Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 18
18 Hraðfrystistöð Þórs- hafnar stofnaði Ís- lenskan kúffisk árið 1996 í samstarfi við bandaríska fyrirtækið BSC/Truex og var í framhaldinu byggð upp kúffiskverk- smiðja á Þórshöfn. Í árslok 1996 kom kúf- fiskveiðiskipið Öðu- fell til Þórshafnar og jafnframt hófst vinnsla á kúfskelinni. Til að byrja með glímdu menn við töluverða byrjunarörðugleika, fyrst og fremst bar á veikindum starfsmanna í vinnslunni sem síð- ar kom í ljós að tengdust próteini í kúffiskinum. Tekist hefur að komast fyrir þetta vandamál og gengur vinnslan þokkalega í dag. Í júlí árið 1997 fórst Öðufellið en áhöfnin bjargaðist giftusam- lega. Í kjölfar þessa slyss lagðist vinnslan meira og minna af fram í apríl 2001. Í febrúar árið 1999 var undirritaður samningur við skipasmíðstöðina Guangzhou Huang Pu í Kína um smíði á nýju kúffiskveiðiskipi, Fossá ÞH- 362, sem kom síðan til heima- hafnar í febrúar 2001. Breytt verksmiðja - aukin afköst Kúffiskvinnslan veitir um tutt- ugu manns atvinnu á Þórshöfn og við bætast fimm störf um borð í Fossá. Að þessari starfsemi koma því tuttugu og fimm manns í það heila. „Í janúar, febrúar og mars drögum við úr kúffiskveiðinni og þá færist kjarni þess fólks sem vinnur í annan tíma við kúffisk- vinnsluna yfir í frystingu á loðnu og hrognum,“ segir Magnús H. Helgason, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Eins og að framan greinir átti kúffiskvinnslan við töluverða byrjunarörðugleika að etja, en á þeim hefur verið sigrast. Forsvars- menn Íslensks kúffisks eru bjart- sýnir á framtíðina og til marks um það hefur verið ákveðið að ráðast í umfangsmiklar og kostn- aðarsamar breytingar á verksmiðj- unni í desember og janúar nk. „Við munum stækka vinnsluna og breyta öllum búnaði. Við þetta aukast afköst, en jafnframt verður aðbúnaður starfsfólksins bættur. Kúfskelin er vaxtarbroddur Um borð í skelfiskveiðiskipinu Fossá er skelinnið komið fyrir í þessum grindum sem eru síðan hífðar frá borði. Kufskelin getur orðið um eða yfir tvö hundruð ára gömul.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.