Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2015/101 7 R i T S T J Ó R n a R G R E i n Þessi orð eru rituð rétt fyrir jól. Enn hefur ekki tekist að komast að samkomulagi um laun lækna, þrátt fyrir að brátt sé liðið ár frá því að samningar urðu lausir. Það er alltof langur tími í máli sem þessu, þó svo að það sé skiljanlegt að það taki málsaðila tíma að ráða fram úr svo flóknu máli. Sjaldan veldur einn er tveir deila, og vonandi hafa lesendur getað fagnað því að deilan sé leyst og samkomulag í höfn. Það er illt að svo mikilvægt mál sem nauðsynleg læknisþjónusta í landinu sé ár hvert í óvissu vegna fjármögnunar. Föst fjárlög sem ekki taka mið af þjónustuþörf, sem jafnan vex í takt við fjölgun aldraðra og misalvarlega flensufaraldra ár hvert, henta hér illa. Öll viljum við standa vörð um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu á Ís- landi. Það er vart umdeilt að sú þjónusta er ein helsta forsenda farsældar í landinu enda einn þeirra þátta sem ráða mestu um hvar landsmenn vilja búa. Þetta er flókið langtímaverkefni en okkur Íslendingum hefur oft gengið illa að tryggja viðgang slíkra verkefna. Rétt er að hafa hugfast að langt er um liðið frá því læknar tóku að sækja framhaldsnám til bestu sjúkrastofn- ana og háskóla erlendis og ruddu þannig braut þeirrar sérhæfðu læknisþjónustu sem við búum enn við. Þökk sé þeim sem riðu á vaðið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, og jafnvel fyrr, og þeim sem hafa haldið kyndlinum á lofti síðan þá. Þeir eru margir og ólíkir læknarnir sem hafa gert þetta í áratugi, en eitt eiga þeir sameigin- legt: þeir hafa engan stuðning fengið frá íslenskum yfirvöldum í sérnámi sínu (4-8 ár), námi sem er dýrara og oft álíka langt og sjálft grunnnámið (6 ár). Oft og marg- sinnis hafa íslensk stjórnvöld verið hvött til þess að gefa þessum málum gaum, með takmörkuðum árangri, og oft hafa læknar gefið vinnuframlag sitt til þess að efla lög og reglur um nám og framhaldsnám lækna. Sem betur fer virðist loks hilla undir að sú vinna skili árangri í endurskoðaðri reglu- gerð um sérfræðileyfi. En meira þarf til að öryggi í rekstri þessara mála sé tryggt til framtíðar. Yfirvöld þurfa að gefa til kynna með afgerandi hætti, sýna í verki í raun hvort ætlunin sé að reka hér örugga sérhæfða læknisþjónustu eður ei. Slík þjónusta verð- ur ekki rekin án lækna. Á Landspítala eru starfræktar um 40 sérgreinar í læknisfræði, allt frá greinum á borð við meinafræði og sýklafræði, sem standa mjög nærri grunn- vísindarannsóknum, til stórra klínískra þjónustugreina, svo sem hjarta-, lungna-, krabbameins-, gjörgæslu-, geð-, barna- og kvenlækninga, svo fátt eitt sé nefnt. Það tekur langan tíma að byggja upp slíka þjón- ustu og hún er viðkvæm þar sem margar greinarnar eru tæpt mannaðar og mann- aflinn vel samkeppnisfær á alþjóðlegum vettvangi. Í fámennum sérgreinum þar sem fjórir standa vaktir þarf ekki annað til en að einn til tveir hætti, þá er starfsemin í uppnámi. Það vantar sárlega markvissa stefnu yfirvalda varðandi stjórn og rekstur læknisþjónustu á landsvísu. Samkeppni ríkisstjórna undanfarinna 30 ára um botn- sætið í þessu efni er eitilhörð, og hallar þar á engan. Yfirvöld hafa nær alla tíð nálgast þetta verkefni hikandi og fálmandi. Engan þarf því að undra að sú óvissuferð hafi leitt okkur á þá títtnefndu bjargbrún sem heil- brigðiskerfið hékk á um hríð, og nú síðast á