Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2015, Side 48

Læknablaðið - 01.01.2015, Side 48
48 LÆKNAblaðið 2015/101 U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R „Í hnotskurn erum við að endursemja nálgun alls heilbrigðisstarfsfólks að umönnun sjúklinga,“ segir Jason Stein sem var sérstakur gestur á lyflæknaþingi á dögunum og flutti athyglisvert erindi um breytingar í vinnu- og verkferlum sjúkradeilda. „Við þurfum að spyrja okkur hvers vegna við erum ekki að koma upplýsingum nægilega vel á milli starfsmanna við óbreyttar aðstæður og eftir því sem hrað- inn eykst verður þetta að vandamáli sem æ erfiðara er að yfirstíga,“ segir Stein og kveður þetta að nokkru leyti afturhvarf til þess tíma á sjúkrahúsum er sjúklingar fengu persónulegri meðferð. „Með síaukn- um kröfum um hraða hefur sjúklingurinn orðið útundan í vissum skilningi og þetta er viðleitni til að snúa þeirri þróun við en jafnframt höfum við nýtt okkur nýjustu aðferðir í breytinga- og verkefnastjórnun til að standast kröfur nútímans um sjúkra- húsrekstur,“ segir Stein. Hann segir aðferðina ótvírætt hafa skilað árangri. Morgunfundur með þátttöku allra Jason Stein er yfirlæknir á lyflækninga- deild Emory-háskólasjúkrahússins í Atlanta í Bandaríkjunum og er jafnframt yfirmaður gæðamála á því stóra sjúkra- húsi. Hann hefur skipulagt og haft umsjón með skipulagsbreytingum á fjölda sjúkra- húsdeilda víðsvegar um Bandaríkin og Ástralíu. „Ef við berum saman hina hefðbundnu meðferð og þetta módel, lítur hinn dæmi- gerði morgunn á sjúkrahúsdeild þannig út að starfsmenn eru að sinna sjúklingi hver af öðrum, án þess að eiga skipuleg samskipti sín á milli, og samskipti þeirra við sjúklinginn eru tilviljanakennd og eiga sér ekki stað samtímis. Okkar módel byggir á því að allir starfsmenn sem sinna Með því að hægja á okkur aukast afköstin – frá málþingi á lyflæknaþingi ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson nordic Specialist Course in Palliative Medicine 2015-2017 lokadagur umsókna – 15.03.2015 Samnorrænt sérfræðinám lækna í líknarmeðferð Lífið, samtök um líknarmeðferð á Íslandi hefur í samvinnu við norræn sérfræðifélög líknarlækna staðið fyrir sérfræðinámi í líknarmeðferð fyrir lækna frá og með haustinu 2003. Námið er einungis ætlað þeim sem hafa lokið sérnámi í læknisfræði. Sjöunda námskeiðið hefst haustið 2015. Námið er tveggja ára fræðilegt nám sem skipt er upp í sex 5 daga námskeið: 1. Introduction to palliative medicine and to course projects. Symptom management in palliative care. Þrándheimur, 21. – 25. september 2015. 2. The imminently dying. Audit in palliative care. Helsinki, 25. - 29. janúar 2016. 3. Communication I. Ethics. Teamwork. Malmö, 11. - 15. maí 2016. 4. Decision making in palliative medicine. Emergencies in palliative medicine. Complementary and alternative treatments. organisation of palliative care in the Nordic countries. Teaching. Follow up on course projects. Bergen, 26. - 30. september 2016. 5. Communication II. Pain. Follow up on course projects. Kaupmannahöfn, 23. - 27. janúar 2017. 6. Management and organisation. Palliative care in non-malignant diseases. Presentation of research projects. Examination and evaluation. Stokkhólmur, 24. - 28. apríl 2017. Námskeiðunum fylgja heimaverkefni, þátttakendur þurfa að skila afmörkuðu rannsóknarverkefni og skriflegt próf er í lokin. Kennt er á ensku. Tveir Íslendingar eiga þátttökurétt. Sjá nánar á vefsíðu: www.nscpm.org Námskeiðskostnaður er alls 4800 evrur, auk húsnæðis og fæðis. Áhugasamir hafi samband við Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni líknardeildar Land- spítala í Kópavogi, sem gefur allar frekari upplýsingar, sendir út umsóknareyðublöð og er tilbúin að aðstoða við styrkumsóknir. Sími: 543 6337/ 825 5018, netfang: valgersi@landspitali.is Líknarlækningar eru viðkennd sérfræðigrein í Bretlandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og Finnlandi, í nokkrum Austur-Evrópulöndum og í Asíu. Þær eru viðurkenndar sem undirsérgrein í Noregi og Danmörku og verða það í Svíþjóð 2015. Námskeiðið spannar þá fræðilegu þekkingu sem krafist er fyrir viðurkenningu líknarlækninga sem undirsérgreinar á Norðurlöndum. Sótt hefur verið til velferðarráðuneytisins um viðurkenningu líknarlækninga sem undirsérgreinar á Íslandi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.