Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 106

Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 Sumarhúsaeigendur í Grímsnesi, Biskupstungum og Borgarfirði, í Bifröst og í Svartagili, geta nú keypt heitt vatn í bústaðinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan gerir tilboð í heildarlausn. OR sér þá um hönnun og lagningu húskerfis og sumarhúsaeigandi getur verið áhyggjulaus um alla framkvæmdina og látið fagmenn sjá um allt verkið. Þess er gætt að jarðrask verði sem allra minnst og eins vel er gengið frá landi og lóð og kostur er. Allar nánari upplýsingar eru inni á vefnum www.or.is undir Jaðarveitur. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar í þjónustuveri Orkuveitunnar í síma 516 6100. HEITT VATN Í SUMARHÚSIÐ www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 2 85 88 06 /2 00 5 FÓLK Ég er tiltölulega nýútskrifaður viðskipta-fræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands og hóf að vinna hjá KPMG á endurskoðunarsviði í janúar í fyrra. Ég starfa þar jöfnum höndum í ýmsum verkefnum. Ég var alltaf ákveðin í að ger- ast lög giltur endurskoðandi og er að safna starfstíma svo ég geti tekið hluta af próf- unum á næsta ári og er hvergi betra að gera það en hjá KPMG, sem er eitt stærsta endurskoðunarfyrirtæki landsins og starf- semin mjög fjölbreytt,“ segir Kristbjörg Huld Kristbergsdóttir, sem er einn fjölmargra við- skiptafræðinga sem vinnur hjá KPMG Endur- skoðun hf. KPMG er alþjóðlegt net fyrirtækja og á Íslandi spannar saga KPMG Endurskoðunar þrjátíu ár og starfa þar um 170 manns. Þessi hópur skiptist tilölulega jafnt á milli kynja. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Borgartúni 27, en starfstöðvar eru einnig í átta öðrum sveitarfélögum. Fyrirtækinu er skipt í þrjú svið, endurskoðunarsvið, skattasvið og fyrir- tækjasvið. Kristbjörg starfar í Borgartúninu: „Áður en ég hóf störf hjá KPMG hafði ég unnið hjá Fjármálastofnun Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, verið flugfreyja eitt sumar og unnið í ferðaþjónustu. Það var samt alltaf ljóst hvert ég stefndi. Ég tók strax ákvörðun um að ég ætlaði að verða endurskoðandi þegar ég var í fjölbraut og hefur sú ákvörðun ekki valdið mér vonbrigðum hingað til. Þetta er sérlega spennandi starf þar sem maður er ekki allt af að fást við það sama.“ Kristbjörg er í sambúð með Helmut Müller, sem er frá Austurríki. „Hann er matreiðslumaður á Hótel Nordica og ekki aðeins duglegur að elda fyrir gesti þar, heldur einn ig mjög duglegur að elda heima og það kemur því oftast í hans hlut að sjá um matseldina á heimilinu. Ég er mjög heppin að þessu leyti. Við erum bæði fyrir að ferðast og notum okkar frítíma mikið í ferða- lög. Segja má að ég sé sjúk í ferðalög. Þegar ég er búin að vera heima of lengi fæ ég fiðr- ing. Drauma ferðalagið, sem vonandi verður af einhvern tímann, er til Kína, sem ég tel spennandi að kynnast. Auk þess göngum við og förum í líkamsrækt. Það þarf að halda sér við þegar unnið er inni allan daginn.“ Hvað varðar sumarfrí í sumar þá er Krist- björg ekki ákveðin hvað hún ætlar að gera: „Við erum aftur á móti á leiðinni til Austur- ríkis með haustinu og heimsækjum þá ættingja Helmuts.“ Þegar rætt var við Kristbjörgu var hún á kafi í skattafram- tölum fyrir einstakl- inga, en þeim tíma var að ljúka og svo taka litlu fyrirtækin við og árshlutaupp- gjörin. Hvað varðar nánustu framtíð hjá Kristbjörgu þá fer hún í mastersnám í við- skiptafræði við háskólann í haust og stefnir á að taka löggildinguna sem endurskoðandi á næsta ári. Nafn: Kristbjörg Huld Kristbergsdóttir. Fæðingardagur og ár: 14. maí 1976. Maki: Helmut Müller, í sambúð. Foreldrar: Kristberg Finnbogason og Jórunn Sigurmundsdóttir. Menntun: Stúdent frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Áhugamál: Ferðalög, líkamsrækt og gönguferðir. Kristbjörg Huld Kristbergsdóttir, viðskiptafræðingur, hefur mikinn áhuga á að ferðast einhvern tímann til Asíu. viðskiptafræðingur hjá KPMG Endurskoðun hf. Kristbjörg Huld Kristbergsdóttir TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.