Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 SUMARIÐ ER TÍMINN Brennandi golfáhugi meðal starfsmanna Hönnunar leiddi til þess að geta boðið sérhannaðar lausnir fyrir golfvelli. Nú færist í vöxt að gerðar séu GPS mælingar af brautum vall- anna, sem hægt er að færa inn í kortagrunn, þar sem nákvæmni lengda og hæða er sýnd með mikilli nákvæmni. Mælipunktarnir eru færðir inn og með grafískum þrívíddarlausnum er hægur vandi að búa til myndskeið af golfvöllum og einstökum brautum. Þrívídd- armyndskeiðin má hafa á geisladiski eða á heimasíðu viðkomandi vallar, eins og tíðkast erlendis. Útsendingar frá stórmótum í golfi erlendis eru gjarnan með slíkum yfirlitsmyndum, eins og íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja vel. Nákvæmar mælingar „Hér áður voru það einkum kylfingarnir sjálfir sem hönnuðu vellina og svo er að miklu leyti enn. Á síðari árum hafa komið til sögunnar menntaðir golfvallaarkitektar sem sjá um hönnun nýrra golfvalla og tæknimenn taka í auknum mæli þátt í undirbúningi framkvæmda. Við hjá Hönnun höfum til dæmis hannað jarðvegsframkvæmdir og unnum útboðsgögn með verklýsingum og -teikningum vegna framkvæmda við golfvöll GKG við Vífilsstaði,“ segir Finnur Jónsson verkfræðingur sem hefur verið tengdur golfi allt frá síðari heimstyrjöld. Þeir Sveinn Bjarnason þrívíddarhönnuður og Ásbjörn Jónsson tæknifræðingur segja skynsamlegt að gera nákvæmar mælingar á golfvöllum strax þegar framkvæmdir standa yfir. Þannig megi spara mikinn óþarfa kostnað sem fallið geti til á seinni stigum. „Góðir kylfingar vilja hafa helstu kennileiti á og umhverfis hverja braut færð í vall- arvísi með fjarlægð frá holu, þannig að þeir geti slegið hvert einasta högg með tilliti til nákvæmrar lengdar og staðsetningar. Þegar kylfingar verða þjálfaðri snýst málið ekki endilega um að slá sem lengst í hvert sinn, heldur að slá hvert högg hnitmiðað. Tilgang- urinn er augljóslega að bæta skorið,“ segja þeir félagar. Hönnunarmótið í golfi Allmargir nýir golfvellir hafa verið hannaðir hér á landi síðustu árin eða hinir eldri endurbættir. Fer það saman við mjög aukinn áhugi almennings á þessu sporti en áhugi á því tók mjög að aukast fyrir um tíu til fimmtán árum og ekkert lát hefur orðið á síðan. Alls eru komnir um 25 góðir golfvellir innan 100 km fjarlægðar frá Reykjavík. Hönnun hefur komið að málum við gerð nokkurra þessara valla. Um það bil 25 starfsmenn Hönnunar í Reykjavík spila golf reglu- lega. Þann 9. júní næstkomandi heldur Hönnun árlegt boðsmót sem kennt er við fyrirtækið og hefur verið efnt til mörg undanfarin ár. Hinir kappsömu Hönnunarmenn láta sér ekki einasta duga að slá kúlurnar úti á grænum völlum, heldur eru þeir einnig með sérstakan golfhermi og þar til gerðar brautir í kjallara höfuðstöðva Hönnunar að Grensásvegi 1 í Reykjavík. Hönnun er stærsta verkfræðistofa landsins, með vel á annað hundrað manns í vinnu. Verkefni stofunnar eru mjög fjölþætt, og hafa á undanförnum misserum mikið verið tengd stóriðju og virkjun- arframkvæmdum. Þess má einnig geta að Hönnun var valið fyrirtæki ársins 2005 í hópi stærri fyrirtækja meðal félagsmanna VR. Golfvellir í GPS Golfbrautin teiknuð í þrívídd og hægt að meta fjarlægðir mjög nákvæmlega með gerð vallarvísa. Sérhannaðar lausnir. Fjölþætt þjónusta. Hönnun: „Að slá hvert högg hnit- miðað,“ segja golfar- arnir Sveinn Bjarnason, Ásbjörn Jónsson og Finnur Jónsson hjá verk- fræðistofunni Hönnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.