Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 Jón Ásgeir Jóhannesson er hástökkvari. 30. apríl Jón Ásgeir er hástökkvari Það er ekki oft sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er flokkaður sem hástökkvari. Hann var það þó þegar breska fagtímaritið Retail Week sagði hann fjórða áhrifamesta kaup- sýslumanninn í breskri smásölu. Tímaritið valdi 50 áhrifamestu einstaklingana í breskri smá- sölu árinu 2005 í grein sinni. Jón Ásgeir var nýr á listanum og fyrir vikið var haft á orði að hann væri hástökkvari listans. Efst á listanum trónir hinsvegar Terry Leahy, forstjóri Tesco, í öðru sæti er kaupsýslumaðurinn Philip Green og í þriðja sæti er Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer. 2. maí Fjórföld eftirspurn í Mosaic Fashions Þennan dag var tilkynnt að breska verslanakeðjan Mosaic Fashions, sem á og rekur kven- fataverslanirnar Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles, undirbyggi skráningu í Kauphöll Íslands í ljósi þess að nýtt hlutafé fyrir 4,8 milljarða króna verði boðið íslenskum aðilum til sölu. Fljótlega kom í ljós að mikil eftirspurn var eftir bréfum í félaginu og óskuðu fagfjárfestar eftir að kaupa rúmlega fjórfalt fleiri hluti en í boði var til fagfjár- festa. Útboð til almennings hefst 6. júní nk. og er búist við að það gangi að óskum líka. Mosaic Fashions er í meiri- hlutaeigu Baugs og Kaupþings banka, en er engu að síður erlent. Það verður fyrsta erlenda félagið sem skráð er í Kauphöllinni. Það varð til í fyrra með sameiningu Karen Millen og Oasis. Verslanir félagsins eru 600 talsins, flestar á Bretlandi og Írlandi. Um áramótin voru starfsmenn þess um 5.400. Baugur Group á nú um 40% í félaginu og Kaupþing á 11,2%. Mosaic Fashions þótti ekki nógu stórt til að fara á markað í Bretlandi og fékk Jón Ásgeir Jóhannesson þá hugmynd að skrá það í Kauphöll Íslands og bjóða hlutafé út á Íslandi. 3. maí 28% ánægð með störf Halldórs Það hefur fjarað undan vin- sældum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra jafnt og þétt. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var þennan dag, sögð- ust einungis 28% ánægð með störf Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra og hefur ánægja með störf hans minnkað jafnt og þétt frá árinu 1998. Það ár voru tæplega 67% ánægð með störf hans og hefur sjaldan eða aldrei mælst svo mikil ánægja með störf ráðherra. Af ráðherrum Framsóknarflokksins nýtur Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sem fyrr mestrar hylli á meðal ráðherra Framsóknarflokksins og eru 49% aðspurðra ánægð með störf hans. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráð- herra er vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins og raunar vinsælasti ráðherrann í stjórn- inni. Yfir 50% sögðust ánægð með störf hennar. Næstir koma Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráð- herra, báðir með tæp 49%. 3. maí Margrét til Austurbakka Margrét Guðmundsdóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Austurbakka í framhaldi af kaupum Atorku á rúmlega 63% hlutafjár í félaginu. Samhliða D A G B Ó K I N TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Mosaic Fashions rekur kvenfataverslanirnar Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles. Halldór Ásgrímsson. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Margrét Guðmunds- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.