Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 99
Í flokki þjónustu hlutu ENNEMM og KB-banki EFFIE gullverðlaun fyrir
herferðina „nám er lífsstíll“. Á myndinni eru, frá vinstri talið, Hallur A.
Baldursson, Dagur Sigurðsson, Þorsteinn Guðmundsson frá ENNEMM,
Birna Rún Gísladóttir og Ingólfur Helgason frá KB-banka á Íslandi
ásamt Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra sem afhenti verðlaunin.
Glitnisherferð heiðruð. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir og Sverrir
Björnsson frá Hvíta húsinu, Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri
markaðssvið Glitnis, og viðskiptaráðherra.
BESTU HERFERÐIRNAR
Árangur og aukning í sölu er lögð til grundvallar í Effie-keppni Sambands íslenskra
auglýsingastofa um bestu auglýsingaherferðirnar. Bernhard og H:N fengu gullið
í flokki vöru fyrir að auka sölu á Hondajeppum um nær 100%.
Alls sautján innsendingar bárust í samkeppni
Sambands íslenskra auglýsingastofa um Effie
verðlaunin svonefndu sem haldin var á dög-
unum, þar sem keppt var um bestu auglýs-
ingaherferðir síðustu ára. Þetta er í annað
sinn sem efnt er til þessarar samkeppni hér
á landi, en hún er haldin árlega í flestum
löndum Evrópu. Hér á landi eins og ann-
ars staðar þar sem keppnin er haldin byggir
dómnefnd mat sitt á því hvaða sannanlegum
árangri herferðirnar skila viðskiptavinum
auglýsingastofanna.
Bílar fengu gull Þegar horft er til mælan-
legs árangurs kom ekki á óvart að í flokki
vöru í Effie-keppninni skyldu H:N mark-
aðssamskipti og Bernhard fá gullverðlaun.
Með kynningarherferðinni 4X4XCR-V, sem
unnin var af sérfræðingum H:N, náðist að
auka sölu á Honda smájeppum um 99%, eða
um 57% umfram áætlanir.
Í sama flokki fengu Íslenska auglýsinga-
stofan og Toyota sömuleiðis gull, en herferðin
til kynningar á Aygo-smábílum, sem efnt var
til fyrr á þessu ári, tókst afburðavel þannig að
staða Toyota í flokki smábíla er nú orðin afar
sterk, líkt og á öðrum sviðum íslensks bíla-
markaðar. Í flokki þjónustu
fengu ENNEMM auglýs-
ingastofa og KB-banki gullið
fyrir herferðina Nám er lífs-
stíll, sem er fjármálaþjón-
usta bankans fyrir ungt fólk
og námsmenn. Með henni
tókst bankanum, sem hafði
fyrir veika stöðu í þessum
markhópi, að auka hlutdeild sína og ná for-
ystu.
Greinargerðin gildir 70% „Við teljum eðli-
legt, miðað við stærð markaðarins hér á landi,
að fá um 15 til 20 herferðir í keppnina hverju
sinni,“ segir Ingólfur Hjörleifsson, fram-
kvæmdastjóri SÍA, sem bar hitann og þung-
ann af skipulagi keppninnar. „Í ár voru inn-
sendingarnar sautján og því megum við vel
við una. Í Effie-keppninni, sem við höldum
annað hvert ár hér á landi, horfir dóm-
nefndin sérstaklega til þess hvernig staðið
er að undirbúningi auglýsingaherferða og
öllu rannsóknarstarfi, sem
er auðvitað forsenda góðs
skipulags herferða og að þær
skili árangri.“
Sýnir árangurinn Dóm-
nefnd Effie-keppninnar
skipa forstjórar og yfirmenn
á markaðssviðum nokk-
urra af stærstu fyrirtækjum landsins svo
og reyndir auglýsingamenn af SÍA-stofum.
„Þetta er fólk sem lifir og hrærist í að
skipuleggja og meta markaðsaðgerðir og
því liggur beint við að fela því dómnefnd-
arstörf,“ segir Ingólfur. Hann bætir við
að Effie-keppnin sýni svart á hvítu árang-
urinn af því mikilvæga starfi við undirbún-
ing auglýsingaherferða sem ókunnugum er
almennt hulið.
Dómnefndin horfir
sérstaklega til þess
hvernig staðið er
að undirbúningi
auglýsingaherferða
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 99
TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON
BESTU HERFERÐIRNAR