Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2015/101 19 inngangur Krabbamein af þekjuvefsuppruna eru algengust þegar litið er á krabbamein á höfuð- og hálssvæði þar sem reykingar, áfengisnotkun og vírussýkingar af völdum human papilloma virus (HPV) eru helstu áhættuþætt- irnir. Meinsemdum á þessu svæði er skipt eftir líffæra- fræðilegum uppruna – munnhol, kok, barki, munn- vatnskirtlar og afholur nefs og nefhol.1 Vöðvabandvefsfrumuæxli með bólgufrumuíferð (inflammatory myofibroblastic tumor) er sjaldgæf tegund æxlisvaxtar á höfuð- og hálssvæði með ríkulegum bólguþáttum í vefnum.2,8 Upprunafruma er óþekkt en rannsóknir benda til uppruna í spólulaga vöðvaband- vefsfrumum (myofibroblasts). Aðeins 24 tilfellum af vöðvabandvefsfrumu- æxlum með bólgufrumuíferð í munnholi hefur verið lýst og einungis þremur í kinnkjálka.2,3 Flest birt til- felli hafa verið í lungum, kviðar- eða grindarholi og aftanskinnubili. Slík æxli utan lungna virðast sýna ágengari ífarandi vöxt í aðlæga vefi þó svo að myndun meinvarpa sé sjaldgæf í öllum tilfellum.4 sjúkrasaga 28 ára gamall frískur karlmaður leitaði á slysa- og bráðadeild Landspítala vegna verkja í hægri kinn í október 2009. Verkurinn ásamt nefstíflu og nefrennsli úr hægri nös bentu til nefskútabólgu og var honum því vísað á háls-, nef- og eyrnadeild spítalans. Við skoðun var sjúklingur aumur við þreifingu yfir hægri kinn, í hægri nös, sem er þrengd af nefskiptaskekkju og að því er virtist miðlægt hliðraðri nefskel, mátti sjá þrútnar slímhúðir án graftrartauma, en engin ein- kenni voru frá vinstri andlitshelmingi. Þegar hægri kinnhola var skoluð versnaði verkur til muna, án þess 1Líffærafræði læknadeildar Háskóla Íslands, 2rannsókn- arstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands, 3blóðmeinafræði- deild Landspítala, 4lyfja- og eiturefnafræðideild Háskóla Íslands, 5meinafræðideild Landspítala, 6heilbrigðis- og taugaverkfræðisetur Háskólans í Reykjavík, 7háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala. Karlmaður með æxlisvöxt í hægri kinnkjálka af vöðvabandvefsgerð með bólgufrumuíferð fór í á annan tug aðgerða vegna síendurtekins æxlis- vaxtar yfir fjögurra ára tímabil og er án einkenna um endurkomu sjúkdóms í dag. Frumur ræktaðar úr æxlinu sýna stofnfrumueiginleika sem gæti verið þáttur í endurteknum æxlisvexti. Mikilvægt er að fylgja sjúklingum með þessa sjúkdómsmynd vel eftir og ekki er hægt að útiloka frekari staðbundnar endurkomur þó svo að skurðbrúnir séu fríar af æxlisfrumum. Ágrip Fyrirspurnir: Hannes Petersen hpet@hi.is Greinin barst 10. júní 2014, samþykkt til birtingar 13. nóvember 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Sjaldgæft tilfelli af vöðvaband- vefsæxli með bólgufrumuíferð í hægri kinnkjálka Hannes Halldórsson1,2,3 læknanemi, Ari Jón Arason1,2,3 doktorsnemi, Margrét Sigurðardóttir5 læknir, Paolo Gargiulo6 verkfræðingur, Magnús Karl Magnússon2,3,4 læknir, Þórarinn Guðjónsson1,2,3 náttúrufræðingur, Hannes Petersen1,7 læknir að nokkuð kæmi út. Sjúklingur var lagður inn til sýkla- lyfja- og sterameðferðar, fengin var tölvusneiðmynd af nefi og afholum nefs, sem sýndi fyrirferð í hægri kinn- holu með beineyðingu á aðlægum beinum, það er í átt að leyningi (pterygopalatine fossa), upp í augntótt og inn í nefhol. Einkenni sjúklings hurfu á lyfjameðferð og vegna anna í skóla var ákveðið að fresta aðgerð á kinn- holu um þrjá mánuði. Tæpum mánuði síðar kom sjúklingur aftur með sömu einkenni og var því framkvæmd holsjáraðgerð á nefi í byrjun nóvember 2009, en við aðgerð mátti sjá fyrirferð í hægri nös, útgengna frá kinnholunni og var hún fjarlægð og send í vefjagreiningu. Fengin var ráð- gjöf frá meinafræðideildinni við Massachusetts General Hos pital í Boston sem greindi æxlið fyrst sem cellular odontogenic myxoma. Þegar vefjagreining lá fyrir kom fram að sjúklingur hefði fundið fyrir dofa í tönnum og þrýstitilfinningu í hægri efri góm síðastliðið hálft ár. Aðgerðin létti einungis tímabundið á þrýstingi í kinn- inni enda ekki fullnægjandi hvað varðaði burtnám