Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 13

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 13
13 N O R E G U R talað um að losa um reglur og eigendaskyldu sjómanna um borð í skipunum. Það má því í stuttu máli segja að fyrir dyrum standi í Noregi að gjörbylta núverandi reglugerðarkerfi. Norðmenn eru hins vegar eilítið hræddir við það fyrirkomulag sem er í gildi á Ís- landi, en þeir vilja þó feta sig í átt að okkar stjórnkerfi fiskveiða og vinnslu. Enda er það svo að í norskum sjávarútvegsblöðum velta menn vöngum yfir því hvernig íslenskur sjávarútvegur nái arði út úr rekstrinum. Þannig var því haldið fram í einu norsku blaði sl. sumar að Samherji hf. væri arðsamasta sjávarútvegsfyrir- tæki heims. Samsvarandi fyrir- tæki í Noregi, Domstein við Álasund, er rekið með tapi. Svar Norðmanna við þessu er að þeir telja að það verði að losa um nú- verandi kerfi, brjóta upp reglu- gerðarveldið og leyfa meira frelsi, heimila fyrirtækjunum að stækka, kaupa meiri kvóta og vera frjálsari af því hvað þau gera við aflann. Framsal aflaheimilda gæti komið til, en það hefur ekki verið heimilt. Á móti kemur að með framsalinu gætu ýmsar byggðir staðið veikum fótum og við þetta eru margir hræddir, einkanlega þó í Norður-Noregi þar sem margar staðir byggja af- komu sína að stórum hluta eða öllu leyti á sjávarútvegi,“ segir Gísli. Bróðurpartur sjávarútvegs fyrirtækja rekinn með tapi í Noregi Að sögn Gísla hefur það komið ítrekað fram hjá Svein Ludviksen, sjávarútvegsráðherra Norðmanna, að núverandi fyrirkomulag sjávar- útvegs í Noregi gengur ekki lengur, enda er það svo að á árun- unum 2002-2004 tapaði norskur sjávarútvegur 25 milljörðum ís- lenskra króna. Fyrirtækin voru með öðrum orðum rekin upp til hópa með bullandi tapi. Hér áður fyrr borgaði byggðasjóðurinn norski uppsafnað tap, en nú er svo komið að hann er ekki lengur til í þáverandi mynd og því er ekki unnt að sækja fé í hans digru sjóði. Byggðasjóður var sem sagt einkavæddur og nú er hans helsta hlutverk að fjárfesta í arðbærum atvinnugreinum. Ríkisstuðningur í norskum sjávarútvegi heyrir því sögunni til að því frádregnu að greinin nýtur ívilnana í formi afsláttar af launatengdum gjöldum. Þetta er reyndar fyrsta árið sem greinin þarf að standa á eigin fótum, ef svo má að orði komast, og Gísli segir að óneitanlega kvarti hún yfir þessari stöðu og vísi til svika stjórnmálamanna. Á undanförnum árum hafa ver- ið gerðir rammasamningar um stuðning við sjávarútveginn, mest í formi flutningsstyrkja, en í vor brá svo við að ekki tókust samn- ingar milli útvegsins og stjórn- valda. „Þetta voru mest flutnings- styrkir, en einnig beitustyrkir o.fl.,“ segir Gísli. Almennt má segja að norskur sjávarútvegur sé í dag rekinn með tapi, en Gísli segir þó að Kjell Inge Rökke sé réttum megin við núllið með sinn rekstur,“en hann hefur líka fengið umdeildar und- anþágur frá þessum reglum. Sam- kvæmt skýrslunni sem var afhent sjávarútvegsráðherra sl. vor hafa á sl. fimmtán árum þrjú af hverjum fjórum sjávarútvegsfyrirtækjum í Noregi verið rekin með tapi.“ Inn á flugfiskmarkaðinn Íslendingar virðast hafa verulegt forskot á aðrar þjóðir í útflutningi á ferskum fiski. Einkum hefur vakið athygli hversu lítið Norð- menn hafa gefið þessum markaði gaum. Gísli segir að í Kirkenes, nyrst í Noregi, séu menn byrjaðir að gera tilraunir með að fljúga með ferskan fisk beint til Banda- ríkjanna og Japan - þ.e. flogið er yfir Norðurpólinn. „Það sem m.a. hefur hamlað því að Norðmenn hafa haslað sér völl á þessum markaði er þessi löndunarskylda á afla í Noregi,“ segir Gísli. Gísli segir að umræðan um sjávarútveg í Noregi sé fyrst og fremst bundin við norðurhluta landsins og einstaka fjölmiðla sem fjalla um sjávarútveg og við- skipti. Inn í stóru landsfjölmiðl- ana rati mjög sjaldan fréttir um sjávarútveg. „Í Oslo er t.d. lítið sem ekkert fjallað um sjávarútveg og þar hefur fólk ekki hugmynd um að það sé einhver krísa í gangi í sjávarútveginum,“ segir Gísli Kristjánsson. Gísli Kristjánsson, fréttaritari RÚV í Noregi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.