Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 97
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 97
SUMARIÐ ER TÍMINN
„Við systkini mín og makar höfum
farið saman í nokkurra daga gönguferð
mörg undanfarin sumur,“ segir Þorgeir
Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar
Odda. Sú ferð sem er honum hvað hug-
stæðust var farin frá Borgarfirði eystri
fyrir nokkrum árum en þangað eiga
Þorgeir og systkini hans rætur að rekja.
Gengið var í víkurnar, Loðmundarfjörð og
yfir í Seyðisfjörð.
„Tilkomumikið landslag og stemmn-
ing í eyðifirði eins og Loðmundarfirði er
eitthvað sem við sækjumst eftir,“ segir
Þorgeir. Bætir við að í þessari ferð hafi
fararstjórinn sem þau systkinin fundu fyrir
austan, Jón bóndi Sigurðsson á Sólbakka
í Borgarfirði, gert ferðina eftirminnilega.
„Hann fór í kaupfélagið og fékk sér
stígvél, hnýtti léreftspoka á bakið á
sér með nestinu og arkaði af stað með
okkur. Hann notaði tækifærið fyrst verið
var að rölta þetta í erindisleysu og hljóp
upp á hvern hól til að líta eftir kindum.
Við héldum vart í við hann í okkar Goritex
göllum og sérhönnuðum gönguskónum,
öll áratugum yngri en Jón. Fróður maður
um sögu byggðarlagsins og sagði
skemmtilega frá og þekkti hverja þúfu.
Það er ógleymanlegt og undirstrikar
hversu mikilvægt er að vera með kunn-
ugum þegar farið er um landið,“ segir
Þorgeir Baldursson.
Í fylgd með fróðum manni
„Stemmning í eyðifirði er eitthvað
sem við sækjumst eftir,“ segir
Þorgeir Baldursson,
forstjóri Odda.
Rakið dæmi - gasyljari á
veröndina. Sverrir Einarsson
í Húsasmiðjunni á Selfossi.
Hér er gönguhópurinn staddur ofan við Grenivík á leið í Fjörður.
Frá vinstri: Hildur Baldursdóttir, Eyþór Baldursson, Sólveig Baldursdóttir,
Hilmar Baldursson, Gunnar Hrafnsson, Brynja Laxdal, Vigdís Hauksdóttir,
Ragna Gunnarsdóttir, Þorgeir Baldursson og Bjarni Finnsson.
ÞORGEIR BALDURSSON: