Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 21
21
N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð
Nú standa yfir um-
fangsmiklar fram-
kvæmdir við höfnina
á Þórshöfn, sem
miða að því að stór-
bæta aðstöðu fyrir
stór skip og smábáta
svo og flutningaskip.
Stefnt er að því að
ljúka þessum fram-
kvæmdum árið 2006.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri
á Þórshöfn, segir að áætlað sé að
þegar upp verði staðið muni
heildarkostnaður við hafnarfram-
kvæmdirnar nema um hálfum
milljarði króna. Þar af greiðir
sveitarfélagið á bilinu 10-25%
kostnaðar. Björn segir að þessi
kostnaður dreifist á nokkur ár og
sé því viðráðanlegur fyrir sveitar-
félagið.
Nauðsynlegar framkvæmdir
Ekki þarf að hafa um það mörg
orð að eins og í öllum plássum
sem byggja á sjávarútvegi er
höfnin á Þórshöfn lífæð byggðar-
lagsins.
„Til stóð að fara í framkvæmdir
við loðnulöndunarkant í haust, en
útboðið á þeirri framkvæmd
klikkaði. Það er því ljóst að í
þetta verkefni verður ekki farið
fyrr en á næsta ári,“ segir Björn,
en þar er um að ræða endurnýjun
á gamalli 70 metra trébryggju.
Rekið verður niður stálþil og
steypt þekja, auk þess sem byggð
verður 20 metra löng trébryggja.
Samkvæmt hafnaáætlun er áætl-
aður kostnaður við þetta verk
röskar hundrað milljónir króna.
„Við gerum ekki ráð fyrir að þess-
um síðasta áfanga verði lokið fyrr
en árið 2006,“ segir Björn.
Þekja á viðlegukant og bætt
aðstaða smábáta
Í sumar var unnið að því að
steypa þekju í framhaldi af því að
stálþil var rekið niður og viðlegu-
kanturinn lengdur. Þá hefur að-
staða smábáta verið lagfærð veru-
lega. „Ég ímynda mér að þessum
áfanga í hafnarframkvæmdum
verði lokið um miðjan nóvem-
ber,“ segir Björn, en áður hafði
verið ráðist í dýpkun hafnarinnar
og því geta nú stór fiski- og
flutningaskip lagst þar að
bryggju án vandkvæða. Þetta seg-
ir Björn að sé mjög mikilvægur
áfangi og til þess fallinn að
styrkja byggðarlagið.
Mikill afli berst á land á Þórs-
höfn, fyrst og fremst þó uppsjáv-
arafli - loðna, kolmunni og síld.
Að sama skapi er útskipunin
töluverð, aðallega mjöl og lýsi en
einnig frystar afurðir, loðna,
hrogn og síld.
Stór hluthafi í HÞ
Þórshafnarhreppur er með mikla
fjármuni bundna í Hraðfrystistöð
Þórshafnar. Eftir að Samherji hf.
fór út úr félaginu fyrr á þessu ári
kom sveitarfélagið ásamt Sval-
barðshreppi, af miklum þunga að
eignarhaldinu. Björn Ingimarsson
segir að fyrst og fremst hafi vakað
fyrir sveitarfélögunum að tryggja
rekstur HÞ til framtíðar á Þórs-
höfn. „Það er hins vegar ekki
markmið að Þórshafnarhreppur
eigi svo stóran hlut og þannig á
það helst ekki að vera. Hins vegar
var það okkar mat að rétt væri að
koma að félaginu og ná að tryggja
starfsemi þess hér. Hér er um gott
fyrirtæki að ræða og á það ber að
líta að við hefðum ekki haft efni á
því að láta fyrirtækið hverfa héðan
af staðnum,“ sagði Björn. „Ég vil
ekki spá um hvert framhaldið
verður, en það sem við höfum ver-
ið að leggja áherslu á er að tryggja
betur rekstur dótturfélags HÞ, Ís-
lensks kúffisks, með nauðsynleg-
um breytingum á vinnslunni í
landi og stærra og afkastameira
skipi. Það mál lítur vel út, við
höfum verið að vinna að fjár-
mögnun á því dæmi og það hefur
gengið vel. Við reiknum með að
fara í þessar breytingar í desember
og jafnframt verður væntanlega
farið í lengingu á Fossá. Annars
erum við að skoða alla möguleika
varðandi skipið, en það sem er nú
á teikniborðinu er lenging þess,“
segir Björn Ingimarsson.
Hafnarframkvæmdir á Þórs-
höfn fyrir hálfan milljarð
Hluti hafnarsvæðis-
ins á Þórshöfn.
Unnið hefur verið
að því í sumar að
steypa þekju á
nýjasta hluta hafn-
argarðsins. Búast
má við að lokið
verði árið 2006 við
gerð nýs loðnulönd-
unarkants.