Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 28

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 28
28 N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð Árið 1992 tók Gunnólfur ehf. á leigu saltfiskverkun Útvers hf. á Bakkafirði 1992 þegar það fyrir- tæki varð gjaldþrota og hélt áfram þeirri stefnu sem Útver hf. hafði markað, að auka tækni í saltfiskiðnaði til að auka framlegð og samkeppnishæfni. Í dag starfa um 25 manns hjá Gunnólfi ehf. Bróðurpartur starfsmanna er Pólverjar, margir þeirra hafa búið árum saman á Bakkafirði og eru því orðnir góðir og gegnir Bakkfirðingar. Skoða möguleika á útflutningi á ferskum fiskflökum Síðla sumars og í haust segir Kristinn Pétursson að nokkurrar sölutregðu hafi gætt í saltfiski, einkum dýrari tegundum, og því sé nú verið að skoða þann mögu- leika að fara líka í útflutning á ferskum fiskflökum. Kristinn bendir á að auk þess að fljúga með fiskinn frá Keflavík hafi ver- ið að opnast fleiri möguleikar í útflutningi á ferskum fiski frá landinu. Þannig sigli Norræna nú allt árið á miðvikudögum frá Seyðisfirði til Danmerkur, Eim- skip sigli í hverri viku frá Eski- firði og nýjasti möguleikinn í millilandaflutningum séu sigl- ingar Samskipa frá Reyðarfirði á sunnudögum til meginlands Evr- ópu. „Þessi aukna tíðni í skipa- flutningum frá Austfjarðahöfnum þýðir aukin sóknarfæri í útflutn- ingi á ferskum fiski frá sjávar- plássum hérna fyrir austan. Sjó- flutningarnir eru mun ódýrari kostur en að flytja fiskinn með flugi, flutningskostnaðurinn er um sjötíu krónum lægri á kílóið,“ segir Kristinn. Hann segir að jafnan sé sölu- tregða á saltfiski yfir sumarmán- uðina, en hann segir að salan fari mun hægar af stað núna á haust- mánuðum en oft áður. Markaðs- lönd Gunnólfs eru fyrst og fremst Spánn, Ítalía og Grikkland. Kristinn segir að sölutregðu hafi gætt í haust í öllum þessum löndum. „Það er líklegt að þessa tregðu megi rekja til óvenju mik- illa hita við Miðjarðarhafið núna í haust,“ segir Kristinn. Til þess að fara út í vinnslu á ferskum fiski segist Kristinn þurfa aukinn tækjabúnað. „Ég er að leita mér að peningum til þess að fara út í þessa fjárfestingu. Ef þú veist hvar peninga er að finna, máttu gjarnan láta mig vita!“ segir Kristinn og brosir. „Það er svo sem nóg til af peningum, en einhverra hluta vegna þykja ekki nógu góð veð í okkur hérna á norðausturhorninu! En í alvöru talað, svo allrar sanngirni sé gætt, þá er þjónusta bankakerfisins mun betri en hún var hér áður fyrr. Þar er stór munur á.“ Fjárfest í tækni í stað kvóta Saltfiskvinnslan hjá Gunnólfi stendur á gömlum merg. Hún er vel tækjum búin, enda segist Kristinn alltaf hafa lagt áherslu á að fylgjast vel með tækniþróun- inni og taka upp þá tækni sem best er á hverjum tíma. „Við höf- um oft verið á undan öðrum í tæknivæðingu. Til dæmis byrjaði Útver, forveri Gunnólfs, að nota saltara frá Tausti hf. árið 1981 og árið 1986 var hér hafin sprautu- söltun, á undan öðrum. Fyrirtæk- ið hefur þannig verið leiðandi á ýmsum sviðum. Það er að vísu dýrt fyrir svona lítið fyrirtæki á Um líf eða dauða sjávar- útvegs á Íslandi að tefla - Ægir sækir heim Kristin Pétursson, fiskverkanda á Bakkafirði Upphaflega var Gunnólfur ehf. á Bakkafirði stofnaður árið 1985 til undirverktöku um vegagerð fyrir Íslenska aðalverktaka upp á Gunnólfsvíkurfjall. Kristinn Pétursson og eig- inkona hans, Hrefna S. Högnadóttir, áttu þá 35% í fyrirtækinu. Þegar verkefnum lauk á Gunnólfsvíkurfjalli keyptu Kristinn og Hrefna allt hlutafé í fyrirtækinu. Í dag er Gunnólfur ehf. að 90% í eigu þeirra hjóna, en Íslenska umboðssalan á 10%. Kristinn Pétursson: Það er dýrt fyrir svona lítið fyrirtæki á „einhverjum út- nára“, eins og sumir segja, að borga þróunarkostnað fyrir stórfyrirtækin, sem þau taka síðan upp. En eigi að síður hefur allt þetta brölt borgað sig. Við höfum fjárfest í tækni í staðinn fyrir kvóta. Hluti húsakynna Gunn- ólfs ehf. á Bakkafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.