Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 42
42
F R É T T I R
K R O S S G Á TA N
Sæmundur Einarsson, smábáta-
eigandi í Reykjanesbæ, ræddi um
stöðu Landssambands smábáta-
eigenda á fundi sambandsins um
miðjan október. Á vef LS er vitn-
að til orða Sæmundar, en hann
sagði m.a.:
„Fyrir um það bil tuttugu
árum komu menn saman að
stofnun smábátafélags til hags-
bóta fyrir útgerðir báta sinna,
grasrótarhreyfing einyrkja, blaut-
ir á bak við bæði eyrun. Þessi fé-
lagsskapur manna með landsam-
band sem brjóstvörn hefur komið
miklu til leiðar í gegnum tíðina
svo eftir er tekið. Til dæmis veið-
heimildir í lokuðum potti króka-
báta.
Almenningur í landinu hefur
stutt dyggilega við þennan út-
gerðarflokk því hann er í senn
vistvænn og atvinnuskapandi og
lífgar sérstaklega upp á mannlífið
í dreifðum byggðum.
Kapp er best með forsjá, stend-
ur einhvers staðar! Því nú á aðeins
einu kynslóðabili eru teikn á lofti
um óæskilega stefnu í félaginu
sem stendur nú á tímamótum
með mikla möguleika ef rétt er á
spilum haldið. Í fyrsta lagi með
stækkun bátanna úr fimmtán
tonnum í tuttugu og fimm til
þrjátíu tonn. Í öðru lagi frjálsræði
í vali á veiðaðferð í krókakerfinu.
Að mínu viti glatast stuðning-
ur almennings við smábátamenn
og einyrkinn hverfur að mestu ef
af þessu verður, peningahyggjan
og hnefarétturinn kemur inn, góð
lífsgildi og virðing á mannrétt-
indum hverfa.
Það er umhugsunar vert hvað
löggjafinn hefur oft sett lög þvert
á stefnu L.S. og þar með gert
samþykktir aðalfunda félagsins
ómerkar.
Því spái ég, að eins og svo oft
áður, verði sjónarmið þess stóra í
félaginu sem ræður för, þegar
kemur að lagasetningu á löggjafa-
samkundunni, en ekki félagsleg
niðurstaða aðalfunda eins og
menn hafa haldið og vonast til.“
„Á tímamótum með
mikla möguleika“
Frá höfninni á
Bakkafirði.