nöglunum einum, en nú rennur það hins vegar niður ísilagða hlíðina og hraðinn eykst eftir því sem neðar dregur. Vandinn á sér því miður dýpri rætur og lengri sögu en sem nemur núverandi kjaradeilu eða títt- nefndu efnahagshruni, með fullri virðingu fyrir þeirri ógn sem þjóðaröryggi stafar af því. Athygli vekur hins vegar að yfirvöld, og stundum fleiri en ein ríkisstjórn, hafa kosið að „flýta sér hægt“ í þremur þjóðarörygg- ismálum; byggingu nýs spítala, launa- málum lækna og rekstri sjúkraflutninga. Aðrir málaflokkar hafa fengið forgang. Það hlýtur að vera umhugsunarvert. Hafi launadeila ríkis og lækna leyst farsællega þegar þessi leiðari birtist, er það fagnaðarefni og stjórnvöldum til tekna og vekur vissar vonir um að sérhæfð læknis- þjónusta eigi framtíð í landinu. En þá þarf líka miklu meira til. Allir þurfa að leggjast á eitt um farsælt framtíðarskipulag hennar og stöðugleika til lengri tíma, yfirvöld og læknastéttin í heild. Fjárlög til 3-5 ára í senn væri til dæmis skref í rétta átt því þó svo að heiðnir forfeður okkar hafi gjarnan tjaldað til einnar nætur á ránsferðum sínum, er ekki sjálfgefið að við gerum hið sama. Jól yrðu eftir sem áður árviss að kristnum sið. Sé deilan hins vegar enn óleyst þegar þetta er ritað er fátt annað en að herða sig í trúnni og kyrja í kór: „Guð blessi Ísland“. Specialized healthcare in iceland - does it have a future? Ólafur Baldursson Chief Medical officer Landspitali - The National University Hospital of Iceland Sérhæfð læknisþjónusta – ölmusa eða öryggi til framtíðar? Ólafur Baldursson lungnalæknir framkvæmdastjóri lækninga Landspítala olafbald@landspitali.is Relvar® Ellipta® innöndunarduft, afmældir skammtar. Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum munnstykkið) sem er 22 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat) og 92 eða 184 míkróg af flútíkasónfúróati. Þetta samsvarar afmældum skammti sem er 25 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat) og 100 eða 200 míkróg af flútíkasónfúróati. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver skammtur inniheldur u.þ.b. 25 mg af laktósa (sem einhýdrat). Ábendingar: Astmi: Relvar Ellipta er ætlað til notkunar við reglulega astmameðferð hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri þegar notkun samsetts lyfs (langverkandi beta2-örva og barkstera til innöndunar) á við: Þegar ekki næst viðunandi stjórn á sjúkdómnum með barksterum til innöndunar og skjótvirkum beta2-örvum til innöndunar „eftir þörfum“. Langvinn lungnateppa (aðeins Relvar Ellipta 92/22 míkróg): Relvar Ellipta er ætlað til meðferðar á einkennum langvinnrar lungnateppu hjá fullorðnum með FEV1 < 70% af áætluðu eðlilegu gildi (eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) og sögu um endurtekna versnun, þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi lyfjum. Skammtar og lyfjagjöf: Astmi: Fullorðnir og unglingar 12 ára og eldri: Ein innöndun af Relvar Ellipta 92/22 míkróg einu sinni á dag. Sjúklingar finna yfirleitt fyrir bættri lungnastarfsemi innan 15 mínútna frá innöndun Relvar Ellipta. Hins vegar skal upplýsa sjúklinginn um að regluleg dagleg notkun sé nauðsynleg til að viðhalda stjórn á einkennum astma og að notkun skuli halda áfram, jafnvel þó einkenni hverfi. Ef einkenni koma fram á tímabilinu á milli skammta, skal nota skjótvirkan beta2-örva til að létta strax á einkennum. Íhuga skal 