Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 50
50 LÆKNAblaðið 2015/101 U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Framundan eru Læknadagar 2015, dagana 19.-23 janúar, og er dagskráin þéttskipuð að venju. Framkvæmdastjóri Fræðslu- stofnunar lækna er Gunnar Bjarni Ragn- arsson krabbameinslæknir. Við fyrstu sýn virðist fjölbreytni einkenna dagskrá Læknadaganna í ár en eins og Gunnar bendir á er hægt að flokka efnið í nokkur þemu. „Það má kannski segja að við römmum dagskrána inn með því að hefja Læknadagana á málþingi um meðgöngu og fæðingu og ljúkum þeim síðan með málþingi og vinnubúðum um líknarmeðferð í öðrum sjúkdómum en krabbameini, en þar erum við komin að lokum lífsins. Þarna á milli fjöllum við um lífið sjálft og hvernig við höldum því í sem bestu horfi. Reyndar má segja að öll mál- þingin fjalli um nýjungar þar sem verið er kynna það nýjasta og besta í hverri grein,“ segir Gunnar. Eflaust verður höfuðverkur fyrir þátt- takendur að velja og hafna því dagskráin er þétt skipuð og alla dagana fimm er margt í boði samtímis. Sjálfsagt hefur stjórn Fræðslustofnunar staðið frammi fyrir svipuðum vanda við val á dagskrár- liðum enda að sögn Gunnars mikill áhugi meðal lækna að leggja til efni. „Við fengum mjög margar tillögur og mun fleiri en við gátum tekið inn í dag- skrána. Það er auðvitað mikið ánægjuefni og sýnir hversu mikilvægir Læknadag- arnir eru í hugum lækna. Við leitumst við að hafa fjölbreytt efni á dagskrá, og við val á tillögum skoðum við ýmsa þætti, eins og hvert kennslu- og fræðslugildið er og að efnið hafi ekki verið mjög nýlega á dag- skrá.“ Veitir alþjóðlega símenntunarpunkta Læknadagar eru símenntunarþing og undanfarin ár hafa þátttakendur getað fengið alþjóðlega viðurkennda símennt- unarpunkta (CME) frá UEMS (Union Européenne des Médecins Spécialistes) og er svo aftur á næstu Læknadögum. „Við þurfum að halda vel á spöðum til tryggja áframhald þessarar viðurkenningar sem er mjög mikilvæg fyrir okkur,“ segir Gunnar. Opnunarhátíð Læknadaga hefst kl. 16 á mánudeginum og ávarp flytur Sverrir Jakobsson sagnfræðingur. „Sverrir ætlar að tala um lækna í leiðtogahlutverki í sögulegu samhengi. Læknar hafa verið þjóðarleiðtogar og spurning hvernig til hefur tekist. Sverrir gerir á þessu fræðilega úttekt en mun örugglega líka slá á létta strengi.“ Á miðvikudagskvöldinu verða Lækna- dagar opnaðir almenningi. „Við byrjuðum á þessu í fyrra og það tókst gríðarlega vel og var húsfyllir á málþingi um lífsstíls- sjúkdóma og því var ákveðið að endurtaka leikinn með málþingi um streitu. Áhugi almennings á upplýsingum um heilsufar og heilbrigði er mikill og við teljum það eitt af okkar hlutverkum að koma til móts við þennan áhuga. Málþingið, sem er leitt af Högna Óskarssyni geðlækni, nefnist „Streitan varanlega – heilsuvá“ og þar verður fjallað um streitu í daglegu lífi nútímafólks frá ýmsum sjónarhornum. Ég tel að þetta verði fastur liður í dagskránni og er góð leið til að veita almannafræðslu og styrkir um leið tengsl lækna við fólkið í landinu.“ Stefnt er að því að taka upp fleiri mál- þing enda er að sögn Gunnars Bjarna orðið algengt á ráðstefnum að efni sé aðgengilegt fyrir ráðstefnugesti eftir á, til dæmis ef þeir ná ekki að mæta á viðburði sem koma upp samtímis eða þeir vilja rifja upp. „Við erum að feta okkur áfram á þeirri braut, þó það komi að sjálfsögðu ekki í stað þess að mæta á staðinn. Við hvetjum líka til þess að samfélagsmiðlar verði nýttir á ráðstefnunni. Á twitter, facebook og fleiri miðlum fer oft fram lífleg umræða á ráðstefnum og við vonum að það sama verði upp á teningnum á Læknadögum. Fræðslustofnun rekur twittersíðu (@fraedslustofnun) og tístið fer fram undir formerkjum #laeknad. Davíð Þórisson læknir hefur verið brautryðjandi í þessu starfi, sá sami og stofnaði facebook síðuna „íslenskir læknar“ sem yfir 1200 læknar fylgjast með og fer hratt fjölgandi. Á Læknadögum verður málþing um lækna og samfélagsmiðla, hvernig lækna- stéttin getur og verður að nýta sér þá í sína þágu, sjúklinga og samfélags. Ekki óskylt þessu er málþing sem ber heitið „Af gjánum að skránum á skjánum“ þar sem hinn „upplýsti, stafræni“ sjúklingur er viðfangið og spurt hvort læknisfræðin sé undirbúin fyrir hann og tengt þessu er hádegisfundur um klæðskerasniðna læknisfræði (personalized medicine). Læknar eru að nýta sér þau tækifæri sem felast í tölvu- og upplýsingabyltingunni og verður spennandi að fylgjast með hvert það leiðir okkur.“ nýir smitsjúkdómar og farsóttir 21. aldar Gunnar segir ómögulegt að nefna eitt frekar en annað af dagskránni þar sem allt hafi sitt aðdráttarafl. „Þó vil ég nefna málþing um hvernig við getum bætt gæði þjónustunnar sem læknar veita, til dæmis um gæði skráningar í heilbrigðiskerfinu og annað málþing um bætta lyfjameðferð aldraðra, sem bæði snerta dagleg störf allra lækna. Skráning sjúkra- og lyfja- upplýsinga er eitt af undirstöðuatriðum nútímaheilbrigðiskerfis sem ásamt notkun lyfjameðferðar eru atriði sem hægt er að bæta og mjög mikilvægt að staðið sé vel að.“ Félag áhugamanna um sögu læknis- fræðinnar stendur fyrir málþingi um áhrif Skaftárelda á heilbrigði landsmanna og er það fróðlegt í ljósi yfirstandandi nátt- úruhamfara í Holuhrauni. Málþing um nýja smitsjúkdóma er for- vitnilegt í ljósi ebólufaraldursins í Vestur- Afríku en þar verður einnig fjallað um aðra nýja smitsjúkdóma, meðal annars um lyme-sjúkdóm á Íslandi sem margir óttast. Þó er kannski enn meiri ástæða fyrir okkur að óttast aðra farsótt sem oft er tengd lífsstíl en um hana verður fjallað á málþingi sem ber yfirskriftina „Lang- vinnir sjúkdómar, farsótt 21. aldarinnar“. „Það má benda á að á þriðjudag og miðvikudag eru málþing og vinnubúðir um fjöláverka og fyrstu viðbrögð læknis á Glæsilegir Læknadagar í skugga kjaradeilu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.