Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2015/101 27 runa í kólesteróli, eins og gallsölt, gallsýrur og mjög eðlislétt lípó- prótein (very low density lipoprotein, VLDL).24 Megináhrif statín- meðferðar er því lækkun LDL-kólesteróls í blóði en einnig verður væg lækkun þríglýseríða og væg hækkun HDL-kólesteróls.25 Að auki hafa statín áhrif sem ekki tengjast með beinum hætti magni kólesteróls eða LDL. Þetta eru svokölluð „pleiotrófísk“ áhrif en orðið kemur úr grísku og vísar til fjöl- eða margþættra áhrifa. Þar skipta mestu máli bólguhamlandi áhrif en einnig örvandi áhrif á æðaþel, sérstaklega á myndun köfnunarefnisoxíðs.26 Ekki er fylli- lega ljóst hversu miklu máli þessi áhrif skipta í meðferð sjúklinga með æðakölkun en þau eru mjög áhugaverð og í dag er margt sem bendir til að þau geti verið mikilvæg.27,28 Hvernig verka statín á æðakölkunina? Niðurstöður úr bæði dýratilraunum og framskyggnum íhlutun- arrannsóknum benda til þess að statínmeðferð geti stöðvað og í sumum tilvikum snúið við æðakölkunarferlinu.5 Sennilega skiptir þó mestu að statín breyta samsetningu æðakölkunarskellna (mynd 1).29 Fyrst eflist starfshæfni æðaþelsins, en smám saman minnkar einnig rúmtak fitukjarnans. Samhliða fækkar bólgufrumum og bandvefslagið sem skilur að fitukjarnann og æðaholið þykknar.30 Skella sem fyrir meðferð er mjúk, fiturík og bólgin þróast smám saman í bandvefsríkari og þéttari skellu sem er síður líkleg til að rofna og hleypa af stað segamyndun (mynd 1). Frá því niðurstöður 4S-rannsóknarinnar (Scandinavian Sim- vastatin Survival Study) birtust 1994, hefur hver rannsóknin rekið aðra sem sýna verulegan ávinning af statínmeðferð.23 Rannsóknir þessar hafa beinst að sjúklingum með og án kransæðasjúkdóms, jafnt með háar blóðfitur sem lágar. Ávinningur er mestur fyrir sjúklinga með mikla áhættu á kransæðasjúkdómi þótt hlutfallsleg áhættuminnkun sé svipuð.31 Statínmeðferð hefur lækkað heildar- dánartíðni, dánartíðni vegna kransæðastíflu, nýgengi kransæða- stíflu, þörf fyrir hjáveituaðgerðir og kransæðavíkkanir. Allt hefur þetta lækkað kostnað í heilbrigðiskerfinu. Til viðbótar áhrifum statína á hjarta virðist tíðni sumra krabbameina lækka32 og jafn- vel tíðni ýmissa annarra sjúkdóma eins og Parkinsonssjúkdóms, segareks frá bláæðum og gáttatifs. Þessar niðurstöður þarfnast þó frekari rannsókna.5,33 Algengustu aukaverkanir statína eru vöðvaverkir sem geta verið til verulegs ama og truflað eða komið í veg fyrir lyfjagjöf.34 Statín virðast einnig hækka tíðni sykursýki af tegund tvö meðal einstaklinga sem hafa aukna áhættu á sjúk- dómnum.35 Í dag mæla allar alþjóðlegar leiðbeiningar með stat- ínum í meðferð sjúklinga með þekktan kransæðasjúkdóm6,31,36 Í nýjum bandarískum leiðbeiningum er þó til viðbótar mælt með því að setja kransæðasjúklinga á háskammta statínmeðferð, ef hún þolist, en horfið frá því að nota tiltekin tölugildi LDL-kólesteróls sem meðferðarmarkmið.37 Meðferð til að hindra fylgikvilla æðakölkunar - blóðflöguhemjandi lyf Eitt helsta markmið í meðferð kransæðasjúkdóms er að hindra eða meðhöndla fylgikvilla æðakölkunar. Margir þessara fylgikvilla, og meðferð við þeim, eru raktir í köflum um brátt kransæðaheil- kenni, kransæðavíkkanir og hjáveituaðgerðir. Hér er aðeins minnst á hið gamalgróna lyf acetýlsalisýlsýru eða aspirín. Í tengslum við æðakölkunarsjúkdóm er það notað í litlum skömmtum, 75-150 mg/dag, og er mikilvægi þess áréttað í öllum klínískum leiðbein- ingum.38 Þótt aspirín hindri cyclóoxygenasa í æðaþeli, og dragi þar með úr framleiðslu prostacýklíns sem hindrar segamyndun, vegur þyngra að lyfið letur myndun thromboxans A2 í blóð- flögum en það er segahvetjandi.39,40 Blóðflögur hafa ekki kjarna. Eftir að cyclóoxygenasi í blóðflögum hefur verið acetýleraður geta blóðflögurnar ekki endurheimt getu til thromboxanframleiðslu. Æðaþelsfrumur framleiða hins vegar nýjan cyclóoxygenasa. Í þessu sambandi skiptir einnig máli að framleiðsla á prostacýklíni er verulega skert í kalkaðri æð, sem raskar jafnvægi milli prosta- cyklíns og thromboxans. Áhrif aspiríns á thromboxan A2 vegur því þyngra en áhrif þess á framleiðslu prostacyklíns og þannig fæst segavörn sem munar um. Ef aspirín þolist ekki koma aðrir blóðflöguhemlar eins og klópidrógel og skyld lyf til greina. Þessi lyf eru mikilvæg viðbót við aspirín þegar segahætta er mikil, til dæmis fyrstu mánuðina eftir að stoðneti hefur verið komið fyrir í kransæð.41 Með vaxandi skilningi á meinþróun æðakölkunar er líklegt að þróun nýrra lyfja fái byr undir báða vængi. Lyfjaprófanir eru Mynd 2. Kransæðamynd sem sýnir lokun á vinstri framveggskvísl (ör, a) sem var enduropnuð með belgvíkkun og síðan sett inn stoðnet (b). Mynd: Ragnar Danielsen. a b Y f i R l i T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.