Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 88

Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 SUMARIÐ ER TÍMINN Sérstaða fyrirtækisins er mjög öflugur starfsmannahópur sem hefur mikla reynslu og áreiðanleg og vönduð vörumerki sem hvert um sig eru leiðandi á sínu sviði hérlendis. Við erum lítil en kná sem gefur okkur mikil sóknarfæri á markaðnum,“ segir Sigrún Guðjónsdóttir, forstjóri Tæknivals. Sex mánuðir eru frá því hún tók við stjórn fyrirtækisins, sem er bráðum þrjátíu ára og því eitt eitt hið elsta á sínu sviði hérlendis. „Síðustu mánuðir hafa farið í umfangsmikla stefnumótunarvinnu þar sem við höfum velt við öllum steinum og nálgast viðfangsefnin með nýju hugarfari,“ segir Sigrún. „Grunnurinn til að byggja á var mjög góður en nú er búið að styrkja stoðirnar enn frekar. Það er búið gera fókusinn skýran og allir starfsmenn vita hvert við erum að stefna. Við erum nú þegar á réttri leið og stefnum hátt. Með mark- vissu starfi munum við ná þeim árangri sem við ætlum okkur.“ Áhersla á fyrirtækin Áherslur Tæknivals miðast í dag einkanlega við fyrirtækjaþjónustu og taka allar áherslur í markaðsstarfi mið af því. Tæknival starfrækir myndarlega verslun í Skeifunni í Reykjavík, en sölustarf úti um land er unnið í samstarfi við fyrirtæki sem þar eru fyrir á markaðnum. „Við eru ekki jafn fyrirferðarmikil í smá- söluverslun og áður. Höfum engu að síður sterka stöðu á einstak- lingsmarkaði enda með góð vörumerki eins og Fujitsu Siemens og Xerox. Fujitsu Siemens tölvurnar eru einu tölvurnar á Íslandi sem hafa umhverfismerkið Svaninn. Xerox býður einnig upp á umhverf- isvæna prentara með vaxi sem má borða,“ segir Sigrún. Í dag eru fartölvur orðnar um það bil helmingur allra tölva sem seljast – og borðtölvur eru á undanhaldi. Á fyrirtækjamarkaði hefur Tæknival að undanförnu sótt fram með gagnageymslulausnum frá EMC en Tæknival er í samstarfi við EMC um sölu og þjónustu gagnageymslu- og gagnameðhöndlunar búnaðar frá þeim á Íslandi og eitt af 60 fyrirtækjum í heiminum og einir á Íslandi sem mega bjóða upp á 1. og 2. stigs þjónustu í kringum EMC lausnir í samstarfi við þjónustuver EMC. Erlendar rannsóknir sýna að þörf fyrirtækja fyrir gagnageymslupláss eykst um allt að 80 til 100% á ári hverju. Að þessar upplýsingar séu aðgengilegar skipir miklu máli en ekki síður að gögn sem ekki er þörf á lengur síist frá eins og nútímahugbúnaður býður upp á. „En hvort sem í hlut eiga einstaklingar eða fyrirtæki þá er öryggi sú krafa sem tölvunotendur setja á oddinn í dag. Regluleg afritun gagna er þýðingarmikil og eins varnir gegn hvers konar innbrotum í tölvur og tölvukerfi.“ Ferskleiki og heildarlausnir Atorkusemi og ferskleiki eru aðals- merki Tæknivals og var kappkostað að skapa þessa ímynd í nýjum auglýsingum fyrirtækisins sem fóru í loftið í apríl sl. Þær voru unnar af auglýsingastofunni Fabrikunni og kveðst Sigrún afar ánægð með hvernig til tókst við gerð þeirra. „Einn starfsmaðurinn hér, sem er þó hógvær að upplagi, sagði að þessar auglýsingar hefðu verið svo góðar að þegar hann sá þær hefði beinlínis sett að sér hroll,“ segir Sigrún og hlær. „Við höfum líka lagt áherslu á að vera sýnileg úti á við og hluti af því er að vera meira áberandi í umfjöllun fjölmiðla, sem sumir hverjir hafa mestan áhuga á að þessu fyrirtæki stýri ung kona. Sjálf velti ég minni eigin persónu hins vegar lítið fyrir mér í þessu sambandi. Legg áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar upp á heildarlausnir: góða þjónustu og vörur sem allir geta verið ánægðir með.“ „Góð þjónusta og vörur sem allir geta verið ánægðir með,“ segir Sigrún Guðjónsdóttir, forstjóri Tæknivals. Hágæðavörur og heildarlausnir. Fyrirtækjamark- aður er áherslan. Tæknival sækir fram. Tæknival: Atorkusemi og sóknarfæri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.