Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 101

Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 101
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 101 Hönnun: MJÓLK Í LISTAVERKI Í versluninni Casa fást mjólkurglös frá þýska fyrirtækinu Ritzenhoff. Glösin eru hin skrautlegustu en á hverju glasi er mynd eftir listamann. Erró er einn þess- ara listamanna. Starfsmaður hjá Casa benti á að myndin eftir Erró virtist vera „abstract“ - en þegar mjólkin er komin í glasið kemur andlit í ljós. Þá fæst mjólkurkanna með sömu mynd. Starfsmaður- inn í versluninni, sem er eins og listasafn hvað varðar bæði húsgögn og smávöru, sagði að það væri forgangsatriði hjá Erró að blanda saman ólíkum stefnum og straumum hvað listina varðar. „Ég er ein af þeim sem er með stafla af bókum á náttborðinu.“ Uppáhaldsvínið: PRÓFAR SÍFELLT NÝJAR TEGUNDIR Bókin: NOKKRAR Á NÁTTBORÐINU Hún var orðin læs þegar hún var fjögurra ára. Hún fékk lömunar- veiki þegar hún var sex ára og var rúmföst í talsverðan tíma. Þá kom það sér vel að vera orðin læs og pabbi hennar færði henni ævintýri H. C. Andersen í nokkrum bindum. Þremur árum síðar var hún farin að lesa Íslendingasögurnar – á frummálinu. ,,Ég er ein af þeim sem er með stafla af bókum á náttborðinu,” segir Ólöf Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hér og nú mark- aðssamskipta. ,,Ég les gjarnan nokkrar bækur í einu. Núna eru t.d. á náttborðinu tvær fagbækur; annars vegar „Japanese Graphics Now“ og rit frá Dansk Design Center um „design af visuel identi- tet“. Ég verð fljótlega óþolinmóð ef texti fullnægir ekki kröfum mínum. Þá legg ég verkið frá mér. Annars fer það eftir skapinu hverju sinni hvernig bækur ég les. Aðspurð hvort hún muni eftir einhverjum sérstökum gull- mola segir Ólöf: „Bók Fríðu Á. Sigurðardóttur, „Meðan nóttin líður“, heillaði mig mjög þegar hún kom út. Ég man að ég keypti hana strax, gat ekki beðið til jól- anna. Ég vil líka nefna ljóðabókina „Lauf og stjörnur“ eftir Snorra Hjartarson. „Mér finnst mest spennandi að prófa sífellt nýjar tegundir, bera saman og spá og spekúlera.“ Karl Þór Sigurðsson, fjár- málastjóri Austurbakka hf., er í vínklúbbi. Hann segir að því fleiri vínteg- undir sem hann prófar og því meira sem hann lærir um vín, þeim mun betur geri hann sér grein fyrir hve lítið hann veit um vín. ,,Þetta er það sem gerir vín heillandi. Hér gildir fyrst og fremst smekkur hvers og eins. Það má lengi spyrja sig að því hvort sé betra létt vín eða þungt og hvaða þrúgur manni líkar best við. Mér finnst mest spennandi að prófa sífellt nýjar tegundir, bera saman og spá og spekúlera. Ég held mig því sjaldan lengi við sömu víntegundir.“ Í fyrra voru Marlot-vín í uppáhaldi; en svo er ekki lengur. „Ég held í dag mest upp á Cabernet Sauvignon og aðrar kröft- ugri tegundir. Ekki má gleyma ítölsku Antinori- vínunum. Toscana-vín eru því nú ofarlega á vinsældalistanum. Næst víni gamla heimsins kemur vín frá Kaliforníu. Robert Mondavi eru þar efst á lista.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.