Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 53
LÆKNAblaðið 2015/101 53 U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R Hávar Sigurjónsson hefur fengist við blaðamennsku síðan á há- skólaárum í Englandi árin 1978-1983. „Ferillinn byrjaði á því að ég skrifaði nokkrar greinar í Þjóðviljann um óeirðir sem brutust út árið 1980 í Manchester þar sem ég bjó.” Þegar hann kom heim starfaði hann fyrst hjá Feyki á Sauðár- króki á árunum 1984-1985. Síðan þá hefur hann komið víða við í blaðamennsku. Er hann réðst til Læknablaðsins árið 2006 urðu nokkuð skörp skil í blaðamennskuferli hans, því hann kom af Morgunblaðinu, þar sem hann skrifaði um menningarefni. Verk- efnin á Læknablaðinu voru allt annars konar. ,,Það er að mörgu leyti þægilegra að fjalla um efni sem tengist ekki því sem ég er að gera annars. Ég hef alltaf verið að skrifa og þegar ég lít til baka sé ég að ég hef unnið fyrir mér sem skrifari í um þrjátíu ár. Lengi var ég samhliða blaðamennsku lausamaður í leikstjórn en var þó fast- ráðinn við Þjóðleikhúsið sem leikstjóri og dramatúrg í fimm ár. Undanfarin ár hef ég fengist við leikritaskrif utan vinnu minnar fyrir Læknablaðið. Þetta eru býsna ólíkir heimar og sumt af því sem viðmælendur mínir eru að fást við er mér ansi framandi. Hraðinn er líka annar en á öðrum fréttamiðlum. Það er gerólíkt að skrifa fyrir dagspressu eða tímarit sem kemur út mánaðarlega og er með tiltölulega langan vinnslutíma. Á blaði eins og Lækna- blaðinu skiptir fyrst og fremst máli að vera upplýsandi. Þegar best tekst til byggja aðrir miðlar fréttir á því efni birtist í Læknablaðinu. Þá er tilganginum náð og sjónarmið læknastéttarinnar komast á framfæri. Ég verð hreinlega stundum undrandi á því hversu áhugavert mér finnst margt af því sem læknar fást við. Framsetningin skiptir líka máli og ég hef velt því fyrir mér hvort lesendur verði ekki leiðir á mér, af því ég er eini blaðamaðurinn á blaðinu. Þess vegna reyni ég eftir föngum að skrifa ekki alltaf í sama stíl. Ákveð að þetta viðtal ætli ég að skrifa svona og annað öðru vísi svo þetta verði ekki síbylja.“ Þetta hljómar svolítið eins og Hávar sé að skrifa mörg hlutverk í leikverki og hann samsinnir því. ,,Það kom mér á óvart í fyrstu hversu fjölbreyttur hópur læknar eru og í kringum þá er nánast endalaus uppspretta af alls konar efni.“ Lífið utan vinnu er ekki minna púsluspil en að raða saman leikritun, leikhússtarfi og blaðamennsku. ,,Ég stundaði hesta- mennsku í nokkur ár en hætti vegna aðstöðuleysis og fékk mér hund í staðinn. Hundar eru smærri dýr en hestar og auðveldara að halda þá. Hundaþjálfun er skemmtilegt áhugamál. Svo hef ég, eins og fleiri á ritstjórninni, gaman af alls konar hreyfingu og hef stundað langhlaup í mörg ár. Núverandi ritstjórn Læknablaðsins er reyndar samsett af miklu ofurfólki í langhlaupum. Veiði er enn annað áhugamál mitt, bæði skotveiði og silungsveiði. Hins vegar hef ég aldrei talið það beinlínis til áhugamála að lesa bækur eða fara á leiksýningar. Það er svo sjálfsagt.” Í mörgum hlutverkum Sigdís Þóra Sigþórsdóttir er auglýsingastjóri og ritari hjá Lækna- blaðinu. Hún hóf störf á blaðinu snemma árs 2013. Áður vann hún hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og var þar að vissu leyti í svipuðum verkefnum og á Læknablaðinu. Þegar hún hætti þar fór hún í nám, fyrst í félagsráðgjöf og síðan í félagsfræði og stundar nú nám meðfram vinnunni. Hún tók sér reyndar frí á haustmiss- eri 2014 til að sinna jólapeysusölu. ,,Þótt ég hafi verið í svipuðu starfi hjá FÍB og hér þá er vinnan á Læknablaðinu að mörgu leyti allt annars konar. Þótt starfið sé talsverð rútína er það engu að síður mjög fjölbreytt. Það má segja að endurtekningin rúlli á mánaðarfresti. Ákveðna tíma mánaðar- ins er ég að sinna auglýsingum og á öðrum tímabilum frekar öðrum reglubundnum verkefnum, reikningum og fleiri slíkum störfum. Heimasíðan krefst vinnu jafnt og þétt og mér finnst sú vinna einna skemmtilegust af mínum verkefnum. Það er að mörgu leyti gott að hafa bæði tilbreytinguna og samt að starfið sé í föstum skorðum því þá get ég undirbúið mig vel fyrir hvern hluta mánaðarins og raðað álaginu samkvæmt því. Þótt vinnan og námið taki mikinn tíma þá hef ég ágætan tíma til að sinna því sem mig langar og þar er fjölskyldan í fyrirrúmi. Ég á tvö börn og okkur fjölskyldunni finnst gaman að ferðast saman, einkum innanlands. Áður var ég mikið á snjóbrettum og fer alltaf af og til á snjóbretti, en eyði minni tíma í það nú en fyrr. Ég hef bæði minni tíma og er orðin aðeins meiri gunga en ég var, ábyrgðartilfinningin segir mér að vera hræddari við að detta af því það getur haft áhrif á fleiri en mig.“ Meiri ábyrgðartilfinningu fylgir minni snjóbrettaiðkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.