Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 31
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 31 D A G B Ó K I N hefur ákveðið að breyta nafni félagins í Exista ehf. Í tilkynn- ingu félagsins sagði að tilgang- urinn með nafnabreytingunni væri að laga ásýnd félagsins að breyttum áherslum, en gert er ráð fyrir að framtíðarvöxtur þess verði að mestu leyti erlendis. 17. maí Spenna í kringum í Skandia Burðarás hefur hagnast verulega á eignarhlut sínum í sænska tryggingarisanum Skandia. Félagið hefur aukið hlut sinn í 4,4%. Þess má geta að Kaupþing banki á 2,8% hlut í Skandia. Mikil spenna hefur verið í kringum Skandia, en gengi bréfa í félaginu hækkaði verulega um miðjan mánuðinn vegna yfirtökutilrauna Suður- afríska fjármálafyrirtækisins Old Mutual. Flestir telja að stjórn Skandia fallist ekki á yfirtökuna. 17. maí Almenningur varð al- menningur með litlu a-i Það vakti mikla athygli þegar Almenningur ehf. varð að almenningi með litlu a-i. Almenningur ehf. ákvað að bjóða ekki í Símann heldur gerði félagið mjög athyglisverðan samning við Burðarás, KEA, Ólaf Jóhann Ólafsson, Talsímafélagið ehf. og TM sem skiluðu inn sam- eiginlegu tilboði í 98,8% hlut ríkisins í Símanum. Samningur Almennings við áðurnefnda fjár- festa felur það í sér „að öllum Íslendingum“ verði gefinn kostur á að kaupa samtals 30% hlut í Símanum í opnu útboði, um leið og fært þykir að skrá Símann á markaði og eigi síðar en sex mánuðum eftir að kaupin fara fram. „Þessi niðurstaða er okkur hjá Almenningi ehf. mikið fag- naðarefni. Fái þessi hópur fjárfesta að kaupa Símann, þá hefur aðkoma almennings að Símanum verið tryggð, á sam- bærilegum eða jafnvel betri kjörum en fagfjárfestarnir kaupa á,“ sagði Agnes Bragadóttir, formaður stjórnar Almennings, í tilkynningu til fjölmiðla. 19. maí Björgólfur Thor vill finnskan síma Það er ekkert lát á áhuga Björgólfs Thors á erlendum síma- fyrirtækjum. Frá því var greint þennan dag að fjárfestingarfélag hans, Novator Finland, hefði gert yfirtökutilboð í finnska síma- fyrirtækið Saunalahti Group Oyj. Fyrir á félag hans 22,6% hluta- fjár í samstæðunni sem metin er á 21,5 milljarða kr. Novator Finland, sem er dótturfélag Novator International Ltd., þarf því að greiða um 16,6 milljarða króna til að eignast félagið að fullu. 20. maí Einbýlis- og raðhús hækka mest Hún vakti mikla athygli fréttin í Morgunblaðinu þennan dag um að ekkert lát væri á hækkun á fasteignamarkaði og að stórar eignir hækkuðu mest. Sagt var frá því að einbýlishús, parhús og raðhús hefðu hækkað um 6,5% í aprílmánuði einum og mun meira en eignir í fjölbýlishúsum. Í fréttinni sagði orðrétt: „Eignir í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað verulega meira en eignir í fjölbýli síðustu mánuðina. Þannig hefur sérbýlið hækkað um 46% síðustu tólf mánuðina. Eignir í fjölbýli hafa hins vegar hækkað um 30% síðustu tólf mánuði.“ 19. maí Forstjórar hiklaust reknir Það sannaðist þennan dag að starf forstjóra hefur aldrei verið eins „ótryggt starf“ og núna. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri greindi frá því að aldrei áður hefði jafnmörgum forstjórum stórfyrirtækja verið sagt upp störfum en á síðasta ári, samkvæmt nýrri rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins Booz Allen Hamilton. Samkvæmt rann- sókninni létu 14% forstjórar 2.500 stærstu fyrirtækja heims af störfum á síðasta ári. Þar af var þriðjungur rekinn, um 115 einstaklingar. Er hér um 44% aukningu að ræða frá fyrra ári. Meginástæðan fyrir brottrekstri stjórnenda er sú að þeir ná ekki arðsemismarkmiðum eigenda fyrirtækjanna. 20. maí Actavis: Vestrið heillar Þetta var stór dagur í sögu Actavis. Þennan dag skrifaði Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, undir kaup Actavis Group á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide, sem er óskráð fjölskyldufyrir- tæki með aðsetur í New Jersey. Kaupverðið nemur allt að 500 milljónum Bandaríkjadala eða 33 milljörðum króna. Fram kemur í tilkynningu frá Actavis, að samningurinn feli í sér sameiningu tveggja öflugra samheitalyfjafyrirtækja með sterka markaðsstöðu í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar. Sameinað félag muni búa yfir einu mesta lyfjaúrvali á sínu sviði, með yfir 500 sam- heitalyf á markaði og lágmarks- skörun milli lyfjaúrvals fyrir- tækjanna. Einbýlishús, parhús og raðhús hækkuðu um 6,5% í apríl. Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.