Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 12
12 LÆKNAblaðið 2015/101 Embættis landlæknis (áður Lýðheilsustöð) í samvinnu við Mat- vælastofnun og rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ. Þátt- takendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá, svarhlutfall var 68,8%, alls 1312 manns á aldrinum 18-80 ára, 680 konur og 632 karlar. Mataræði var kannað með tvítekinni sólarhringsupp- rifjun á neyslu þar sem þátttakendur voru beðnir um að telja upp alla neyslu sína á mat og drykk síðastliðinn sólarhring. Einnig var spurt um félagslega og lýðfræðilega þætti eins og menntun, reykingar, hreyfingu, hæð og þyngd. Magn fæðu var áætlað út frá myndum af algengum fæðutegundum og réttum í fjórum mismunandi skammtastærðum sem þátttakendur fengu sendar í pósti fyrir viðtölin, ásamt vísun í algeng eldhúsáhöld og staðlaðar einingar. Könnunin fór fram í síma og liðu að minnsta kosti þrjár vikur á milli viðtalanna tveggja, sem ævinlega voru tekin á mis- munandi vikudögum fyrir hvern þátttakanda. Þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir búsetu, innan og utan höfuðborgarsvæðis, þar sem höfuðborgarsvæði var skilgreint sem Reykjavík, Kópa- vogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Vogar, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjalarnes, og í tvo hópa eftir líkamsþyngdarstuðli, <25 kg/m2 og ≥25 kg/m2. Fjöldi þátttakenda reyndist ekki nægur til að hægt væri að skoða offitu sérstaklega (LÞS ≥30). Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun flokkast LÞS frá 18,5 kg/m2 til 24,9 kg/m2 sem kjörþyngd, frá 25 kg/m2 til 29,9 kg/m2 sem ofþyngd og ≥30 kg/ m2 sem offita.14 Tengsl búsetu og menntunar við LÞS ≥25 kg/m2, lík- indahlutfall (OR) og 95% öryggisbil voru reiknuð með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Leiðrétt var fyrir aldri, reykingum (reykingar (já/nei), alkóhólneyslu g/dag, menntun (grunnskóli, framhalds- skóli og/eða verknám, háskóli) og hreyfingu (<3 klst á viku og ≥3 klst á viku). T-próf og kí-kvaðrat voru notuð til að reikna mun á milli hópa. Niðurstöður voru birtar fyrir alla aldurshópa saman og eins fyrir 18-45 ára og 46-80 ára. Var þessi aldursskipting valin til að líkja eftir fyrri rannsókn á konum, 18-45 ára.11 Notast var við tölfræðiforritið SPSS útgáfu 20 við tölfræðivinnslu. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar en ekki þurfti leyfi vísindasiða- nefndar fyrir þessa rannsókn. niðurstöður Tafla I sýnir nokkur einkenni þátttakenda, ásamt neyslu orku og orkuefna úr fæðu, reiknuð sem hlutfall heildarorku (E%). Hlut- fallslega fleiri íbúar innan höfuðborgarsvæðis höfðu lokið há- skólaprófi en utan þess. Neysla fitu, mettaðra fitusýra og trans- fitusýra var minni innan höfuðborgarsvæðis en utan. Í fæði karla á höfuðborgarsvæði var meira af fjölómettuðum fitusýrum og trefjaefnum en í fæði karla utan höfuðborgarsvæðis. Í öllum til- fellum var um tölfræðilega marktækan mun að ræða, p<0,05. Tafla II sýnir að konur í eldri aldurshópi innan höfuðborgar- svæðis voru með marktækt lægri líkamsþyngdarstuðul að meðal- tali en konur utan höfuðborgarsvæðis (p=0,007) en enginn munur var meðal yngri kvenna (p=0,5). Ekki var marktækur munur á líkamsþyngdarstuðli karla eftir búsetu, hvorki í yngri né eldri aldurshópi. Tafla III sýnir að minni líkur eru á að íbúar innan höfuð- borgarsvæðis flokkist með líkamsþyngdarstuðul ≥25 en íbúar utan höfuðborgarsvæðis, og hélst munurinn eftir að leiðrétt var fyrir aldri, reykingum, alkóhólneyslu og hreyfingu. Þegar kyn R a n n S Ó k n Tafla I. Einkenni og næringarefni í fæðu kvenna og karla eftir búsetu, meðaltal (staðalfrávik). Konur Karlar Innan höfuðborgar- svæðis n=413 Utan höfuðborgar- svæðis n=267 p-gildi1 Innan höfuðborgar- svæðis n=384 Utan höfuðborgar- svæðis n=248 p-gildi1 Aldur 47,6 (16,2) 46,9 (15,7) 0,55 45,8 (15,8) 47,9 (17,0) 0,12 Hreyfing, klst/viku 3,5 (3,4) 3,6 (3,0) 0,93 4,0 (3,4) 3,6 (3,7) 0,19 Hæð, cm 167,0 (5,5) 166,8 (6,0) 0,54 181,5 (6,4) 180,8 (6,9) 0,22 Alkóhól, g/dag 4,5 (10,5) 4,1 (10,8) 0,3 8,8 (21,8) 8,6 (21,6) 0,13 Reykingar % 18,6 18,4 0,92 14,1 18,1 0,17 Háskólamenntun % 40,0 25,1 <0,001 38,0 13,3 <0,001 orka úr fæðu, kkal/dag 1739,0 (492,3) 1810,0 (571,3) 0,09 2335,0 (754,5) 2433,9 (809,3) 0,12 Prótein, E%2 17,6 (4,3) 17,6 (4,3) 0,91 18,6 (4,9) 18,5 (4,5) 0,76 Fita, E%2 35,2 (7,0) 36,8 (7,2) 0,004 35,8 (7,2) 38,0 (7,7) <0,001 MFS3, E%2 14,0 (3,5) 14,8 (3,9) 0,007 13,9 (3,9) 15,7 (4,4) <0,001 Cis-FÓFS4, E%2 5,9 (2,4) 6,0 (2,6) 0,61 6,1 (2,6) 5,6 (2,3) 0,009 Trans FS5, E%2 0,70 (0,3) 0,80 (0,4) 0,001 0,73 (0,34) 0,91 (0,4) <0,001 Kolvetni, E%2 43,7 (7,5) 42,5 (7,3) 0,04 41,7 (7,7) 40,0 (8,6) 0,01 Viðbættur sykur, E%2 8,9 (6,1) 8,5 (5,8) 0,46 9,0 (6,2) 9,2 (6,9) 0,67 Trefjar, E%2 1,8 (0,6) 1,7 (0,6) 0,13 1,5 (0,6) 1,4 (0,5) <0,001 1T-próf fyrir normaldreifingu, annars Mann-Whitney U, Kí-kvaðrat próf fyrir tvískiptar breytur, 2Prósent orku 3Mettaðar fitusýrur, 4Cis-Fjölómettaðar fitusýrur, 5Transfitusýrur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.