Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2015, Page 58

Læknablaðið - 01.01.2015, Page 58
Staða yfirlæknis barna- og unglinga- geðlækninga við Sjúkrahúsið á akureyri Laus er til umsóknar staða yfirlæknis í barna- og unglingageðlækningum við barnalækningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða 100% starf eða starfshlutfall samkvæmt samkomulagi. Staðan veitist frá 1. maí 2015 eða eftir samkomulagi. Ábyrgðarsvið: Í starfinu felst greining og meðferð geðsjúkdóma og hegðunarraskana hjá börnum og unglingum. Starfið er teymisstarf en í BUG-teymi sjúkrahússins starfa sálfræðingur, iðjuþjálfi og geðhjúkrunarfræðingur. Náið samstarf er við BUGL. Starfinu fylgir þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun ungra lækna. Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í barna- og unglingageðlækningum. Til greina kemur að ráða barnalækni eða geðlækni með áhugasvið og reynslu innan fagsins. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu auk hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Innan barnalækninga SAk eru barnadeild með legudeild, dagdeild, göngudeild og nýburaeining og að auki þjónusta við börn og unglinga með geðvanda, BUG- teymi. Næsti yfirmaður er Andrea Andrésdóttir, forstöðulæknir barnalækninga, sem gefur nánari upplýsingar um stöðuna í síma 463-0100 eða á netfangi andrea@fsa.is. Einnig gefur Gróa B. jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs, upplýsingar um stöðuna í síma 463-0100 eða á netfangi groaj@fsa.is. Starfskjör fara eftir kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2015. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði Embættis landlæknis um læknisstöður, sem fæst á vef sjúkrahússins www.fsa.is til Elsu B. Friðfinnsdóttur, mannauðs- stjóra Sjúkrahússins á Akureyri, eða á netfangi elsa@fsa.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum. öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: öRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins sem er reyklaus vinnustaður. Staða sérfræðings í barnalækningum við Sjúkrahúsið á akureyri Laus er til umsóknar staða sérfræðings í barnalækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða 100% starf og veitist staðan frá 1. apríl 2015 eða eftir sam- komulagi. Ábyrgðarsvið: Starfinu fylgir vaktskylda, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk tækifæra til rannsóknavinnu. Starfið felur í sér þjónustu við sjúklinga á legudeild, göngudeild, bráðamóttöku og fæðingadeild. Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í barnalækningum. Við leitum að barnalækni með víðtæka reynslu í almennum barnalækningum og grunnþekk- ingu í nýburalækningum. Þekking í undirsérgrein er æskileg. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu auk hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina barnadeildin á landsbyggðinni. Hún þjónar aðallega íbúum Norður- og Austurlands, frá fæðingu til 18 ára aldurs. Á deildinni er legudeild með lítilli nýburaeiningu auk fjölbreyttrar göngudeildarstarfsemi. Deildin sinnir öllum almennum lyflækningum barna og léttari vandamálum nýbura, en auk þess dvelja börn með sjúkdóma á sviði almennra skurðlækninga, bæklunarlækninga, HNE-lækninga og kvensjúkdómalækninga á deildinni. Næsti yfirmaður er Andrea Andrésdóttir, forstöðulæknir barnalækninga, sem gefur nánari upplýsingar um stöðuna í síma 463-0100 eða á netfangi andrea@fsa.is Einnig gefur Gróa B. jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs, upplýsingar um stöðuna í síma 463-0100 eða á netfangi groaj@fsa.is. Starfskjör fara eftir kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2015. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði Embættis landlæknis um læknisstöður, sem fæst á vef sjúkrahússins www.fsa.is til Elsu B. Friðfinnsdóttur, mannauðs- stjóra Sjúkrahússins á Akureyri, eða á netfangi elsa@fsa.is Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum. öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: öRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins sem er reyklaus vinnustaður. a T V i n n a 58 LÆKNAblaðið 2015/101

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.