Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 37

Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 37
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 37 E inar Bárðarson hefur verið einn áhrifamesti maðurinn í íslensku tónlistarlífi síðustu árin. Fyrirtæki hans, Concert ehf., hefur á síðustu þremur árum verið í örum vexti og er nú einn stærsti tónleikahaldari landsins og án efa öflugasta umboðsskrifstofan. Árið í ár verður það umsvifamesta í sögu fyrir- tækisins og þegar því lýkur má gera ráð fyrir að það verið búið að halda tíu til tólf tónleika með erlendum listamönnum. Þá stefnir Einar á aukna útgáfu - jafnframt því sem hann stefnir í landvinninga með Nylon- flokknum í Bretlandi. Fjölmargir erlendir listamenn hafa komið til lands á vegum Einars síðustu árin. Hér má nefna Kiri Te Kanawa, Diana Krall, Deep Purple, Van Morrison, Olsen bræð- urna dönsku, Jarvis Cocker, Marianne Faith- ful, Slade, Jose Carreras, Shadows, Alice Cooper, og Sissel Kirkjebo. Þá hefur Einar einnig verið umboðsmaður margra vinsæl- ustu skemmtikrafta landsins, svo sem Skíta- mórals, SSSól, Jet Black Joe, Írafárs, Nylons og Idolstjörnunnar Hildar Völu. Gera tónlistina að aðalstarfi „Satt að segja ætlaði ég mér aldrei að leggja skemmtana- eða tónleikahald fyrir mig sem atvinnu. Mér fannst alltaf hallærislegt að vera kallaður umboðsmaður og var alltaf á leiðinni að verða eitthvað miklu merkilegra,“ segir Einar og hlær. Hann nam markaðsfræði við Arizona State háskólann í Phoenix í Bandaríkjunum. Segist með því hafa ætlað að skapa sér tækifæri á starfi við markaðsmál, rétt eins og hugur hans stóð til. Fyrsta verkefni Ein- ars eftir heimkomu var að stýra veitinga- staðnum Hard Rock í Kringlunni en um ári síðar var hann ráðinn markaðsstjóri netmið- ilsins Vísis. En tónlistin togaði í „Það var haustið 2001 sem ég tók meðvitaða ákvörðun um að gera tónlistina að mínu aðal- starfi. Ég gerði mér vissulega grein fyrir að þetta yrði erfitt, en tilraunarinnar virði. Þótt- ist vita að með útsjónarsemi við að koma með nýja atburði væri möguleiki að búa til lítið fyrirtæki í kringum svona starfsemi. Ég gaf mér fimm ár í verkefnið, en þurfti aðeins fáein misseri til að sjá og finna að grund- völlur væri fyrir starfsemi af þessum toga.“ Ríkur af reynslu Eftir sumarið 2001 fór Einar í tvö verkefni sem bæði urðu mjög áberandi. Hið fyrra var þátttaka fyrir hönd Íslendinga í Evróvision það árið - og það seinna útihátíð á Kaldár- melum, sem nefnd var Eldborg. „Eldborgin var dýr tilraun. Vissulega fór eitthvað úrskeiðis en gagnrýnin sem við fengum var mjög ómakleg. Eftir hátíðina bár- ust sjö nauðgunarkærur og eins og stundum gerist í umræðunni var umfjöllun um þau Einar Bárðarson rekur öflugustu umboðsskrifstofu landsins, Concert. Einar er einn stærsti tónleika- haldarinn hér á landi og á vegum hans koma flestir erlendu tónlistarmennirnir. UMBOÐSMAÐUR ÍSLANDS T Ó N L E I K A H A L D
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.