Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 104

Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 FÓLK Starf mitt er að stýra fjármálasviði FL Group og í því felst meðal annars að hafa yfirumsjón með fjármálum sam- stæðunnar í heild og þar með talin stefnu- mörkun í sínum víðasta skilningi. Síðustu árin hefur verið unnið markvisst að því að koma á miðstýringu í fjármálaumsýslu félags- ins. Það hefur t.d. verið gert með rekstri innri banka, og „cash pooling“ til að hafa lausafjár- stýringu á einum stað. Enn eru tækifæri til hagræðingar á mörgum sviðum sem tengjast fjármálum samstæðunnar og er markmiðið að koma upp enn öflugra fjármálasviði hjá FL Group til að sinna því verkefni vel. Að auki kemur fjármálasviðið að öllum fjárfestingum innan FL Group samstæð- unnar og ber ábyrgð á fjármögnun og rekstri á fjárfestingastarfseminni. Með auknum umsvifum er afar mikilvægt að haldið sé vel utan um fjármál og fjárreiður samstæð- unnar, við höfum unnið að því og munum tryggja að svo verði áfram.“ Sveinbjörn segir fátt hafa komið sér á óvart í nýju starfi: „Ég kom mjög náið að fjár- málum samstæðunnar í fyrra starfi mínu og þekkti því vel flest það sem fjármálasviðið var að sýsla við. Það er afar mikil áskorun fyrir mig að taka við starfi framkvæmdastjóra fjármála- sviðs hjá fyrirtæki eins og FL Group, en einnig felast í því mikil tækifæri. Starfsemin er umfangsmikil og fjölbreytt, og þar felast mikil tækifæri til að nýta sér mismunandi leiðir og afurðir sem fjármálamarkaðurinn býður upp á til að ná sem hagkvæmustum lausnum hverju sinni.“ Áður en Sveinbjörn tók við núverandi starfi var hann forstöðumaður áhættustýr- ingardeildar hjá Icelandair. „Ég tók við því starfi vorið 2000 og vann þá alla tíð náið með forvera mínum, Halldóri Vilhjálmssyni, sem núna stýrir nýjasta dótturfélagi FL Group, IceLease, og kom ég að mörgum þeim verk- efnum sem hann var að sinna. Ég byrjaði hjá Icelandair í september árið 1999 og hafði þá áður starfað við markaðsviðskipti hjá Fjárfestingabanka atvinnulífsins (FBA) frá júní 1998.“ Sveinbjörn útskrifaðist sem stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri. Hann lauk BA námi í hagfræði, með áherslu á fjármál, frá Háskóla Íslands vorið 1998. Eiginkona hans er Elfa Ágústsdóttir sem starfar hjá tölvufyrir- tækinu Sensa ehf. Og eiga þau tvo syni, Ágúst Heiðar, 5 ára, og Kristján Friðrik, 3 ára. Áhugamálin hjá Sveinbirni hafa til þessa að mestu verið vinnan og fjölskyldan: „Vinnan hefur verið mjög krefjandi og tíma- frek og að auki á ég unga stráka og ég hef stefnt að því að nýta sem flestar stundir til að taka þátt í þeirra uppvexti. Ég hef verið það lánssamur að hafa haft yfirmenn sem veita mér sveigjan- leika í starfi til að geta sinnt fjölskyldunni, en á móti hafa kvöldin oftar en ekki farið í vinnuna. Útivera er sífellt að verða stærri hluti í lífi fjölskyldunnar og ég met það mik- ils að komast reglulega með strákana mína í sveitina. Sumarfríið er enn óráðið þar sem verk- efni tengd nýja starfinu eru afar mörg fram- undan og einnig er erfitt að taka frá tíma á meðan við erum að koma fjármálasvið- inu í fastari skorður. Það er samt ljóst að fjölskyldan mun nýta hvert tækifæri til að komast í stuttar ferðir innanlands. Síðan er stefnan að komast í frí erlendis í 1-2 vikur til að flatmaga í sólinni og busla í sjónum, en tímasetningin og áfangastaðurinn er enn óráðinn. Ég hef þó ekki áhyggjur af því að vera ekki búinn að ákveða áfangastaðinn því Úrval Útsýn býður upp á marga mjög spennandi áfangastaði í sumar.“ Sveinbjörn Indriðason: „Enn eru tækifæri til hagræðingar á mörgum sviðum sem tengjast fjármálum samstæðunnar.“ Nafn: Sveinbjörn Indriðason. Fæddur: 14. mars 1972. Foreldrar: Indriði Albertsson og Helga Sveinbjörnsdóttir. Maki: Elfa Ágústsdóttir. Börn: Ágúst Heiðar, 5 ára, og Kristján Friðrik, 3 ára. Menntun: Útskrifaðist sem stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri. Lauk BA-námi í hagfræði, með áherslu á fjármál, frá Háskóla Íslands vorið 1998. TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON framkvæmdastjóri fjármálasviðs FL Group Sveinbjörn Indriðason
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.