Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 52
U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R ■ ■ ■ anna björnsson 52 LÆKNAblaðið 2015/101 Lesendur Læknablaðsins þekkja blaðið vel en ef til vill minna til fólksins sem sér um að koma því út um hver mánaðamót. Fastir starfsmenn blaðsins eru fjórir, Védís Skarphéðinsdóttir ritstjórnarfulltrúi í fullu starfi og Hávar Sigurjónsson blaðamaður og ljósmyndari, Sævar Guð- björnsson umbrotsmaður og Sigdís Þóra Sigþórsdóttir ritari og auglýsingastjóri, sem öll eru í hálfu starfi. Í þessu blaði kynnumst við þeim ögn nánar. Í ljós kemur að þau eru öll afskaplega virk bæði í starfi og leik og spurning hvort ekki sé tímabært að stofna íþróttadeild Lækna- blaðsins á þessum tímamótum. Starfsmenn Læknablaðsins Védís Skarphéðinsdóttir er alin upp á Hornafirði og áður en hún varð ritstjórnarfulltrúi á Læknablaðinu kenndi hún í Versló, las prófarkir á Mogganum og ritstýrði kennslubókum. En hvenær lá leið hennar á Læknablaðið og hvernig atvikaðist það? ,,Ég hóf störf sem ritstjórnarfulltrúi seint á árinu 2001 og hef verið hér óslitið síðan. Tilviljun réð því að ég sótti um starfið, ég var ekki með vinnu, sá starfið auglýst og fékk það. Mér leist strax vel á það. Fyrstu tvær, þrjár vikurnar vann ég með Birnu Þórðardóttur sem hér var fyrir á fleti og lærði mikið af henni.. Starfið hefur að mestu leyti verið í föstum skorðum, læknablöð eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, bundin hefðum og reglum til að standast vísindalegar og alþjóðlegar kröfur. Vísindagrein- arnar eru hryggjarstykki blaðsins og það er gaman að taka þátt í að fleyta íslenskum fræðigreinum áfram.“ Ritstjórnarfulltrúi vinnur náið með ritstjórn blaðsins sem er skipuð læknum. Um hendur Védísar fara allar vísindagreinar blaðsins, greinar sem oft vekja athygli annarra fjölmiðla, eins og annað efni blaðsins. ,,Það kitlar dálítið að verða vör við að þegar blaðið kemur út vekur það athygli. Það sem slær í gegn og er mest lesið er ekki alltaf það sem ég á von á en ég finn að alltaf er fylgst með blaðinu innan blaða- mannageirans. Læknablaðið er merkilegt að ýmsu leyti, meðal annars umfangi. Við gefum út á þessu ári 700 blaðsíður af efni og fimm fylgirit. Svo erum við í ágætu samstarfi við systurblöðin á Norðurlöndum og það samstarf hefur oft verið mjög náið og starf blaðanna samþætt. Nú eru að verða ákveðin vatnaskil á 100 ára afmæli blaðsins því Læknafélag Ísland, eigandi og útgefandi blaðsins er að kaupa okkur inn í gagnagrunn, ScholarOne, og fá aðgang að vefsvæði sem höfundar munu skila efni sínu inn á, í stað þess að senda mér það í tölvupósti eins og lengi hefur verið gert. Þar er allt efni sett inn, bæði texti, myndir og töfluefni. Ef eitthvað er ekki rétt skilgreint blikka aðvörunarljós, og hægt að lagfæra það strax. Þegar ég fer inn á vefsvæðið sé ég hvað er nýtt og þarf að fara í ritrýni, en nú eins og áður er allt efni rýnt blint, það er höfundar vita ekki hverjir rýna og rýnendur ekki hverjir eru höfundar efn- isins. Eins og annað í vísindaheiminum er það auðvitað umdeilt hvort þetta vinnulag sé það besta, en þessi aðferð er víðast notuð. Blaðið hefur vaxið og dafnað að undanförnu en mér finnst samt merkilegt hvað það hefur alltaf frá upphafi verið þróttmikil útgáfa. Tólf tölublöð á ári síðan 1915, þótt stundum sé nokkrum tölublöðum slegið saman. Nú eru auðvitað fleiri læknar starfandi en fyrr, en jafnvel á erfiðum tímum eins og í kreppunni og seinni heimsstyrjöldinni höfðu menn þrek til að gefa blaðið út. Eldri blöðin eru með efni sem við sjáum ekki lengur eins og íslenskum annálum um heilsufar og sjúkratilfelli og þá er ekkert verið að fela hver á í hlut: Jón Jónsson lærbrotnaði og Guðrún Guðmunds- dóttir fékk botnlangakast. Umræðan um siðferði í meðferð upp- lýsinga var öll önnur þá. En þá eins og nú er líka talsvert um að læknar sendi inn sínar hugleiðingar og þær vekja oft athygli. Síðan hefur verið blaðamaður starfandi á blaðinu síðustu 20 árin, sem tekur viðtöl og fjallar um fundi og þess háttar.“ Eitthvað hlýtur að vera minnisstæðara en annað í ritstjórnar- fulltrúatíð Védísar? ,,Já, það er ýmislegt, en ég man sérstaklega eftir því þegar blaðið varð gjaldgengt á MEDLINE/PubMed árið 2004. Það var sérstaklega gaman að taka á móti því bréfi. Þetta var langt bréf með löngum orðum, eins og frá tryggingafélagi, en það var stílað á mig og undirritað af PubMed-kontaktinum. Það var mikil spurning hvort innihaldið þýddi já eða nei áður en ég komst að þeirri niðurstöðu að svarið væri jákvætt. Blaðið var orðið nírætt þegar það náði þessum áfanga og þetta var merk stund fyrir íslenskar rannsóknir og skref inn í samfélag þeirra bestu. Svolítið ,,fullorðins“.“ Þótt nóg sé að gera á ritstjórn Læknablaðsins á Védís sér ýmis áhugamál, hún er að fikra sig áfram í skíðaiðkun nú í vetur, syng- ur í kór, Léttsveit Reykjavíkur. ,,Svo er ég með það ellimarkmið að verða góð í golfi enda hef ég gaman af því að vera úti að leika mér og er algjör ferðasjúklingur“ Og eins og fleiri les hún mikið og þá alls kyns bókmenntir, íslenskar og erlendar, ævisögur og ferðabækur. Bókmenntaáhuginn er engin tilviljun enda er Védís með cand. mag. próf í íslensku frá Háskóla Íslands. Ellimarkmið að verða góð í golfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.