Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2015/101 33 drep að ræða sem ekki hefur mikil áhrif á dæluvirkni hjartans. Orsakir hjartadreps geta verið af tæknilegum orsökum, til dæmis ef græðlingur lokast eða ef hjartað er ekki stöðvað nægilega vel í aðgerðinni. Eldri sjúklingar eru í aukinni hættu á hjartadrepi og þeir sem gangast undir langar aðgerðir, sérstaklega ef hjartað er stöðvað lengi.105,106 Nýrnaskaði (acute renal injury) eftir aðgerð er alvarlegur fylgi- kvilli og getur dregið sjúklinga til dauða.107,108 Í dag er RIFLE-flokk- un oftast notuð til að meta nýrnaskaða eftir aðgerð. Sjúklingar eru flokkaðir í áhættu-, (R=risk), skaða- (I=injury) eða bilunarflokk (F=failure) eftir því hversu alvarleg nýrnabilunin er.109 Rannsóknir sýna að líkurnar á að fá bráðan nýrnaskaða samkvæmt RIFLE- skilmerkjunum eftir opna hjartaaðgerð er á bilinu 15-45%.110 Kon- ur, sykursjúkir og sjúklingar með hjartabilun, sérstaklega þeir sem hafa þekkta nýrnabilun fyrir aðgerð, eru í aukinni áhættu.107 Tíðni heilaáfalla (peroperative stroke) eftir hjartaaðgerðir er í kringum 1-5%.111,112 og er mjög alvarlegur fylgikvilli þar sem 30 daga dánartíðni nálgast 15%.113 Auk þess eru lífsgæði sjúklinga sem lifa áfallið oft verulega skert.112 Aldraðir, konur, sykursjúkir og sjúklingar með nýtilkomið gáttatif eru í aukinni hættu að fá heilaáfall eftir aðgerð, en einnig sjúklingar með fyrri sögu um slíkt áfall.111-114 Blóðtap er óhjákvæmilegt eftir hjartaaðgerð, enda er stór hluti sjúklinga á blóðflöguhemjandi lyfjum fyrir aðgerð. Auk þess er heparín notað sem blóðþynning í aðgerðinni. Í flestum tilvikum stöðvast blæðing af sjálfu sér, en stundum þarf að gefa blóðhluta og blóðstorkuhvetjandi lyf til að örva blóðstorku. Við miklar blæð- ingar eru sjúklingar teknir í enduraðgerð, oftast á fyrstu klukku- stundum eftir aðgerð, og er þess þörf í 3-8% tilfella.63,115 Í íslenskri rannsókn var dánartíðni fimmfalt hærri hjá sjúklingum sem geng- ust undir enduraðgerð vegna blæðingar, en þar voru bæði teknar með kransæða- og lokuaðgerðir.115 Í erlendum rannsóknum hafa helstu áhættuþættir mikilla blæðinga reynst vera bráðaaðgerðir, nýrnabilun og notkun kröftugra blóðflöguhemjandi lyfja eins og klópídógrels.116 Langtímafylgikvillar eru mun sjaldgæfari eftir hjáveituaðgerð en hinir snemmkomnu. Algengastir eru verkir frá bringubeini en einnig langvinnar sýkingar með fistilmyndun í beininu.117,118 Lokun eða þrengsli í græðlingum er algengastur langtímafylgikvilla. Hjá 10-12% sjúklinga þarf að grípa til kransæðaþræðingar innan 10 ára frá aðgerð en í einstaka tilfellum (<2%) þarf að grípa til endurhjá- veituaðgerðar.119 Áhættuþættir enduraðgerðar eru hinir sömu og áhættuþættir kransæðasjúkdóms. Því eru lyfjameðferð og lífsstíls- breytingar mikilvægir þættir í eftirmeðferð eftir hjáveituaðgerð. Notkun slagæðagræðlinga minnkar líkur á enduraðgerð. Endur- tekin hjáveituaðgerð er mun hættulegri en fyrsta aðgerð og dánar- hlutfall að minnsta kosti tvöfalt hærra.120,121 Dánartíðni innan 30 daga Hlutfall sjúklinga sem látast innan 30 daga eftir kransæðahjáveitu er oftast á bilinu 2-4%.121-124 Eldri sjúklingar, sérstaklega þeir sem hafa aðra samhliða sjúkdóma, eru í mestri hættu á að látast innan Mynd 7. Heildarlifun (a) og sjúkdómasértæk lifun með tilliti til kransæðasjúkdóms (b) sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi 2002-2006 (Kaplan-Meier).128 Brotnar línur sýna 95% öryggismörk. Y f i R l i T c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.