Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 61
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 61 íþróttafjárfestingum og keypti Tampa Bay Buccaneers 1995 fyrir 192 milljón ir dala. Liðið var frægt fyrir slæmt brautargengi en hann sneri málunum við, klæddi liðið í nýja liti, fékk þekktan þjálfara og viti menn: Buccs reis úr öskustónni og vann Super Bowl 2003. Nú er liðið líka metið á 780 milljón ir dala. Samt sem áður er Glazer ekki vinsæll hjá öllum í Tampa því hann hefur reynt að fá borgina til að hósta upp skattamilljónum í nýjan leikvang, sem ýmsum finnst að hann ætti sjálfur að fjármagna. Það vakti líka gremju ýmissa framámanna þar þegar Glazer mætti ekki á fund sem átti að blása krafti í tilraunir borgarinnar til að halda Super Bowl 2009. Og það versta er að nú gengur Buccs ekki lengur vel og ýmsir kenna Glazer um. Þegar Glazer hóf að kaupa hlutabréf í Man U fór hann rólega af stað. Menn veltu því fyrir sér hvort hann áttaði sig á muninum á að reka fótboltalið hér og í heimalandinu. Munurinn er meðal annars sá að miðasala og greiðslur fyrir útsendingar renna í stóran pott í Bandaríkjunum, sem liðin fá sinn hluta af svo liðum sem gengur illa fá þrátt fyrir allt heilmikla peninga – og já, svo er evrópskur og amrískur fótbolti auðvitað tvær óskyldar íþróttir. Þurfti að takast á við tvo gallharða Íra Í Man U hf þurfti Glazer einkum að takast á við tvo gallharða auðmenn, Írana JP Mc Manus og John Magnier, sem hafa um hríð eldað grátt silfur við Man U-þjálfarann Alan Ferguson, ekki bara vegna fótboltans heldur sameiginlegra fjárfestinga þre menninganna í veðhlaupahesti og deilt um hagn aðinn af sæðinu úr honum – óneitan lega viðeigandi deiluefni í þessum karlrembu heimi sem fót- boltinn er. Þegar Írarnir seldu sinn hlut, 29%, var Glazer orðinn nokkuð öruggur með sín áform, þar sem hann átti 28% fyrir – hann þarf 75% til að geta ráðstafað málum að vild. Írarnir höfðu ríflega 80 milljónir punda upp úr Man U-hlut sínum. Blaðamaðurinn Tom Bower og höfundur bókar um breska fótboltaheiminn, „Broken Dreams: Vanity, Greed and the Souring of British Football“, hefur bent á að gróði tvímenninganna sé dæmigerður: þeir græði en hafi samt hvorki skapað né gefið liðinu eitt né neitt. Verð hlutarins úr 1 pundi í 3 pund Man U er eitt þekktasta fótboltalið heims. Þegar Glazer hóf að kaupa hlutabréf í liðinu 2003 var verðið í kringum eitt pund en er nú um þrjú pund, sem hefur komið hluta- fjáreigendum þess til góða. Fótboltafjárfest- ingar hafa annars ekki verið mjög traustar undanfarin ár. Í óðabjartsýni 10. áratugarins gegndi öðru máli – um hríð. Þegar Aston Villa fór á markað 1997 var markaðsgengið 11 pund á hlut, var komið niður í 1,50 pund árið 2003 en hefur nú hysj ast upp í 3,63. Þessar tölur eru dæmigerðar fyrir almennt brautargengi boltans á hlutabréfa- markaðnum. Fyrir tíu árum, þegar fjöldinn var í hámarki, voru 20 lið á markaðnum, en núna eru þau tíu. Þeir sem höfðu haldið bréfunum sínum í Chelsea frá því það lið fór á markaðinn 1996 töpuðu grimmilega þegar Abramóvitsj keypti og afskráði félagið 2003. Önnur sorgarsaga er Leeds og fjármálahrun þess félags er fordæmið sem Man U-áhang- endur hræðast einna mest. Það eru skiptar skoðanir á möguleikum Man U og fótboltaliða almennt á markað- num. Sumir segja að stígandi gengi Man U undanfarin ár endurspegli helst trú manna að það yrði boðið í félagið en flest félög in streða við skuldir og himinháar greiðsl ur til leikmanna. En það hillir líka undir stór- felldan framtíðarvanda sem er minnk- andi aðsókn á leiki og minnkandi áhorf. L U N D Ú N A P I S T I L L Æstir áhangendur Manchester United brenna brúðu, sem átti að tákna Glazer, fyrir utan Old Trafford, heimavöll United. GLAZER GERIR ALLA VITLAUSA Malcolm Glazer, „þögli Ameríkaninn“, sem lætur helst aldrei sjá sig og er að sögn 76 ára. Hann er nagli og alls óhræddur við óvinsældir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.