Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 40

Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 Idol og Nylon Jafnhliða tónleikahaldi ýmiss konar hefur Einar Bárðarson einnig með höndum umboðsmennsku fyrir stöku íslenska lista- menn. Löngu áður en úrslitin í Idol-keppn- inni voru kunn leitaði Stöð 2 til hans um að taka sigurvegarann í fóstur og koma á fram- færi. „Þetta gekk eftir og samstarfið við Hildi Völu, nú söngkonu í Stuðmönnum, hefur verið frábært. Hún veit nákvæmlega hvað hún vill sjálf og er mikil fagmaður, sem gerir samstarfið miklu auðveldara en ella væri,“ segir Einar. Stærsta verkefni hans á þessu sviði er þó tvímælalaust Nylon-flokkurinn, sem á síðasta ári hefur notið mikilla vinsælda hér heima. Landvinningar í Bretlandi eru í bígerð og meðal annars hefur hljómplöturisinn Virgin sýnt Nylon áhuga. „Tíminn verður að leiða í ljós hvort að við náum árangri í Bretlandi. Ég hef þó alltaf haft tröllatrú á stelpunum, þær eru stútfullar af hæfileikum. Að komast inn á markaðinn ytra er vissulega bæði tímafrekt og rosalega dýrt, en ég finn hins vegar að menn ytra þekkja orðið talsvert til íslenskrar tónlistar og þess sem héðan kemur. Útrás íslenskra verslunar- og fjármálafyrirtækja inn á Bretlandsmarkað hefur sömuleiðis hjálpar okkur. Ísland er komið á kortið.“ Ætlar sér 25% markaðshlutdeild Áætla má að tónleikahald líkt því sem Concert stendur að sé útvegur sem veltir um 500 til 700 milljónum króna á ári. „Sam- kvæmt þessum veltutölum er ég líklega með um tuttugu prósent af þessum mark- aði og ætla mér að ná 25% stöðu á þessu og næsta ári, þótt stærðin sé ekki endilega kappsmál. Að gera hlutina vel og halda sjó er það sem mér finnst mest um vert. Vissulega hefur verið gullgrafarablær yfir þessum atvinnuvegi, en ég vara við slíkum hugsunarhætti. Menn verða að taka þetta af fullri alvöru, því ekkert má út af bregða. Í þessum rekstri er ef til vill mesti sigurinn sá að hafa tekist að halda sjó og verið í sókn. Fyrir svo utan að hlakka ævinlega að fara í vinnuna á morgnana og fyrir slíkt er talsvert gefandi.“ „Tíminn verður að leiða í ljós hvort við náum árangri í Bretlandi. Ég hef þó alltaf haft tröllatrú á stelpunum, þær eru stútfullar af hæfileikum.“ Alice Cooper. Norræn samvinna. Norska söngkonan Sissel Kirkjebo gerði góða lukku þegar hún hélt tónleika hér á landi. Hér sést hún með Einari og Guðmundi Gíslasyni, umboðs- manni sínum, sem búsettur er í Noregi. The Shadows. T Ó N L E I K A H A L D
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.