Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 56
U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R 56 LÆKNAblaðið 2015/101 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Þetta er uppsafnaður vandi til margra ára sem hefur skapað þetta ástand, þó launakjörin og nýliðun í stéttinni séu í brennidepli núna,“ segir Einar Páll Indr- iðason svæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum sem hefur sagt upp störfum frá og með 1. janúar. Hann er ekki sá eini í hópi lækna sem tekið hefur þessa erfiðu ákvörðun þar sem tveir aðrir læknar í sömu sérgrein hafa einnig sagt upp þegar þetta er skrifað (16. desember) og líklega munu fleiri hafa bæst í hópinn um áramótin. Einar Páll hefur starfað á Landspítalanum frá árinu 2001, eftir 8 ára sérnám við há- skólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð. Hann hefur verið í 100% stöðu við Landspítalann frá árinu 2010 en áður var hann í 80% stöðu við spítalann og einn dag í viku á einkaskurðstofum í Domus. Það verður því skarð fyrir skildi er hann hverfur af vettvangi, hann er einn af mörgum færum sérfræðingum í svæfinga- og gjörgæslu- lækningum á Landspítala, en þeim fer sífellt fækkandi læknunum sem helga spítalanum alla starfskrafta sína. „Slæm launakjör brenna einnig heitast á okkur sem þiggjum eingöngu laun á spítal- anum,“ segir hann. seinþreyttir til vandræða „Uppsafnaður vandi segi ég, eftir óábyrgar sparnaðarkröfur á spítalann, slegið hefur verið í og úr með byggingu nýs spítala allt frá því ég kom hér til starfa, álagið á starfs- fólkið hefur aukist jafnt og þétt og tæki og húsnæði gengið úr sér án þess að hugað sé að endurnýjun. Þegar síðan bætist við getuleysi stjórnvalda til að bæta launa- kjör okkar og ekkert virðist eiga að koma til móts við lækna, finnst mér bara komið nóg. Nýliðun í læknastéttinni verður að tryggja og það gerist eingöngu ef launa- kjör og starfsaðstaða batnar. Þetta er líka mitt svar við orðum heilbrigðisráðherra þegar hann segir að hann trúi því ekki að læknar muni segja upp. Við læknar erum vissulega seinþreyttir til vandræða og höfum sætt okkur við að dragast aftur úr í launakjörum alltof lengi. Og hafi eitthvað skort á samstöðuna meðal lækna áður þá er hún algjör núna og stjórnvöld verða bara að átta sig á því ef ekki á verulega illa að fara.“ Hann kveðst ekki hafa hugsað það til enda hvað hann taki sér fyrir hendur eftir að starfstíma hans á Landspítalanum lýk- ur. „Það er allt opið. Ég get farið að vinna á stofu út í bæ og ég get ráðið mig í hálfa stöðu á spítala í Svíþjóð og farið á milli þó fjölskyldan búi hér. Samgöngur eru það góðar að slíkt er ekki nein hindrun lengur.“ Einar Páll kveðst munu íhuga að draga uppsögn sína til baka ef samningar takast fyrir áramót. „Með uppsögninni er ég vissulega að leggja mitt af mörkum til þess að samningar takist. Við erum þrjú í þess- ari sérgrein hér á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi sem höfum sagt upp nú þegar og það þýðir að verulega mun þrengja að starfseminni og erfitt verður að manna vaktir svo fullnægjandi sé.“ sinna veikustu sjúklingunum Svæfinga- og gjörgæslulæknar starfa við svæfingar í öllum aðgerðum auk þess að sinna sjúklingunum sem liggja á gjörgæsludeild. „Þetta eru veikustu sjúklingar spítalans og ég segi bara hreint út að ef svæfinga- og gjörgæslulæknar hverfa af spítalanum þá lamast hann. Þá er ekki hægt að sinna veikustu og mest slösuðu sjúklingunum og ekki hægt að framkvæma neinar aðgerðir sem kalla á svæfingar.“ Alls eru 12 svæfinga- og gjörgæslu- læknar starfandi í Fossvogi og að sögn Einars Páls eru fleiri í þeim hópi að íhuga uppsögn. Þá eru ótaldir læknar í öðrum sérgreinum á Landspítala við Hring- braut og í Fossvogi, bæði sérfræðingar og almennir læknar, sem sagt hafa upp að undanförnu eða hyggjast gera það á næst- unni. „Ég vil starfa á spítala og helst hér á Landspítala. Þetta er frábær vinnustaður, og þá á ég við samstarfsfólkið, því hér er valinn maður í hverju rúmi og ómetanleg verðmæti fólgin í mannauðnum. Það væri óbætanlegt tjón að glata honum. Það er ekki auðveld ákvörðun að segja upp eftir 13 ára starf. Ég vil þó ekki vinna hér nema búið sé betur að okkur en nú er gert.“ „Óbætanlegt að glata mannauðnum” „Hér er valinn maður í hverju rúmi og ómetanleg verðmæti fólgin í mannauðnum. Það væri óbætanlegt tjón að glata honum,“ segir Einar Páll Indriðason svæfinga- og gjörgæslulæknir. Einar Páll Indriðason svæfinga- og gjörgæslulæknir hefur sagt upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.