Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 103

Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 103
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 103 Vorið 2004 blasti við sú staðreynd að KB-banki væri með minnsta hlutdeild fjármálafyrirtækja á námsmannamarkaði. Bar öllum saman um að sú staða væri óviðunandi og gæti haft slæm áhrif á heildarstöðu bankans á smásölumarkaði í fyllingu tímans. „Við þessu varð að bregðast og eftir vandaða undirbúningsvinnu þar sem ýmsar rannsóknir voru lagðar til grundvallar var herferðin „nám er lífsstíll“ sett í loftið haustið 2004. Auglýsingar með eilífð- arstúdentinum, teknar hér heima, Cambridge og suður í Grikklandi, hafa slegið í gegnum og eiga afgerandi þátt í því að KB-banki, sem aðeins 12% námsmanna skiptu við árið 2004, er nú kominn með fjórðung markaðarins,“ segir Hallur A. Baldursson, framkvæmdastjóri ENNEMM. Neysla, tíska og ævintýraþrá Miðað við almenna markaðshlutdeild KB-banka á smásölumarkaði blasti við haustið 2004 að hlutdeildin meðal námsmanna væri um fjórðungi undir því almenna viðmiði, sem Hallur telur að meðal annars hafi mátt rekja til neikvæðrar umræðu um launakjör og líf- eyrismál sem bankinn lenti í nokkru fyrr. „Það er jafnframt þekkt við sameiningu fyrirtækja að einhver hluti viðskiptavina snýr eitthvað annað, þannig að margar ástæður lágu hér að banki, vandamál sem við ákváðum að líta á sem áskorun.“ Starfsfólk ENNEMM kannaði og greindi lífsstíl og viðhorf ungs fólks á framhaldsskólaaldri við undirbúning herferðar KB-banka. Þar kom fram að sérstaða hópsins er m.a. neysla og tíska, stefnufesta, að skapa sér starfsframa, ævintýraþrá, óskir um breytingar, sanngjörn veröld, alþjóðleg sýn og heimurinn allur er heimavöllur. Á grundvelli þessara niðurstaðna var herferðin þróuð af hugmyndasmiðum auglýs- ingastofunnar. Ungt fólk óháð stofnunum „Ungt fólk telur sig óháð stofnunum, eins og bankar ef til vill eru, og því töldum við óskynsamlegt að bankinn talaði til fólks í þessum aug- lýsingum. Við ákváðum því að skapa eilífðarstúdentinn og gerðum með honum 10-15 auglýsingar í fyrstu lotu sem síðan hefur fjölgað. Þetta er karakter sem flestir geta brosað að og slíkar auglýsingar eru alltaf vænlegar til árangurs, eins og námsmannaherferð KB-banka sannar best,“ segir Hallur A. Baldursson að síðustu. Eilífðarstúdent til árangurs Eilífðarstúdentinn fékk fólk til að brosa og auglýsingarnar virkuðu. ENNEMM / KB-banki Flokkur: Þjónusta Verðlaun: Gull Titill: Nám er lífsstíll Hallur A. Baldursson, framkvæmda- stjóri ENNEMM.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.