á þessu góðkynja æxli sem var samkvæmt upphafs vefja- greiningu talið vera útgengið frá tannvef. Nánari myndgreining staðsetti fyrirferðina við allar tennur í efri góm hægra megin að framtönnunum undanskildum og var augntönnin sjáanleg í jaðri fyrir- ferðarinnar. Því var afráðið að framkvæma aðgerð er tók til heildarburtnáms æxlis, það er hlutaburtnám tanna og tannberandi beins í efri kjálka hægra megin ásamt eyddri beinafmörkun kinnholunnar sömu megin, en aðgerðin var framkvæmd í lok árs 2009. Sjúklingur náði sér fljótlega og var einkennalaus allt fram í desember 2010 þegar skyndilega fór að blæða frá hægri nös. Við skoðun sást fyrirferð í nösinni, er reyndist vera af sömu vefjagerð og áður. Segulómun og tölvusneiðmyndir S J ú k R a T i l f E l l i H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 4 1 2 1 2 1 Vaxandi háþrýstingur? Lerkanidipin Actavis – Sértækur kalsíumgangaloki með aðalverkun á æðar 13 0/ 90 12 0/ 80 Virkt innihaldsefni: Hver 10 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg af lerkanidipín hýdróklóríði, sem samsvarar 9,4 mg af lerkanidipíni. Hver 20 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg af lerkanidipín hýdróklóríði, sem samsvarar 18,8 mg af lerkanidipíni. Ábendingar: Lerkanidipin Actavis er ætlað til meðferðar við vægum til meðal háum háþrýstingi (essential hypertension). Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Ráðlagður skammtur er 10 mg einu sinni á dag a.m.k. 15 mínútum fyrir mat. Auka má skammtinn upp í 20 mg eftir einstaklingsbundinni svörun hvers sjúklings. Skammtabreytingar ætti að gera í skrefum þar sem liðið geta u.þ.b. 2 vikur þar til blóðþrýstingslækkandi áhrif lyfsins eru að fullu komin fram. Sumir einstaklingar, sem ekki tekst að stilla með fullnægjandi hætti með einu blóðþrýstings- lækkandi lyfi, gætu haft gagn af því að bæta lerkanidipíni við meðferð með betablokka, þvagræsilyfi (hýdróklórtíazíði) eða angíótensín breytiensíma hemli. Þar sem svörunarferill skömmtunar er brattur en stöðugur við skammtastærð milli 20 og 30 mg, er ólíklegt að verkun aukist við stærri skammta, en hætta er á auknum aukaverkunum. Aldraðir: Þó gögn um lyfjahvörf og klínísk reynsla bendi ekki til að þörf sé á aðlögun skammtastærða ætti að gæta sérstakrar varúðar við upphaf meðferðar hjá öldruðum. Börn og unglingar: Ekki er mælt með notkun lerkanidipíns fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára þar sem ekki er nein klínísk reynsla af notkun þess hjá þeim. Skert starfsemi nýrna eða lifrar: Gæta þarf sérstakrar varúðar þegar meðferð sjúklinga með meðal til alvarlega nýrna- eða lifrarbilun er hafin. Þó þessir sjúklingar þoli hugsanlega venjulegan ráðlagðan skammt, þarf að fara varlega við aukningu skammta í 20 mg á dag. Blóðþrýstingslækkandi áhrif geta verið meiri hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi þannig að fyrir þá þarf að meta hvort aðlaga þurfi skammta. Ekki er mælt með lerkanidipíni fyrir sjúklinga með alvarlega lifrar- eða nýrnabilun (kreatínín úthreinsun < 30 ml/mín.). Lyfjagjöf: Töflurnar ætti að taka með vatni a.m.k. 15 mínútum fyrir mat. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju díhýdrópyridíni eða einhverju hjálparefnanna. Hindrun á útflæði frá vinstri slegli. Ómeðhöndluð hjartaþröng (congestive cardiac failure). Óstöðug hjartaöng. Minna en mánuður frá stíflufleyg í hjartavöðva. Alvarlega skert starfsemi nýrna eða lifrar. Samhliða notkun með: Sterkum CYP3A4 hemlum, ciclosporíni, greipávaxtasafa. Meðganga og brjóstagjöf. Konur á barneignaaldri nema notaðar séu virkar getnaðarvarnir. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (desember 2014): 10 mg, 28 stk.: 1.905 kr., 10 mg, 98 stk.: 3.550 kr., 20 mg, 98 stk.: 5.665 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: G. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning nýjustu samantektar um eiginleika lyfsins: Desember 2014. Desember 2014. 10 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur. 14 0/ 10 0 15 0/ 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.