Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2015/101 39 Helstu skrár yfir læknisfræðigögn, sem ég tölvuvæddi Krabbameinsskrá Krabbameinsskráin var stofnuð árið 1954 og inniheldur upplýs- ingar um alla sem greinst hafa með krabbamein frá og með árinu 1955.4 Fyrir hvert krabbamein sem greinist eru skráðar helstu félagsfræðilegar upplýsingar ásamt upplýsingum um sjúkrahús- innlagnir, vefjagreiningar og efni úr dánarvottorðum. Á árinu 1965 fól Ólafur Bjarnason yfirlæknir mér að koma Krabbameins- skránni á gataspjöld. Unnið var úr gataspjöldunum í tölvu RHÍ. Tíu árum síðar gekkst þáverandi yfirlæknir skrárinnar, Hrafn Tul- inius, fyrir því að fengin var smátölva (Wang) og setti ég skrána á hana og hafði umsjón með viðhaldi hennar fram til ársins 1990 og úrvinnslu úr henni fram til ársins 2001, þegar Hrafn hætti. Halldóra Thoroddsen sá um undirbúning gagnanna fyrir véltöku fyrstu árin, en Guðrún Bjarnadóttir tók síðan við undirbúningi gagna og tölvuinnslætti eftir að skráin eignaðist tölvu, en áður höfðu Þorgerður Sigurgeirsdóttir og Kristín Jónsdóttir kona mín annast innslátt á gataspjöld. Ættaskrá brjóstakrabbameinssjúklinga Á árinu 1972 hóf Hrafn Tulinius gerð skráar yfir ættingja brjósta- krabbameinssjúklinga. Til viðbótar við upplýsingar Krabbameins- skrárinnar frá og með árinu 1955 hafði Gunnlaugur Snædal safnað saman upplýsingum um öll brjóstakrabbamein frá og með 1911, þegar hann skrifaði doktorsritgerð sína, Cancer of the breast. A clinical study of treated and untreated patients in Iceland 1911-1955. Raktar voru ættir nálega 1000 af um 2800 sem greindust með brjóstakrabbamein 1911-1986. Um 60.000 voru skráðir. Innihald skrárinnar er, auk fæðingar- og dánardagsetningar ættingjans, tilvísun í ákveðið krabbameinstilfelli og skyldleiki við það ásamt krabbameinsgreiningum ættingjans þegar um þær var að ræða. Hrafn fól mér að sjá um tölvuvinnslu upplýsinganna. Guðrún Bjarnadóttir og Guðríður Ólafsdóttir önnuðust undirbúning vél- töku og innslátt. Hóprannsókn Hjartaverndar Á árinu 1967 var undirbúin stofnun rannsóknarstofnunar Hjarta- verndar. Sigurður Samúelsson formaður Hjartaverndar og Ólafur Ólafsson yfirlæknir fengu mig til þess að taka þátt í undirbúningn- um og sjá um tölvuvæðingu rannsóknarniðurstaðna, bæði útskrift sjúkraskýrslna og varðveislu véltækra gagna til tölfræðiúrvinnslu síðar. Var þetta í fyrsta sinn sem sjúkraskýrslur voru tölvuunnar hér á landi og ekki þekkti ég neinar erlendar fyrirmyndir. Fjölmargar sjúkdómsgreiningar sem læknar fóru síðan yfir, voru vélunnar og læknar bættu síðan öðrum við ásamt ráðleggingum. Þátttakendur fengu afrit af niðurstöðum og einnig viðkomandi heimilislæknir. Nálega 17.000 manns, það er 16 árgangar karla fæddra 1907-1934 og kvenna fæddra 1908-1935, af Reykjavíkursvæðinu var valið og af þeim sem voru á lífi hverju sinni var einum til þremur þriðja hluta þeirra boðin þátttaka í hverjum af 6 áföngum rannsóknarinnar 1967-1996. Seinna var hinum af þeim 12 árgöngum sem fæddir voru á fyrrgreindu tímabili boðið einu sinni og 6 árgöngum fædd- um 1940-1954 boðið tvisvar. Alls var þátttakan um 41.400 skoðanir á um 21.500 einstaklingum. Við bættust tæplega 1700 manns úr Árnessýslu sem voru skoðaðir einu sinni. Þetta voru þau gögn sem varðveitt voru en auk þess voru nokkrar hóprannsóknir úti á landi og mikill fjöldi utanrannsókn- arfólks, en úr þeim gögnum var ekki unnið. Innihald skrárinnar eru svör við félagsfræðilegum og heilsufarslegum spurningum og efnafræðimælingum ásamt læknisskoðun.5 Um þessa skrá sá ég til ársins 2002. Í fyrstu sá IBM á Íslandi um innslátt upplýsinga í gataspjöld en síðar tóku Þorgerður og kona mín við innslættinum. Sjúkraskýrslur voru unnar í tölvu RHÍ með forritum sem ég samdi í FORTRAN II, en þar sem ekki var kominn línuprentari þar fyrst í stað, þurfti að gata út spjöld með skýrslunum og prenta þær út hjá SKÝRR. Fljótlega kom þó línuprentari til RHÍ. Árið 1971 kom ný tölva til SKÝRR sem var nothæf í hina flóknu sjúkraskýrslugerð. Halldór Friðgeirsson, sem starfaði þá hjá mér, sá um að flytja for- ritin yfir í PLI fyrir tölvu SKÝRR. Einnig setti hann þar upp töl- fræðiúrvinnsluforrit eftir fyrirsögn Ottós Björnssonar tölfræðings sem stjórnaði tölfræðilegri uppbyggingu rannsóknarinnar og úr- vinnslu fram til ársins 1989, þegar ég tók við tölfræðinni. Árið 1985 fékk Hjartavernd PC örtölvu, sem notuð var til innsláttar upplýs- S a G a l æ k n i S f R æ ð i n n a R Höfundur við tölvu Reiknistofnunar Háskóla Ís- lands árið 1969 ásamt samstarfsmönnum: Oddi Benediktssyni og Kjartani Jóhannssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.