýnt að það takist að ná kjarasamn- ingum við lækna sem tryggja að íslenskir sérfræðilæknar erlendis reynist tilbúnir til að snúa aftur til heim og hefja störf í ís- lenskri heilbrigðisþjónustu. Eins og vikið var að í pistlinum í nóvemberblaði Læknablaðsins er verkfalls- réttur lækna takmarkaður lögum sam- kvæmt. Árlega birtir fjármála- og efna- hagsráðherra skrá um þau störf sem falla undir takmarkanirnar á verkfallsréttinum. Þessa dagana er í gangi vinna hjá LÍ og SKÍ vegna nýrrar undanþáguskrár. Skrána skal birta eigi síðar en 1. febrúar 2015 og hún tekur gildi frá og með 15. febrúar sama ár. Komi til boðaðra verkfalla á nýju ári verður fyrst unnið eftir skránni sem birtist í auglýsingunni nr. 101/2014. Frá 15. febrúar næstkomandi verður síðan unnið samkvæmt nýrri skrá. Reynslan af verkfallslotunum á síðustu mánuðum hefur sýnt að skráin sem nú gildir hefur í meginatriðum reynst vel. Undanþágunefndin sem starfa skal í verkfalli hefur eðlilega fengið nokkrar umsóknir um undanþágur. Hægt er þó að fullyrða að umsóknir um undanþágur hafa ekki verið fleiri en fyrirfram var átt von á. Breytingar sem gerðar verða á skránni við yfirferð hennar nú munu því væntanlega eingöngu endurspegla reynslu úr verkfalli og undanþágur sem veittar hafa verið. Framkvæmd verkfallanna hefur að mestu gengið vel. Ágreiningur er uppi um það hvaða störfum skuli sinna í verkfalli. LÍ og SKÍ telja að í verkfalli skuli eingöngu sinna „nauðsynlegustu heilbrigðisþjón- ustu“. Í því felist að þeir læknar sem starfa eigi einvörðungu að sinna bráðatilvikum og verkefnum sem sinnt er um helgar og á rauðum dögum. Áhersla hefur þó verið lögð á það að sjúklingar njóti ætíð vafans í þessu efni. Ríkisvaldið heldur því fram að í verkfalli eigi læknar að ganga til allra daglegra starfa. Í raun er kannski ekki ýkja mikill ágreiningur hvað þetta varðar því mönnun í verkfalli er svo takmörkuð að vafasamt er að læknar komist til að sinna öðru en bráðatilvikum. Það leiðir af sjálfu sér að í verkfalli falla niður allar launagreiðslur til lækna sem starfa hjá ríkinu. Þeir læknar sem starfa samkvæmt undanþáguskránni fá þó að sjálfsögðu laun fyrir þau störf sín. Aðrir ekki. Framkvæmd verkfallanna hefur leitt í ljós nokkra hnökra varðandi launa- greiðslurnar. Þess eru dæmi að læknar í hlutastarfi hafa skilað öllu starfshlutfalli sínu til heilbrigðisstofnunar í verkfalls- mánuði en engu að síður fengið frádrátt af launum sínum vegna verkfalls. LÍ og SKÍ er kunnugt um þetta og hafa rætt við ríkisvaldið. Þess er að vænta að tilvik sem þessi verði leiðrétt, en það þarf að gera einstaklingsbundið. Læknar eru hvattir til að skoða vel launaseðla sína til að ganga úr skugga um að launagreiðslur til þeirra í verkfallsmánuðum hafi verið réttar, að frádráttur vegna verkfalls sé réttur og að greitt hafi verið fyrir vinnu sem innt var af hendi í verkfalli, hafi slíku verið til að dreifa. Skrifstofa LÍ er sem endranær læknum til aðstoðar ef spurningar vakna hvað þetta varðar. Læknar í veikindaleyfi, orlofi og náms- leyfi fá ekki laun í verkfalli. Læknar sem voru í námsleyfi verkfallsdaga í síðustu lotu fengu þó dagpeninga vegna náms- leyfis. Hvort sú framkvæmd haldi áfram í nýrri lotu liggur ekki fyrir þegar þetta er ritað. Vegna Læknadaga 2015 sem haldnir verða 19.-23. janúar næstkomandi er mikil- vægt að undirstrika að þeim læknum sem eru í verkfalli þá viku er að sjálfsögðu heimilt að sækja Læknadaga þó verkfall standi yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.