92/22 míkrógramma upphafsskammt af Relvar Ellipta hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem þarfnast lítils til meðalstórs skammts af barksterum til innöndunar ásamt langverkandi beta2-örva. Ef ekki næst fullnægjandi stjórn á sjúkdómnum með Relvar Ellipta 92/22 míkróg, má auka skammtinn upp í 184/22 míkróg, sem getur gefið betri árangur við astmastjórnun. Heilbrigðisstarfsmaður skal endurmeta sjúklinga reglulega þannig að þeir haldi áfram að fá kjörstyrkleika af flútíkasónfúróati/vílanteróli og að honum sé aðeins breytt samkvæmt læknisráði. Skammtinn skal aðlaga þannig að alltaf sé notaður minnsti skammtur sem nær virkri stjórn á einkennum. Íhuga skal notkun Relvar Ellipta 184/22 míkróg hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem þurfa að fá hærri skammta af barksterum til innöndunar ásamt langverkandi beta2-örva. Langvinn lungnateppa: Fullorðnir 18 ára og eldri: Ein innöndun af Relvar Ellipta 92/22 míkróg einu sinni á dag. Relvar Ellipta 184/22 míkróg er ekki ætlað til notkunar hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Enginn viðbótarávinningur er af notkun 184/22 míkrógramma skammts samanborið við 92/22 míkróg skammtinn og hætta á aukaverkunum svo sem lungnabólgu og altækum aukaverkunum tengdum barksterum er hugsanlega aukin. Það skal gefa á sama tíma dag hvern. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Aukaverkanir: Mjög algengar: Höfuðverkur og nefkoksbólga. Algengar: Lungnabólga, sýking ofarlega í öndunarvegi, berkjubólga, inflúensa, hvítsveppasýking í munni og koki, verkur í munnkoki, skútabólga, kokbólga, nefslímubólga, hósti, raddtruflun,kviðverkir, liðverkur, bakverkur, hiti. ATC R03AK10. Markaðsleyfishafi: Glaxo Group Limited, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex TW8 9GS. Bretland. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700. Dagsetning endurskoðunar textans: 22. maí 2014. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Pakkningar og verð (September 2014) Relvar Ellipta 92 mcg/22 mcg, innönddu, 30 skammtar R, G Kr. 9.482 Relvar Ellipta 184 mcg/22 mcg, innönddu, 30 skammtar R, G Kr. 11.830 Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. Heimildir: 1. Relvar Samantekt um eiginleika lyfs. www.serlyfjaskra.is. 2. Boscia JA et al. Clin Ther. 2012; 34(8): 1655-66. 3. Svedsater H et al. BMC Pulmonary Medicine 2013; 13: 72. (flútíkasónfúróat/vílanteról) ® ® 24 klst. verkun. Mjög einfalt. * Barksteri og langvirkt berkjuvíkkandi lyf til innöndunar. Fyrsta ICS/LABA-meðferðin sem virkar í 24 klst.1,2 ... skömmtun einu sinni á dag1 ... í einföldu og handhægu innöndunartæki3 Relvar® Ellipta® er ætlað til notkunar við reglulega astmameðferð hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri þegar notkun samsetts lyfs á við: þegar ekki næst viðunandi stjórn á sjúkdómnum með barksterum til innöndunar og skjótvirkum beta2-örvum til innöndunar „eftir þörfum“. Relvar® Ellipta® er ætlað til meðferðar á einkennum langvinnrar lungnateppu hjá fullorðnum með FEV1 < 70% af áætluðu eðlilegu gildi (eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) og sögu um endurtekna versnun, þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi lyfjum. 24 klst AstmiLLT IS /F FT /0 01 7/ 14 a S ep te m be r 2 01 4 IS_FFT_0017_14a_Relvar_adv_A4_Sept2014.indd 1 22.09.2014 07:38:20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.