Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 46
46 LÆKNAblaðið 2015/101 upp. Þau voru leidd áfram af mönnum sem töldu engan vafa leika á sekt þeirra og langvarandi einangrun olli því að þau misstu tengsl við raunveruleikann, van- treystu minni sínu og féllust smátt og smátt á að hafa tekið þátt í atburðarás sem þau höfðu engar minningar um. Það verður líka að hafa í huga að þessir krakk- ar voru sum hver í töluverðri vímuefna- neyslu og voru því tilbúnari en ella til að vantreysta minni sínu. Það eru sterkar vís- bendingar um að fimm sakborninganna vantreystu minni sínu við yfirheyrslurnar og er þetta eitt meginatriði sálfræðilegu niðurstöðu skýrslunnar, hvernig sumir sakborningarnir í málinu sannfærðust smátt og smátt um að hafa framið glæp sem þeir mundu ekkert eftir að hafa framið. Þetta er ástand sem Gísli Guðjóns- son og fyrrum samstarfsmaður hans, geð- læknirinn Jim MacKeith, lýstu árið 1981 og nefnist minnisvafaheilkennið (memory distrust syndrome). Minnisvafaheilkenni er ástand þar sem fólk fer að vantreysta verulega eigin minni. Þetta hefur þær afleiðingar að það veldur mikilli hættu á að það reiði sig á ytri áreiti og það sem er gefið í skyn, til dæmis við yfirheyrslur. Þetta getur komið til þegar lögregla grefur undan minningum sakborningsins svo sem um hvar hann var niðurkominn þegar hinn saknæmi atburður átti sér stað og sakborningurinn kemst á þá skoðun að hann hafi hugsanlega gerst brotlegur án þess að muna eftir því.” Jón Friðrik segir að Sævar hafi verið sá eini sem þetta átti ekki við um, en engar vísbendingar eru um að minnisvafi hafi hrjáð hann. Hann virtist ekki bera traust til lögreglumannanna og sýndi mikla mótstöðu við yfirheyrslurnar og hélt fram sakleysi sínu allt til dauðadags, en hann lést af slysförum 14. júlí 2011. rörsýn og tengsl rannsakenda og sakborninga Fram kemur í skýrslunni að sumir rann- sakenda málsins höfðu persónuleg tengsl við sakborningana, eða eins og Jón Friðrik segir: „Tengsl lögreglumannanna sem rannsökuðu málið við sakborninga voru í sumum tilfellum mjög persónuleg og náin og til þess fallin að ýta undir sann- færingu þeirra um sekt. Það á sérstaklega við um þau Guðjón og Erlu. Guðjón lýsir því hvernig lögreglumaðurinn sem hafði mest samskipti við hann hafi vingast við hann með því að færa honum blöð og ræða við hann um áhugamál eins og skák en þess á milli yfirheyrt hann, og smátt og smátt sannfært hann um sekt. Lögreglumennirnir virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því hvaða áhrif þetta gat haft á sakborningana eða almennt hvað það er sem ræður því að einangrunar- fangar játa eða neita sök. Þarna voru gerð grundvallarmistök. Mönnum til málsbóta má segja að á þessum tíma hafi hreinlega ekki verið vitað betur og svo er nokkuð ljóst af gögnum málanna að rannsakendur málsins voru algjörlega sannfærðir um sekt sakborninganna og því var einungis spurning um að fá fram játningar þeirra. Þetta er í rauninni rauði þráðurinn þegar málið er skoðað frá upphafi til enda,“ segir Jón Friðrik. „Þessi rörsýn rannsakendanna er nokkuð sérstök þar sem líkin fundust ekki og enginn brotavettvangur var til staðar. Þetta skýrir síðan margt í rannsókn málsins og hvernig hún var unnin. Sak- borningarnir voru missaga frá upphafi og af því hefði mátt draga vissar ályktanir, en rannsakendur töldu það benda eindregið til þess að þau væru að reyna að villa um fyrir þeim. Hvernig það gat gerst að ein- staklingar sem voru hafðir í einangrun gætu talað sig saman um að rugla lög- regluna í ríminu er spurning sem virðist ekki hafa hvarflað að rannsakendum. Aldrei virðist hafa verið spurt hvort gæti verið önnur ástæða fyrir því að sakborn- ingum bar aldrei saman. Þetta er hin gegnumgangandi rörsýn sem einkennir alla rannsóknina. Sakborningarnir vísuðu aldrei á líkin, sennilega vegna þess að þau höfðu ekki hugmynd um hvar þau voru niðurkomin en sumir lögreglumennirnir voru sannfærðir um að þau vissu mætavel hvar þau væru. Einn lögreglumaður sem við ræddum við sagði líkin vera á botni Þingvallavatns og ástæðan fyrir því að þau hefðu ekki vísað á staðinn væri sú að þar væru svo mörg önnur lík sem þau hefðu komið fyrir.“ Það er einnig einsdæmi í réttarsögunni hvað sakborningar voru hafðir lengi í ein- angrun. „Í tilfellum Sævars og Kristjáns Viðars náði þetta rúmlega einu og hálfu ári. Kristján Viðar var vistaður í Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg í 133 daga vegna sjálfsvígstilraunar og þar var hann í opnum klefa andspænis öðrum opnum klefa þar sem sátu lögreglumenn allan sólarhringinn. Þeim var bannað að hafa samskipti við hann.” Áfellisdómur um rannsóknina Í skýrslu starfshópsins kemur fram að margt við rannsóknir málanna dró úr áreiðanleika framburðar sakborninganna, svo sem lengd einangrunarvistar og tíðar og langar yfirheyrslur og óformleg sam- skipti rannsakenda og sakborninga, fjöldi vettvangsferða og samprófana, takmörkuð aðstoð sem sakborningarnir fengu frá lögmönnum, ótti þeirra við að gæsluvarð- haldið yrði framlengt ef lögreglumenn- irnir væru ekki sáttir við framburð þeirra. Jón Friðrik segir að fella megi dóm um rannsóknirnar og yfirheyrslurnar, byggð- an á skýrslum rannsakenda, færslum í dagbókum Síðumúlafangelsisins, dag- bókum tveggja sakborninganna, viðtölum við þá sem á lífi eru og fleiri gögnum. „Yfirheyrslurnar hafi verið þvingandi og beinst að því að knýja fram játningar. Í til- felli Erlu var hún nýlega búin að eignast barn þegar hún var sett í einangrun og framburður hennar skýrist að verulegu leyti af örvæntingarfullri þörf hennar til að losna úr einangruninni og vera hjá barninu sínu. Það kemur hins vegar hvergi fram að rannsakendur hafi haft skilning á þessu. Framburður hennar hafði hins vegar afgerandi áhrif á framgang málanna beggja.“ Í niðurstöðum sínum bendir starfs- hópurinn á þrjár leiðir til að sakborningar fái notið réttlætis þó langt sé um liðið og Sævar og Tryggvi látnir. „Í fyrsta lagi að ríkissaksóknari mæli með endurupp- töku málanna í heild sinni til hagsbóta fyrir þau sem sakfelld voru. Í öðru lagi geti eftirlifandi sakborningar farið fram á endurupptöku málsins og virðist það vera sú lausn sem valin hefur verið og settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, er fara yfir beiðnir Erlu og Guðjóns. Í þriðja lagi geti Alþingi sett lög sem mæli fyrir um endurupptöku, en það er sísti kosturinn að okkar mati,” segir Jón Friðrik Sigurðsson að lokum. U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.