Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 25 þá nær eingöngu við heimamarkaðinn, eins og fundi, ráðstefnur og árshátíðir. Við Greifamenn höfum alltaf unnið mark- visst að markaðsmálum og þau skiptast í tvennt, annars vegar markaðsmál hótelanna og hins vegar veitingastaðarins Greifans sem fyrst og fremst einbeitir sér að heima- markaði. Markhópur hótelanna eru í fyrsta lagi erlendir ferðamenn, sem hingað koma oftast í gegnum ferðaskrifstofur, bæði ísl- enskar og erlendar. Þeir eru í rauninni okkar stærsti viðskiptavinahópur þótt íslenskum ferðamönnum hafi fjölgað hjá okkur. Við höfum einnig verið að vinna mjög markvisst að sölu á gistingu og bókunum á netinu, í gegnum erlenda og innlenda söluvefi. Styrkur Keahótela og annarra fyrirtækja Eignarhaldsfélagsins felst ekki síst í öflugu tölvuveri sem hýst er í fyrirtækinu sjálfu og tölvuþekkingu innan fyrirtækisins. Við höfum þróað miðlægt bókunarkerfi fyrir öll hótelin,“ segir Páll Lárus. Hlynur bætir því við að það sé meðvituð stefna eigenda Veitinga- hússins að taka þátt í upplýsingaöldinni og fylgjast ávallt vel með tækninýjungum, jafnt í tækjum, tölvum sem hugbúnaði og taka jafn- framt þátt í að þróun hans. „Þessi stefna hefur gert það að verkum að upplýsingaflæði innan fyrirtækisins hefur ávallt verið gott og það hefur verið auðvelt að sækja fyrirvaralaust upplýsingar um einstaka rekstrarþætti í fyrirtækinu, hvort sem það er nýting á hráefni, bókunarstaða, eða staða fyrirtækisins í heild sinni. Þetta tölvukerfi hefur verið okkur einstaklega mikilvægt verkfæri í stækkun fyrirtækisins og auðveldar alla vinnu og áætlanagerð.“ Sóknarfæri í Reykjavík - Finnst ykkur öðruvísi að reka fyrirtæki á Akureyri en í Reykjavík? „Nei, það er nú varla hægt að segja það,“ segir Ívar Sigmundsson, yfirmaður fasteigna og áhaldasviðs. „Það er einna helst að erindin taki lengri tíma í Reykjavík. Mér finnst sem flest taki styttri tíma hér á Akureyri, sem ef til vill má rekja til smæðar samfélagins og þess að hér þekkja nær allir alla. Viðskiptaumhverfið er hins vegar alveg sambærilegt.“ Akureyringar hafa líka trú á sínum mönnum. Árið 2002 sæmdi atvinnumálanefnd bæjarins Greifann titlinum „Fyrirtæki ársins 2002 á Akureyri“. Sú viðurkenning er veitt fyrirtæki fyrir sérstakt framlag til atvinnulífs í bænum og komu það árið 12 önnur til álita. „Aðsókn og velta Greifans hefur vaxið jafnt og þétt. Við höfum tvisvar sinnum stækkað veitingastaðinn, fyrst árið 1991 þegar við opnuðum 50 manna sal í sama húsnæði og svo árið 1996 þegar við festum kaup á allri jarðhæðinni að Glerárgötu 20.“ „Það er einn af styrkleikum fyrirtækisins að vera með starfandi eigendur, þetta er fyrirtæki með sál.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.