Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 29

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 29
29 „einhverjum útnára“, eins og sumir segja, að borga þróunar- kostnað fyrir stórfyrirtækin, sem þau taka síðan upp. En eigi að síður hefur allt þetta brölt borgað sig. Við höfum fjárfest í tækni í staðinn fyrir kvóta.“ Of mikil innri spenna „Við erum hér á kaldasta svæði landsins, frá Raufarhöfn að Borg- arfirði eystri, og þorskurinn vex hægar á hafsvæðinu hér úti fyrir en annars staðar. Þar af leiðandi er meðalvigtin lægri en annars stað- ar. Við getum ekki keppt við fisk sem er stærri og í mun hærra verði. Héðan leitar því kvótinn þangað sem fiskurinn er í hærra verði.“ Gunnólfur er bæði í beinum viðskiptum við útgerðir báta og kaupir hráefni á markaði. „Því er ekki að neita að það er oft helvíti snúið að verða sér úti um hráefni og mér finnst heldur síga á ógæfuhliðina í þeim efnum. Það er ljóst að það myndi slaka á mestu spennunni ef leyft yrði að veiða 50 þúsund tonnum meira af þorski. Það er að mínu mati alltof mikil innri spenna í sjávarútveg- inum. Öll þessi miðstýring á veiðum er of dýr. Viðvarandi deil- ur milli hinna stóru og smáu í sjávarútveginum valda að mínu mati meiri skaða en margt annað. Síðasta árið hafa þessar deilur snúist um línuívilnun og byggða- kvóta. Ég held að menn ættu að hætta að deila um þessa hluti, það er nógur fiskur í sjónum fyrir alla og því ættu menn frekar að ná sátt um að veiða meira. Þessar deilur eru til þess fallnar að skaða ímynd sjávarútvegsins og þannig minnkar áhugi allra á að starfa eða fjármagna þessa mikilvægu atvinnugrein. Það er brýnt að laga ýmsa galla á núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi, sérstaklega óþarfa spennuvalda.“ Samkeppni um sjónarmið Kristinn Pétursson hefur lengi verið gagnrýninn á fiskveiðiráð- gjöf Hafrannsóknastofnunarinnar og látið sínar skoðanir á henni í ljós í ræðu og riti. „Jú, það hefur verið tekið eftir því sem ég hef verið að segja,“ segir Kristinn þegar hann er spurður að því hvort menn hafi ekkert tekið mark á því sem hann hefur fram að færa í þessum efnum. „Mér finnst mjög miður að ekki skuli vera nein samkeppni á þessu sviði. Ég hef leitað til Háskólans á Akureyri og spurst fyrir um hvort hann sé ekki tilbúinn að taka upp umræðu um þessi mál og færa hana á hærra plan. Ég spyr, því er ekki hægt að taka upp samkeppni í túlkun fyrir- liggjandi gagna um fiskistofnana? Ég tel að öll samkeppni um sjón- armið þrói umræðuna og þannig verði framfarir. Núna hefur Hafró á sinni hendi einokun á túlkun gagna. Þessi einokun á túlkun gagna og hugsanlegra mistaka þessarar ágætu stofnunar er fráleit staða á tímum samkeppni og örr- ar framþróunr á flestum sviðum,“ segir Kristinn. Blind tölfræði Hafró „Það hefur lítið verið rætt að samanlagt ofmat Hafrannsókna- stofnunarinnar árin 1998, 1999 og 2000 á stærð þorskstofnsins er 757 þúsund tonn, sem er engin smá upphæð í krónum og aurum fyrir þjóðarbúið. Ég fellst alls ekki á þessa skilgreiningu „of- mat“. Það er mín skoðun að þessi fiskur hafi hrygnt fjögurra, fimm og sex ára og drepist eftir hrygn- ingu. Líklegast er að þetta hafi skeð vegna þess að við vorum að þvinga náttúruna til þess að stækka stofninn, þá felldi hann bara kynþroskann. Þetta er þekkt í fiskeldi. Hafró notar hins vegar blinda tölfræði með 0,2% dánar- stuðli, þannig að 20% af hverjum árgangi hafi drepist, burtséð frá umhverfisskilyrðum, sem er í meira lagi órökrétt. Niðurstaða Hafró hefur verið sú að hér hafi verið um að ræða ofmat. Það eru ekki til nema tveir möguleikar í stærðfræðilegri fiskifræði, annað hvort ofveiði eða ofmat. Þegar Hjónin Kristinn Pétursson og Hrefna H. Högnadóttir eiga (90% hlut) og reka Gunnólf ehf. á Bakkafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.