Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 SUMARIÐ ER TÍMINN Kjúkling má matbúa á ýmsa vegu, en það er þó ekki síst ljúffengt að setja hann á útigrillið rétt eins og margir kjósa einmitt að gera nú þegar grill- vertíð landans er að ná hámarki. Ísfugl er einn þriggja kjúklingaframleiðenda land- sins og að sögn Helgu Láru Hólm fram- kvæmdastjóra er markaðurinn í ágætu jafnvægi í dag eftir mikið offramboð, sem aftur leiddu til gjaldþrota allmargra aðila í greininni. Þá er grillunin leikur einn „Ef kjúklingur er settur á grillið er best að setja það á hæsta hita og þegar kolin eru orðin grá er tímabært að skella kjúklingnum á grillið. Grilla kjötið tvær mínútur á hvorri hlið þar til það er orðið vel brúnað. Færa síðan niður á meðalhita. Halda hinsvegar áfram þar til kjötið nær 72 stiga hita. Fólk þarf líka að vera duglegt að pensla kjötið með olíu á meðan það grillast, þannig verður það svo miklu meyrara og betra. Sjálfri finnst mér líka gefast vel að setja kjúklinginn inn í samlokugrind, hún heldur vel við,“ segir Helga Lára. „Fólk verður að muna að nota grilltöng við þetta bras, ef notaður er gaffall og stungið í, lekur safi og fita úr kjötinu sem þá getur þornað upp. Ef þessum ráðum er fylgt er grillunin leikur einn og kjúklingurinn verður alveg dýrðleg sumarmáltíð.“ Talið er að kjúklingakjötið hafi um fjórðungshlut- deild á íslenskum kjötmarkaði. Neyslan hefur aukist mikið á síðustu tíu árum eða svo, og ekki er ýkja langt síðan kjúklingur var matur sem fólk hafi til algjörra hátíðarbrigða. Nú er þetta gjörbreytt. „Við breytum áherslum okkar í markaðsstarfi milli árstíða. Í sumar bjóðum við upp á magnpakknin- gar, leggi og vængi, og seljum til dæmis í Tex Mex og Barbecuesósu. Þetta kjöt má matreiða með ýmsum hætti, meðal annars á grilli.“ Uppskriftir á Netinu Helga Lára Hólm telur kjúklin- gamarkaðinn í dag í nokkuð góðu jafnvægi miðað við hver staðan var. Hún hefur stýrt Ísfugli í allmörg ár, en fyrirtækið er í eigu fimm kjúklingabænda sem eiga 70% og Sláturfé- lags Suðurlands sem á 30% hlut. Á nýrri heimasíðu fyrirtækisins, á slóðinni www.isfugl.is, er að finna margar frábærar uppskriftir, svo sem um hvernig kjúklingurinn er bestur á grillið. Á heimasíðunni eru einnig upplýsingar um ýmis tilboð Ísfugls á framleiðslu sinni, en framleiðsla Ísfugls er seld í Fjarðarkaupum, Þínum verslunum og verslunum Samkaupa, það er Nettó, Kaskó, Úrvali og Strax, auk þess sem framleiðslan fer til fjölda veitingastaða um allt land. „Uppskrift með í boxi á síðu“ Grillaðar kjúklingabringur með ananas, banönum og papriku Hráefni: 400 g úrbeinaðar kjúklingabringur 4-5 ananashringir 2 bananar 1 rauð paprika Matreiðsla Merjið hvítlauksrifin, rífið engiferrótina og blandið saman við ananassafa, sérrí, sojasósu, sítrónusafa, sinnep, ólífuolíu og kryddedik. Hamflettið kjúklingabringurnar og skerið í hæfilega bita. Hellið kryddleginum yfir bitana og látið bíða í kæli í 3-4 klukkustundir. Skerið ananas, banana og papriku í bita og þræðið til skiptis upp á grillspjót ásamt kjúklingabitunum. Penslið vel með kryddleginum. Grillið í 10-15 mínútur á heitu grilli. Penslið með leginum á meðan og snúið nok- krum sinnum. Berið fram á salatblöðum með hrísgrjónum sem blönduð eru með smávegis af villigrjónum ásamt brauði og sojasósu. Margir kjósa kjúklinginn. Frábær á grillið, ef hann er mat- reiddur rétt. Mark- aður í jafnvægi. „Grillunin leikur einn og kjúkl- ingurinn verður dýrðleg sum- armáltíð,“ segir Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls. Ísfugl: Kjúklingur góður á grillið Kryddlögur 2 hvítlauksrif 2 tsk engiferrót 1 dl ananassafi 2 msk sojasósa 2 msk sérrí 1 msk sítrónusafi 1 tsk sinnep 2 msk ólífuolía 3 msk kryddedik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.