Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 26

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 26
26 N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð „Fyrsti túrinn var ekki beisinn. Ég hafði aldrei áður á sjó farið og spáð var brælu. En ég tók ekki annað í mál en að fara. Það var eins og við manninn mælt að ég ældi tvisvar, en að því búnu fór ég niður í eldhús og sló í vöfflur. Síðan hef ég aldrei fundið fyrir sjóveiki.“ Árni fékk sem sagt eldskírn sína í sjómennsku á Sigluvíkinni, en þar staldraði hann tiltölulega stutt við vegna kjaradóms sem gerði það að verkum að öllum í áhöfn skipsins var sagt upp störf- um. Þá lá leið Árna til Grænlands þar sem hann var fjóra mánuði á rækjuveiðum. Að þeim tíma liðn- um var aftur haldið heim og róið í tæplega eitt ár á Stálvíkinni á Siglufirði. Þá leysti Árni af í tvo túra á Sigurbjörginni ÓF í Ólafs- firði og loks var Árni um tíma á línubátnum Fjölni ÍS-7 sem Vísir hf. gerir út. Saltfiskur og vellingur á laugardögum „Þetta er eins og hver önnur vinna,“ svarar Árni þegar hann er inntur eftir því hvernig sjó- mennskan hafi komið landkrabb- anum fyrir sjónir. „Þetta er vissu- lega öðruvísi samfélag en maður á að venjast, en þetta er jafnframt skemmtilegt samfélag. Menn eru oft klúrir í tali og reka við í mat- salnum! Margir hafa hátt, en innst inni eru þetta upp til hópa lungamjúkir karlar,“ segir Árni og brosir. „Ég myndi ekki segja að sjómennskan sé miklu erfiðari en önnur störf. En vissulega geta langar fjarverur frá fjölskyldu tekið á. Á Sigluvíkinni fór ég t.d. í um 25 túra án þess að taka frí. En það er bara þannig að þeir fiska sem róa og af því að það vantaði pening í búið, þá var ekk- ert annað í stöðunni en að sækja stíft.“ Sem fyrr segir var Árni kokkur á sjónum. Spurður um hvað hann hafi haft á borðum segir hann að leitast hafi verið við að hafa mat- seðilinn fjölskrúðugan. Lítið fór þó fyrir fiskmeti, enda segir Árni að karlanir hafi „eiginlega verið búnir að fá nóg af fiskinum“. Þó var fastur liður á skipum Þormóðs ramma-Sæbergs að bjóða upp á saltfisk og velling með slátri á laugardögum. Molluhiti og moskítófluga Sem fyrr segir var Árni á rækju- veiðum við Grænland um fjögurra mánaða skeið - frá ágúst og fram til 20. desember. Skipið var Ingi- mundur SH-335 frá Grundarfirði. Árni dregur ekki dul á að þessi tími hafi verið honum ógleyman- legur og hann er ákveðinn í að sækja Grænlendinga heim aftur. „Okkur var sagt upp á Sigluvík- inni í miðjum túr vegna kjara- dóms sem hafði fallið. Þá voru Grænland kom mér á óvart - segir þjónninn og hótelvertinn Árni Harðarson, sem var um fjögurra mánaða skeið kokkur á Ingimundi SH, sem stundaði rækjuveiðar við Grænland Árni skoðar hér kort af Grænlandi. Hann segir Grænland hafa komið sér á óvart og þangað verði hann að koma aftur. „Árið 2001 vildi þannig til að ég varð atvinnulaus. Ég hafði starfað sem prentari, sölumaður, þjónn og séð um rekstur á veitinga- og gistiað- stöðu. Þar sem ég hafði fyrir sex manna fjölskyldu að sjá var ekki ann- að í stöðunni en að hafa allar klær úti með vinnu. Það kom allt til greina, á sjó eða í landi. Ég hringdi út um allt land og spurðist fyrir um vinnu og það endaði með því að skipstjórinn á Sigluvíkinni hjá Þor- móði ramma-Sæbergi á Siglufirði bauð mér að koma um borð sem kokkur,“ segir Árni Harðarson, þjónn frá Akureyri, nú hótelvert á Hótel Tanga á Vopnafirði, þegar Ægir spurði hann út í fyrstu kynni hans af sjómennsku.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.