Frjáls verslun - 01.11.2006, Qupperneq 97
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 97
SVÖLUSTU
VÖRUMERKIN
Í könnuninni voru 21 efnisflokkur. Sérstakir
rýnihópar völdu þau vörumerki sem til greina koma
í hverjum þeirra, en þar ræðir um bíla, skartgripi,
fatnað, skó, ferðalög, fjölmiðla, síma, hljómtæki og
svo framvegis. Alls var um eitt þúsund vörumerki
að velja.
Ögrandi og öðruvísi
„Í flestum Evrópulöndum er efnt til kosningar í
samstarfi við MTV þar sem neytendur geta kosið
um svalasta merkið. Hér á Íslandi njótum við þess
hins vegar ekki að hafa MTV og því fór kosningin
hér fram í samstarfi við FM 957 og PoppTíví
og tóku 2.200 manns þátt í henni,“ segir
Hjörtur, sem bætir við að engin tilviljun
sé að þýðið í þessari könnun er fólk á
aldrinum 18 til 35 ára. Þetta sé einfaldlega
sá hópur sem eltist helst við tískuna og það sem er
„inn“ og „kúl“ hverju sinni.
„Eldra fólk hefur alla jafna bundist ákveðnum
vörumerkjum meiri tryggðarböndum, en hinir yngri
eru frekar tilbúnir að prófa ný vörumerki sem séu oft
á tíðum mjög ögrandi og öðruvísi. Þau eru jafnframt
oft aðeins dægurflugur, geta fallið úr tísku jafnfljótt
og þau komu. Þannig má búast við að einhver
merkjanna, sem njóta vinsælda í dag, falli fljótlega
út aftur. Þótt erfitt sé að skapa svalt vörumerki, þá er
enn erfiðara að halda þeirri ímynd til lengri tíma.“
Íslensk merki á flugi
Í flokki ferðalaga þykir Icelandair svalasta
merkið á Íslandi, FM 957 er að þessu leyti sval-
asti fjölmiðillinn, Smirnoff Ice skorar hæst í flokki
áfengra drykkja og ekkert veitingahús þykir jafnsvalt
og Kaffi Sólon við Bankastræti í Reykjavík.
„Rannsóknir sýna
að allt að 70% af
verðmæti fyrirtækisins
liggja í vörumerkinu
einu og sér.“
„Þannig má búast við að einhver merkjanna, sem njóta vinsælda í dag, falli út
fyrr eða síðar. Þótt erfitt sé að skapa svalt vörumerki, þá er enn erfiðara að halda
þeirri ímynd til lengri tíma,“ segir Hjörtur Smárason meðal annars hér í viðtalinu.