Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 16
16 N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hf. er dæmi um sjávarútvegsfyrirtæki sem er algjör burðarás í atvinnulífinu. Í stór- um dráttum má segja að ef vel gangi hjá fyr- irtækinu gangi vel á Þórshöfn. Hraðfrysti- stöðin er fjöregg stað- arins og stærsti vinnu- veitandinn. Saga Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar spannar meira en hálfan fjórða áratug. Þann 8. júní 1969 stofnuðu heimamenn fyrirtækið í þeim tilgangi að byggja upp at- vinnulífið á staðnum. Til að byrja með var áherslan á frystingu bol- fisks og saltfiskvinnslu. Árið 1973 keypti fyrirtækið síðan síld- arverksmiðju á Þórshöfn og árið 1986 fór það inn á nýjar brautir með kaupum á loðnumjölsverk- smiðju frá Noregi. Þessi verk- smiðja hefur verið byggð upp í takt við ströngustu kröfur og óhætt er að fullyrða að hún sé nú með þeim allra fullkomnustu á landinu, með afkastagetu um eitt þúsund tonn á sólarhring Árið 1990 sameinuðust Hrað- frystistöð Þórshafnar og Útgerð- arfélag N-Þingeyinga og við það eignaðist Hraðfrystistöðin togar- ann Stakfell sem var gerður út til ársins 2000. Hlutdeildarfélag Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar, Skálar ehf, var stofnað árið 1993, en það gerði út nótaveiðiskipin Júpiter og Nept- únus til ársins 2000 þegar Skálar sameinaðist Hraðfrystistöðinni. Um haustið 2003 var fjölveiði- skipið Þorsteinn keypt ásamt aflaheimildum og er það vel út- búið til flökunar og frystingar á síld, en getur einnig stundað botnfiskveiðar. Neptúnus var seldur á árinu 2003 og Júpiter hefur nú verið lagt í kjölfar þess að nýtt skip með sama nafni var keypt nú á haustdögum frá Fær- eyjum. Sviptingar í eignarhaldi Óneitanlega hefur blásið nokkuð duglega um Hraðfrystistöð Þórs- hafnar á þessu ári. Upp á yfir- borðið kom óeining hluthafa, annars vegar Samherja hf., sem ásamt tengdum félögum átti rösk 60% í félaginu, og heimamanna. Ágreiningur var um framhald rekstrar á Íslenskum kúffiski og skiptingu H.Þ. í tvö rekstrarfé- lög, en með því töldu heimamenn að Þórshöfn gæti staðið uppi kvótalaus. Úr varð að Samherji hf. og tengd félög seldu sinn hlut í félaginu og Þórshafnar- og Sval- barðshreppur keyptu. Eignar- haldsfélag í eigu Þórshafnar- hrepps er nú stærsti hluthafinn í Hraðfrystistöð Þórshafnar með 39,8% og Svalbarðshreppur á 27,9%. Samanlagður eignarhlut- ur sveitarfélaganna er því 67,7% eða rösklega tveir þriðju hlutar hlutafjár. Þriðji stærsti hluthafinn er Sjóvá-Almennar með 11,4%, næstir eru Hilmar Þór Hilmars- son, Rafn Jónsson og Sparisjóður Þórshafnar. Í góðum rekstri Magnús H. Helgason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, telur ekki að svipt- ingar í eignarhaldi Hraðfrysti- stöðvarinnar fyrr á þessu ári hafi skaðað fyrirtækið. „Við höfum ekki látið þetta trufla okkur í daglegum rekstri og það má segja að hann hafi gengið nokkuð vel á árinu, ekki síst þegar haft er í huga að loðnuvertíðin var ekki í takt við okkar væntingar,“ segir Magnús. Hann segir það alltaf álitamál hvort sjávarútvegsfélag eins og Hraðfrystistöð Þórshafnar sé nægilega stór eining. „Það má alltaf um það deila hvort þessi eining er nægilega stór, en eins og fyrirtækið hefur verið rekið hefur það skilað ásættanlegri af- komu miðað við stærð. Hins veg- ar væri ekki verra að fá meira hrá- efni í gegnum verksmiðjuna til þess að ná enn betri rekstrarnið- urstöðu. Á fyrstu sex mánuðum ársins var framlegð af rekstrinum ásættanleg og ég hygg að við þetta megi vel una, en alltaf má gera betur,“ segir Magnús. Öflug skip fyrir veiðar á upp- sjávartegundum Hraðfrystistöð Þórshafnar á þrjú skip í dag. Júpiter ÞH-363, er nýjasta skip félagsins, keypt í Færeyjum nú á haustdögum og ber það 1560 tonn af kældum afla. Nýi Júpiter kemur í stað gamla Júpiters ÞH, sem nú hefur verið lagt. Sá gamli hafði aðeins mögu- leika til veiða í nót, en nýja skip- ið hefur líka möguleika til veiða í flottroll. Til viðbótar er skipið með sjókælitanka sem gefur möguleika á að koma með mun betra hráefni að landi, hvort sem er loðnu eða síld. Þá verður unnt að veiða kolmunna á þessu nýja skipi. „Nýja skipið getur notað bæði flottroll og nót, en gamla skipið aðeins nót sem gerir það að verkum að við höfum meiri möguleika að ná meira hráefni Fjöreggið á Þórshöfn Gamli Júpiter ÞH við bryggjuna á Þórshöfn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.