Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 28
28 LÆKNAblaðið 2015/101 þegar í gangi sem lúta að því að lækka LDL-kólesteról umfram það sem statínin megna, til dæmis með mótefnum gegn PCSK-9 pró- t eini.42 Einnig er reynt að hemja bólgu með margvíslegum hætti43 og gætu rannsóknir á ónæmisfræði bólgufrumna sem taka þátt í meinþróun æðakölkunar leitt til árangursríkrar lyfjaþróunar.44 Loks eru bundnar vonir við að rannsóknir á erfðafræði kransæða- sjúkdóms geti leitt til þróunar nýrra lyfja.45 kransæðavíkkun Við alvarlegri tilfelli kransæðasjúkdóms eins og kransæðastíflu, hvikula hjartaöng eða útbreidd kransæðaþrengsl nægir lyfjameð- ferð oftast ekki ein og sér. Er þá þörf á frekari inngripum, oftast kransæðavíkkun (með eða án stoðnets) eða kransæðahjáveituað- gerð. Fyrsta kransæðavíkkun í heiminum var gerð í Sviss árið 197746 en hér á landi var meðferðinni fyrst beitt áratug síðar.47 Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í kransæðavíkkunum. Í fyrstu var aðeins víkkað með belg en með þróun kransæðastoðneta úr málmblöndum, sem halda kransæðaþrengslum betur opnum, fjölgaði ábendingum og árangur batnaði.47,48 Hér á landi hafa nú verið gerðar hátt í 12.000 kransæðavíkkanir, eða um 600-700 víkk- anir árlega hin síðari ár.49 Við hjartaþræðingu er komist að kransæðaopum í rishluta ósæð- ar með æðalegg sem þræddur er í gegnum úlnliðsslagæð (radial ar- tery) eða náraslagæð ( femoral artery). Síðan er skuggaefni sprautað í gegnum æðalegginnn í kransæðina þannig að holrúm hennar sést sem skuggamynd á tölvuskjá (mynd 2a). Við kransæðavíkkun er grannur stýrivír síðan þræddur í gegnum kransæðaþrengslin og eftir honum grannur æðaleggur með belg á endanum. Belgurinn er staðsettur í þrengslunum og þau víkkuð (mynd 2b). Í flestum tilvikum er síðan komið fyrir kransæðastoðneti í þrengslunum, oft lyfjahúðuðu, en 72% stoðneta sem notuð voru á Landspítala árið 2012 voru lyfjahúðuð.49 Stoðnet eru gerð úr málmblöndum úr ryðfríu stáli, kóbalti, krómi, tantalum og nitanóli (mynd 3). Notkun þeirra fór vax- andi upp úr 1995 eftir að rannsóknir sýndu að stoðnetin drógu úr endurþrengslum.50 Vandamálið var þó ekki úr sögunni og því var farið að húða stoðnetin með ónæmisbælandi lyfjum eins og sirolimus, paclitaxel, zotarolimus og everolimus. Þessi lyf minnka örverfsmyndun í stoðnetinu og fækka þannig endurþrengingum.51 Nú eru einnig í þróun lyfjahúðuð stoðnet úr lífrænum efnum sem leysast smám saman upp.52 Kransæðavíkkun hjá sjúklingum með stöðugan kransæðasjúkdóm Ef útlit og staðsetning þrenginga við kransæðamyndatöku leyfa, eru þrengslin oft víkkuð í sömu þræðingu (ad hoc). Þetta á sérstak- lega við þegar marktæk þrengsli eru eingöngu í einni eða tveimur kransæðum. Ef um þriggja æða kransæðasjúkdóm er að ræða, eða kransæð er alveg lokuð, er hjáveituaðgerð oftar talinn fýsilegri kostur.6 Rannsókninni er þá hætt og frekari meðferðarmöguleikar ræddir á sameiginlegum fundi hjartateymis. Æskilegt er að gefa 75 mg af aspiríni í minnst þrjá daga fyrir kransæðamyndatöku. Að öðrum kosti er gefinn 300 mg hleðslu- skammtur daginn fyrir rannsóknina, eða sama dag og hún er gerð.6,53 Einn alvarlegasti fylgikvilli kransæðavíkkunar er sega- myndun á víkkunarstað, ekki síst í stoðneti.54 Því er mælt með frekari blóðflöguhamlandi meðferð ef gera á víkkun í sömu atrennu. Þá er hafin blóðþynning með heparíni í þræðingunni. Eftir kransæðavíkkun fá síðan allir sjúklingar blóðflöguhemjandi meðferð með tveimur lyfjum, oftast aspiríni ásamt klópidrogreli, prasugreli eða ticagrelor.6 Tímalengd blóðflöguhemjandi með- ferðar ræðst af umfangi kransæðavíkkunar, tegund stoðnets og því hvort aðrir áhættuþættir, eins og sykursýki, eru til staðar. Við belgvíkkun án stoðnets, eða þegar notast er við hefðbundið málm- stoðnet, eru tvö blóðflöguhemjandi lyf gefin að lágmarki í fjórar vikur. Þegar notað er lyfjahúðað stoðnet er ráðlagt að beita slíkri meðferð að minnsta kosti í þrjá en oft upp í 12 mánuði. Mælt er með því að sjúklingar sem gangast undir kransæðavíkkun taki aspirín ævilangt, óháð því hvers konar stoðnet var notað.6 Þegar kransæðavíkkun er gerð í gegnum úlnliðsslagæð hjá sjúklingum með stöðuga hjartaöng geta þeir útskrifast samdægurs eða daginn eftir þræðingu. Bráð kransæðavíkkun Bráð kransæðavíkkun er kjörmeðferð við hjartadrepi sem veldur ST-hækkun á hjartarafriti (STEMI).6,55,56 Mikilvægt er að gera víkk- unina sem fyrst eftir greiningu, helst innan 90 mínútna frá því brjóstverkur gerir fyrst vart við sig. Ef líkur eru á að sjúklingur Mynd 3. Mynd af kransæðavíkkun og ísetningu stoðnets. Endurgerð: Guðbjartur Kristófersson. Y f i R l i T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.