Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 5

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 5
Gæði - Öryggi - Þjónusta Ný DHB-dælulína frá Iron Pump Sérhannaðar til notkunar til sjós Leytið nánari upplýsinga Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is IR O N A 4 Norðmenn feta sig nær Íslendingum „Norðmenn eru eilítið hræddir við það fyrirkomulag sem er í gildi á Íslandi, en þeir vilja þó feta sig í átt að okkar stjórnkerfi fisk- veiða og vinnslu. Enda er það svo að í norskum sjávarútvegsblöðum velta menn vöngum yfir því hvernig íslenskur sjávarútvegur nái arði út úr rekstrinum,“ segir Gísli Kristjánsson, fréttaritari RÚV í Noregi, sem þekkir vel til sjávarútvegsmála þar í landi. Í sóknarhug í kúffiskinum Íslenskur kúffiskur á Þórshöfn hefur í nokkur ár unnið kúffisk. Vinnslan átti við ýmis vandamál að etja til að byrja með, en nú gengur hún öll mun bet- ur og er ætlunin að auka hana verulega á næstunni þannig að ársfram- leiðslan fari yfir 20 þúsund tonn á ári. Þá er hugmyndin að auka veiðigetu Fossár ÞH, sem aflar vinnslunni hráefnis. Ægir sótti Íslenskan kúffisk heim. Burðarfyrirtæki Vopnfirðinga Tangi hf. á Vopnafirði er sannarlega burðarfyrirtæki Vopnfirðinga. Fyrirtækið rekur bæði bolfiskvinnslu, þar sem áherslan er á út- flutning á svokölluðum flugfiski, og bræðslu. Í ítarlegu viðtali ræðir Vilhjálmur Vilhjálmsson um fyrirtækið og stöðu þess og stefnu. Vandi Grænlendinga „Grænlendingar eru ákaflega ljúft fólk, en þeir eiga við mikinn áfengis- og fíkniefnavanda að etja. Það var ekkert verið að pukrast með hassið, t.d. sáum við það á veitingastaðnum Rækjunni í Sisimuut að par seldi hass yfir borðið og var ekkert að fara leynt með það,“ segir Árni Harðarson, þjónn og hótelvert á Hótel Tanga á Vopnafirði, m.a. í athyglisverðu viðtali við Ægi, en hann var í nokkra mánuði á rækjuveiðum við Vestur-Grænland og kynnt- ist þar grænlenskri menningu. Stór hætta á úrkynjuðum dvergstofni „Það er ekki bara í lagi að veiða meira við þessar aðstæður, það er lífs- nauðsynlegt. Að óbreyttu mun kynþroski þorskstofnsins færast enn neðar og þegar upp verður staðið stöndum við uppi með úrkynjaðan dvergstofn, - vegna 25% aflareglu - svipað og gerðist við Nýfundnaland þar sem beitt var 20% aflareglu og árlega úrskurðað „ofmat“ eða „of- veiði“ sem stenst ekki þegar gögn þaðan eru skoðuð nánar,“ segir Kristinn Pétursson, fiskverkandi á Bakkafirði og áhugamaður um haf- rannsóknir, m.a. í ítarlegu viðtali við Ægi. Aðdráttarafl beitu „Nýja pokabeitan sem Aðlöðun hefur fengið einkaleyfi fyrir framleiðslu á hefur ótvíræða kosti fyrir utan að vera ódýrari en hefðbundin beita. Beitningin sjálf er mun fljótlegri og mikið snyrtilegri. Hráefni sparast þar sem hægt er að hafa beituna efnisminni en hefðbundna beitu og eins nýtist allt hráefnið til fulls. Beitan er auk þess alltaf tilbúin á krókinn og beitupokarnir frjósa ekki saman. Þá virðast sjófuglar lítið sækja í beitupokana, en ásókn þeirra hefur lengi vald- ið vandræðum við línuveiðar,“ segir m.a. í athyglisverðri grein þriggja vísinda- manna á Rf sem ber heitið „Aðdráttarafl beitu“. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461 5135 GSM: 898 4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2004 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5205 Forsíðumyndina tók Óskar Þór Halldórsson í fiskiðjuveri Tanga hf. á Vopnafirði. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 12 37 18 22 26 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.