Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 58
Staða yfirlæknis barna- og unglinga- geðlækninga við Sjúkrahúsið á akureyri Laus er til umsóknar staða yfirlæknis í barna- og unglingageðlækningum við barnalækningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða 100% starf eða starfshlutfall samkvæmt samkomulagi. Staðan veitist frá 1. maí 2015 eða eftir samkomulagi. Ábyrgðarsvið: Í starfinu felst greining og meðferð geðsjúkdóma og hegðunarraskana hjá börnum og unglingum. Starfið er teymisstarf en í BUG-teymi sjúkrahússins starfa sálfræðingur, iðjuþjálfi og geðhjúkrunarfræðingur. Náið samstarf er við BUGL. Starfinu fylgir þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun ungra lækna. Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í barna- og unglingageðlækningum. Til greina kemur að ráða barnalækni eða geðlækni með áhugasvið og reynslu innan fagsins. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu auk hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Innan barnalækninga SAk eru barnadeild með legudeild, dagdeild, göngudeild og nýburaeining og að auki þjónusta við börn og unglinga með geðvanda, BUG- teymi. Næsti yfirmaður er Andrea Andrésdóttir, forstöðulæknir barnalækninga, sem gefur nánari upplýsingar um stöðuna í síma 463-0100 eða á netfangi andrea@fsa.is. Einnig gefur Gróa B. jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs, upplýsingar um stöðuna í síma 463-0100 eða á netfangi groaj@fsa.is. Starfskjör fara eftir kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2015. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði Embættis landlæknis um læknisstöður, sem fæst á vef sjúkrahússins www.fsa.is til Elsu B. Friðfinnsdóttur, mannauðs- stjóra Sjúkrahússins á Akureyri, eða á netfangi elsa@fsa.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum. öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: öRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins sem er reyklaus vinnustaður. Staða sérfræðings í barnalækningum við Sjúkrahúsið á akureyri Laus er til umsóknar staða sérfræðings í barnalækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða 100% starf og veitist staðan frá 1. apríl 2015 eða eftir sam- komulagi. Ábyrgðarsvið: Starfinu fylgir vaktskylda, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk tækifæra til rannsóknavinnu. Starfið felur í sér þjónustu við sjúklinga á legudeild, göngudeild, bráðamóttöku og fæðingadeild. Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í barnalækningum. Við leitum að barnalækni með víðtæka reynslu í almennum barnalækningum og grunnþekk- ingu í nýburalækningum. Þekking í undirsérgrein er æskileg. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu auk hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina barnadeildin á landsbyggðinni. Hún þjónar aðallega íbúum Norður- og Austurlands, frá fæðingu til 18 ára aldurs. Á deildinni er legudeild með lítilli nýburaeiningu auk fjölbreyttrar göngudeildarstarfsemi. Deildin sinnir öllum almennum lyflækningum barna og léttari vandamálum nýbura, en auk þess dvelja börn með sjúkdóma á sviði almennra skurðlækninga, bæklunarlækninga, HNE-lækninga og kvensjúkdómalækninga á deildinni. Næsti yfirmaður er Andrea Andrésdóttir, forstöðulæknir barnalækninga, sem gefur nánari upplýsingar um stöðuna í síma 463-0100 eða á netfangi andrea@fsa.is Einnig gefur Gróa B. jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs, upplýsingar um stöðuna í síma 463-0100 eða á netfangi groaj@fsa.is. Starfskjör fara eftir kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2015. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði Embættis landlæknis um læknisstöður, sem fæst á vef sjúkrahússins www.fsa.is til Elsu B. Friðfinnsdóttur, mannauðs- stjóra Sjúkrahússins á Akureyri, eða á netfangi elsa@fsa.is Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum. öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: öRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins sem er reyklaus vinnustaður. a T V i n n a 58 LÆKNAblaðið 2015/101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.