Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 26

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 26
26 LÆKNAblaðið 2015/101 framleiðir við eðlilegar aðstæður, en í sjúkum slagæðum er fram- leiðslan skert og nýting köfnunarefnisoxíðs í ójafnvægi.9 Langvirk nítröt (mónónítrat, dínítrat) koma í veg fyrir blóð- þurrð á sama hátt og þau stuttverkandi. Þrátt fyrir ótvíræð áhrif á einkenni hefur ekki tekist að sýna fram á að nítroglýserín bæti horfur kransæðasjúklinga, ef undan eru skildir sjúklingar með hjartabilun. Nýlega hafa verið vangaveltur um það hvort notkun langvirkra nítrata kunni að skaða starfsemi æðaþelsins.10 Alþjóð- legar leiðbeiningar mæla þó enn hiklaust með notkun nítróglý- serínlyfja við kransæðasjúkdómi.6,8 β-blokkar Notkun β-blokka er grundvallarmeðferð í kransæðasjúkdómi, ekki síst fyrir veikustu sjúklingana sem nýlega hafa fengið hjarta- drep eða hafa einkenni hjartabilunar.6,11 Helstu áhrif β-blokka er að hægja á hjartslætti og lækka blóðþrýsting. Við þetta minnka súrefniskröfur hjartans og um leið líkur á blóðþurrðareinkennum. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á notagildi β-blokka til að fyrir- byggja blóðþurrðareinkenni og bæta horfur sjúklinga eftir hjarta- drep, hvikula hjartaöng og hjartabilun.12-14 Kalsíumblokkar Aðallega er um tvenns konar lyf að ræða í þessum lyfjaflokki. Annars vegar eru lyf af flokki díhýdrópýridína eins og amlódipín, felódípin og nifedipín. Þau koma í veg fyrir blóðþurrð með því að auka súrefnisframboð með beinni víkkun kransæða, en einnig minnka þau súrefniskröfur með því að lækka blóðþrýsting.6 Í nýjustu leiðbeiningum evrópsku hjartalæknasamtakanna, ESC, er vakin athygli á fjölmörgum rannsóknum sem sýna sambærilegan árangur af notkun díhýdrópýridína og β-blokka í langvinnum kransæðasjúkdómi, og jafnvel minni aukaverkanir.15,16 Verampa- míl er af öðrum meginflokki kalsíumblokka. Auk þess að víkka æðar hægir verampamíl á hjartslætti og dregur úr samdráttar- krafti hjartans og hefur því svipuð áhrif og β-blokkar á eftirspurn eftir súrefni. Það nýtist því sem varalyf fyrir β-blokka hjá sjúk- lingum með kransæðasjúkdóm. Hugsanlega hefur verampamíl verið vannýtt því nýleg samanburðarrannsókn sýndi fram á svip- aðan árangur af verapamíli og metaprólóli í meðferð á hjartaöng.17 Diltíasem er þriðji flokkur kalsíumblokka og hefur blönduð áhrif hinna tveggja flokka kalsíumblokka.18 Ný lyf við hjartaöng Nokkur ný lyf geta komið til álita við meðferð á hjartaöng. Þessi lyf eru komin á markað víða erlendis og hafa fengið jákvæða umfjöllun í nýjustu klínísku leiðbeiningum.6 Ivabradine hægir á hjartslætti, en gagnstætt β-blokkum og kalsíumblokkum hefur það engin áhrif á samdráttarkraft hjartans. Það verkar á jónagöng í sínushnútnum og kemur sérstaklega til álita í meðferð ef β-blokk- ar þolast ekki eða skila ófullnægjandi árangri.19 Lyfið nicorandil örvar guanylate cyclasa og víkkar æðar á líkan hátt og nítröt. Auk þess veldur það æðavíkkun í gegnum áhrif á K-jónagöng og Ca- dælur í vöðvafrumum.20 Nicorandil lofar góðu en klínískt nota- gildi þess hefur lítið verið rannsakað. Trimetazidine dregur úr blóðþurrðareinkennum í gegnum áhrif á efnaskipti í hjartavöðv- anum. Það hefur svipuð áhrif á hjartaöng og própranólól í lágum skömmtum.21 Trimetazidine hefur þó ekki enn verið rannsakað í stórum slembirannsóknum.6 Ranolazine er nýtt lyf sem minnkar natríumháð kalsíumstreymi inn í hjartavöðvann í blóðþurrð og hefur þannig jákvæð áhrif á slökun og súrefnisþörf. Lyfið kemur helst að notum í stöðugri hjartaöng. Vegna lítilla áhrifa á hjart- sláttarhraða og blóðþrýsting hentar lyfið sjúklingum með hægan hjartslátt og/eða lágþrýsting. Sýnt hefur verið fram á að brjóst- verkjaköstum fækkar en hvorki lækkaða dánartíðni eða fækkun hjartaáfalla.22 Lyf sem hindra eða snúa við framvindu æðakölkunar Með tilkomu HMG-CoA-redúktasa blokka, svokallaðra statína, urðu straumhvörf í meðferð og forvörnum kransæðasjúkdóms.23 HMG-CoA-redúktasinn er lykilensím í myndun kólesteróls. Þegar virkni þess er hindruð dregur úr eigin kólesterólframleiðslu frumna og tjáning LDL-viðtaka á frumuyfirborðinu eykst.5 Meira er því tekið upp af LDL úr blóði þannig að styrkur þess í blóði lækkar. Þótt flestar frumur í líkamanum tjái LDL-viðtaka munar langmest um lifrina sem framleiðir fjölmörg efni sem eiga upp- Mynd 1. Teikning sem sýnir hvernig statín geta breytt óstöðugri æðaskellu í stöðuga. Endurgerð: Guðbjartur Kristófersson. Y f i R l i T Eðlilegt æðaþel Stór fitukjarni Óstöðug fiturík æðaskella Stöðug fiturík æðaskella Lítill fitukjarni Þykk bandvefshetta, lítil hætta á rofiÞunn bandvefshetta, hætta á rofiSár á æðaþeli – starfsemi trufluð Mikill fjöldi bólgufrumna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.