Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L „Nú er mál að linni, nú þarf greinin að fá frið til að efla sig enn frekar og nú eru komnar í megin atriðum sömu forsendur fyrir alla. Ég ítreka að við verðum að vinna saman og ef ráðuneytið getur haft for- göngu um slíka samvinnu þá lýsi ég því hér með yfir að við munum ekki skorast undan verkum.“ Þannig komst Árni M. Mathiesen, sjáv- arútvegsráðherra, að orði í niðurlagsorðum sínum á aðalfundi Landssambands smá- bátaeigenda í Reykjavík á dögunum. Árni sagði í ræðu sinni að ýmsar breytingar hafi verið gerðar á kvótakerfinu í gegnum tíð- ina með það að leiðarljósi að lægja öldur í kringum kerfið. Síðustu tvær breytingarn- ar lúta að upptöku veiðigjalds, sem tók gildi í upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs, og breytingu á dagabátakerfinu. Það er hárrétt hjá sjávarútvegsráðherra að það er brýnt hagsmunamál fyrir sjávar- útveginn að í kringum hann fari að ríkja friður. Það er ímyndarlega nauðsynlegt fyrir atvinnugreinina. Það má leiða að því líkur að sífelldar deilur milli einstakra út- gerðarflokka, t.d. svokallaðra stórútgerða og smábátasjómanna, séu ekki til þess fallnar að auka áhuga ungs fólks á að hasla sér völl í sjávarútvegi. Og það sama gildir um síendurteknar deilur samtaka útgerðar og sjómanna um kaup og kjör. Burðarfyrirtæki í byggðunum Það kom glögglega í ljós í heimsókn Ægis í þéttbýlisstaði á norðausturhorni landsins, sem er ítarlega fjallað um í þessu blaði, að sjávarútvegsfyrirtæki eru algjörar grunn- stoðir þessara byggða - Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Raufarhafnar. Ef vel gengur í sjávarútveginum, þá geng- ur vel á þessum stöðum. Margoft hefur verið um það rætt hversu nauðsynlegt það er fyrir sjávarútvegspláss eins og hér eru nefnd að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið með nýjum at- vinnugreinum. Slík áform hafa hins vegar oftar en ekki beðið skipbrot, jafnvel strax í fæðingu. Það sem er raunhæft í þessum efnum er nákvæmlega það sem Íslenskur kúffiskur, dótturfyrirtæki Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar, hefur gert - þ.e. að efna til nýsköpunar á sviði sjávarútvegs. Á þessum stöðum er til staðar mikil þekk- ing í sjávarútvegi og því er til árangurs fallið að byggja upp nýjar atvinnugreinar sem tengjast sjónum á einn eða annan hátt. Hjá Íslenskum kúffiski hefur vissu- lega á ýmsu gengið. Ýmiskonar byrjun- arörðugleikar settu strik í reikninginn, en nú hafa menn náð allgóðum tökum á framleiðslunni og fyrir dyrum stendur uppbygging bæði vinnslu og skips, sem er ætlað að skila verulegri framleiðslu- aukningu. Það er til marks um mikilvægi sjávarút- vegsfyrirtækja á svo fámennum stöðum, að bæði á Vopnafirði og Þórshöfn hefur á yf- irstandandi ári orðið mikill titringur vegna eignarhalds burðarfyrirtækja stað- anna - Tanga hf. og Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Þessar hræringar enduðu á sama veg - sveitarfélögin tryggðu sér meirihluta hlutabréfa í fyrirtækjunum og slógu þar með skjaldborg um þau. Það er að sjálfsögðu þannig að ef burðarfyrirtæk- in bresta eða bátnum er á einhvern hátt ruggað, þá er byggðin í hættu. Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Stöðugt þróunarferli Allt frá því að fiskveiðistjórnunarkerfið var tekið upp hefur það gengið í gegnum stöðugt þróunarferli. Miklar breytingar hafa verið gerðar á því í gegnum tíðina og nýverið hafa gengið í gegn breytingar sem taka mið af því að auka sátt um kvótakerf- ið og festa það þar með í sessi. Ég geri mér eðlilega grein fyrir að það verður aldrei náð hinni fullkomnu sátt en ein- hversstaðar verða menn að mætast. Sumar þær breytingar sem gerðar hafa verið eru í andstöðu við greinina og ekki endilega til þess fallnar að efla fyrirtækin ef til skamms tíma er litið. Sem dæmi þá þótti sjálfsagt að binda hámarks heildarkvóta- eign við 12% á fyrirtæki. En þegar lög- gjafinn ætlaði að setja 15% hámarkseign markaðsráðandi fyrirtækja ljósvakamiðla ætlaði allt að ganga af göflunum. En nú er mál að linni og ákveðin niðurstaða komin hvað fiskveiðistjórnunina varðar. (Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva) Að bregðast við aðstæðum Lægra afurðaverð og hærra verð aðfanga eins og olíu hafa að sjálfsögðu áhrif á rekstur fyrirtækjanna. Væntingar til kvótakerfisins voru þær að það stuðlaði að hagræðingu. Þær væntingar hafa gengið eftir. Tækifærin til að stjórna framboði sjávarafurða, sem alfarið helgast af tilvist kvótakerfisins, gerir Íslendingum kleift að laga sig að markaðsaðstæðum og standa sig betur í samkeppninni. Betri frammi- staða í samkeppninni og hagkvæmari rekstur auðveldar þeim að bregðast við ýmsum ytri aðstæðum svo sem hækkun olíuverðs. Því miður kallar það stundum á sársaukafullar aðgerðir að bregðast við erf- iðum aðstæðum. En hver þorir að hugsa til þess hvaða áhrif hin harða alþjóðlega samkeppni á fiskmörkuðum og óhagstætt olíuverð hefði á íslenskan sjávarútveg og íslenskt hagkerfi ef Frjálslyndi flokkurinn fengi tækifæri til að hrinda sjávarútvegs- stefnu sinni í framkvæmd? (Úr pistli á vefsetrinu 200milur.is) Handbeitning og háskólastörf Hið sérstaka aðskilda fiskveiðistjórnar- kerfi smábátanna, krókaflamarkið hefur óneitanlega skapað byggðarlögum við- spyrnu sem ella hefðu ekki átt lífsmögu- leika. Byggðakvóti hefur sums staðar reynst þýðingarmikið úrræði. Aflabætur við hrun einstakra fiskistofna hafa sömu- leiðis verið hreint bjargræði og línuíviln- unin hefur fest útræði smábáta í sessi í byggðarlögum sem liggja vel við slíkri sjósókn. Það hefur svo sem ekki vantað að menn hafa reynt að úthrópa þetta og viljað kenna við úrelta fortíðarhyggju. Slíkt er ósanngjarnt. Í byggðarlögum þar sem at- vinna er einhæf skipta sjávarútvegsstörfin öllu máli. Vinna við beitningu, til dæmis, er tiltölulega vel launuð, vinnutíminn er sveigjanlegur og hentar báðum kynjum. Þessi vinna gefur fólki tekjur, myndar arð í byggðunum og er því undirstaða þess að unnt sé að byggja upp aðra atvinnustarf- semi á fjölbreyttari grunni. Menn eiga þess vegna ekki að láta eins og slíkt sé andstæða annarra starfa, svo sem eins og háskólastarfa, ekki frekar en að starf á góðum frystitogara sé andstæða háskóla- starfa, af því að það krefst ekki háskóla- menntunar. (Einar K. Guðfinnsson í pistli á vef BB á Ísafirði) U M M Æ L I „Nú er mál að linni“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.