Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 13
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 13
FRÉTTIR
Hámarkaðu nýtingu
rýmisins með skápum
frá RÝMI ehf.
Rými ehf. • Háteigsvegi 7 • 105 Reykjavík • Sími: 511 1100
Davíð Oddsson utan-
ríkisráðherra klippir hér
á borðann og opnar
formlega nýja verk-
smiðju Lýsis í Örfirisey.
Með honum á myndinni
er Katrín Pétursdóttir,
forstjóri Lýsis.
Davíð Oddsson utanríkisráðherra opnaði
nýja verksmiðju Lýsis í Örfirisey með því að
klippa á borða sem var tákn um vígslu verk-
smiðjunnar. Verksmiðja Lýsis er sú stærsta
sinnar tegundar í heiminum. Mikið fjölmenni
var við opnunarhátíðina.
„Loksins er langþráður draumur okkar
að rætast,“ sagði Katrín Pétursdóttir,
framkvæmdastjóri Lýsis. „Aðstaðan við
Grandaveg, þar sem fyrirtækið hefur verið til
húsa frá stofnun árið 1938, var fyrir löngu
orðin allt of lítil. Það eru því mikil umskipti
fyrir okkur að flytja í þetta glæsilega 4.400
fermetra hús, sem búið er fullkomnasta
tæknibúnaði sem völ er á.“
Framkvæmdir hófust í ársbyrjun 2004.
Íslenskir aðalverktakar og Vélsmiðjan
Héðinn önnuðust verkið og Landsbanki
Íslands sá um fjármögnun.
Davíð klippti
á Lýsisborðann
Heimsforseti JCI (Junior Chamber
International), Kevin Cullinane frá Írlandi
var í opinberri heimsókn á Íslandi fyrir
nokkrum vikum. Ákveðið var meðan á
dvöl hans stóð að Nýsköpun 2005 yrði í
samstarfi við JCI Ísland í samkeppni um
Bestu viðskiptaáætlunina, en JCI stendur
fyrir alþjóðlegri keppni. Samstarfið mun
auka möguleika þeirra sem taka þátt í
báðum keppnum á að fá viðurkenningu
fyrir sínar áætlanir. Kevin Cullinane var
boðið í heimsókn í alþingishúsið þar
sem ungir þingmenn sýndu honum húsa-
kynnin.
Heimsforseti JCI á Íslandi
Heimsforseti JCI,
Kevin Cullinane,
annar frá hægri í
fremstu röð, ásamt
JCI félögum, ungum
stjórnmála mönnum
og þingmönnum í
alþingishúsinu.