Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 20
20
F R É T T I R
Guðmundur Björnsson, sem
veitir fiskmarkaðnum forstöðu,
segir að þar sem engin bolfisk-
vinnsla sé starfrækt á Þórshöfn
hafi verið mikið hagsmunamál
fyrir trillukarla og aðra að koma
markaði á fót þannig að unnt
væri að koma fiski sem berist á
land á Þórshöfn í verð. Markaðs-
svæði Fiskmarkaðar Þórshafnar
spannar frá Kópaskeri að Borgar-
firði eystri. „Auk þess hafa bátar
komið langt að yfir sumarmánuð-
ina og landað hér, t.d. frá Aust-
fjörðum og Dalvík. Það var ágæt-
is fiskerí á þessu svæði í sumar,
einkum þó á línu,“ segir Guð-
mundur.
Uppboð og aðgerðarþjónusta
Fiskur sem landað er t.d. seinni-
hluta dags á Þórshöfn er boðinn
upp stundvíslega klukkan eitt
daginn eftir í uppboðskerfi Ís-
landsmarkaðar. Eftir að fiskinum
er landað er gert að honum, en á
vegum markaðarins er boðið upp
á slægingarþjónustu. Þá er fiskur-
inn stærðarflokkaður.
„Við erum ekki með fastráðna
starfsmenn í aðgerðinni, en við
höfum aðgang að fjögurra manna
kjarna sem við getum kallað í
seinnpart dags. Auk þess fisks
sem er landað hér á staðnum ger-
um við að fiski sem er landað á
bæði Raufarhöfn og Bakkafirði og
fluttur hingað á bíl,“ segir Guð-
mundur.
Bróðurpartur aflans fer
á suðvesturhornið
Sá fiskur sem er boðinn upp á
Þórshöfn upp úr hádegi er að
sögn Guðmundar að jafnaði kom-
inn til kaupenda, t.d. á suðvestur-
horninu, kl. sjö daginn eftir.
Fyrst og fremst er um að ræða
fisk af smábátum, en einnig er
meðafli af skuttogaranum Brett-
ingi á Vopnafirði seldur á mark-
aðnum - mest ýsa, ufsi, steinbítur
og hlýri. Einnig er Geir ÞH-150
á Þórshöfn, tæplega 200 tonna
dragnóta- og netabátur, í föstum
viðskiptum við fiskmarkaðinn og
raunar er útgerð þess skips stærsti
viðskiptavinur Fiskmarkaðar
Þórshafnar. Stærstur hluti af þeim
fiski sem seldur er í gegnum
Fiskmarkað Þórshafnar fer til
vinnslu á suðvesturhorninu -
Reykjavík og Suðurnesjum.
Sem fyrr segir er engin bolfisk-
vinnsla á Þórshöfn og því er allur
fiskur sem boðinn er upp á mark-
aðnum fluttur í burtu. Guð-
mundur segir menn oft hafa rætt
um þann möguleika að nýta eitt-
hvað af þessum afla til fiskvinnslu
á staðnum, en af því hafi ekki
orðið.
Þörf fyrir slíkan markað
„Það er auðvitað nokkuð mis-
munandi hvaða tegundir eru í
boði á markaðnum, en langmest
er þetta þorskur, ýsa og steinbít-
ur. Um miðjan september vorum
við komnir með um 980 tonn í
gegnum markaðinn. Stefnan var
sett á fimmtán hundruð tonn í ár,
en ég hygg að það sé hæpið að við
náum því. Mér sýnist raunhæfara
að við verðum nálægt þrettán
hundruð tonnum í ár, sem ég tel
vel ásættanlegt,“ segir Guðmund-
ur. „Ég tel að við höfum sýnt
fram á þörfina fyrir slíkan markað
hér og þess vegna tel ég einsýnt
að við séum komnir til að vera
með þessa starfsemi,“ segir Guð-
mundur Björnsson.
Fiskmarkaður Þórshafnar hefur starfað í hálft annað ár:
Kominn til að vera
- segir Guðmundur Björnsson, sem veitir markaðnum forstöðu
Um mitt síðasta ár stóð Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar fyrir stofnun Fiskmarkaðar Þórshafnar.
Fram að þeim tíma var ekki fiskmarkaður
starfræktur á þessu svæði og því var talin mik-
il þörf fyrir hann.
Horft til Þórshafnar.
Guðmundur Björnsson
telur ekki vafa á því
að Fiskmarkaður
Þórshafnar sé kominn
til að vera.
Guðmundur Björnsson, forstöðumaður
Fiskmarkaðar Þórshafnar.