Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 37
37
R A N N S Ó K N I R
hefðbundna beitu og eins nýtist
allt hráefnið til fulls. Beitan er
auk þess alltaf tilbúin á krókinn
og beitupokarnir frjósa ekki sam-
an. Þá virðast sjófuglar lítið sækja
í beitupokana, en ásókn þeirra
hefur lengi valdið vandræðum við
línuveiðar.
Nýja pokabeitan er pökkuð í
trefjaefni sem henta vel til að
stjórna útstreymi beituhráefnisins
í nægilegu magni í æskilegan
tíma. Efnið í trefjapokunum hef-
ur einnig þá eiginleika að þegar
það blotnar þá mýkist það og
áferðin líkist helst roði á fiski.
Pokabeitan hefur verið prófuð við
raunverulegar aðstæður og lofar
góðu. Þess má geta að trefjaefnið
sem notað er í pokana er, sam-
kvæmt upplýsingum frá framleið-
anda, umhverfisvænt og eyðist í
náttúrunni á nokkrum árum.
Lokaorð
Langtímamarkmiðið er að þróa
beitu sem hægt verður að stjórna
útstreyminu frá. Hugsanlegt væri
að stjórna samsetningu beitunnar
þannig að aðdráttarefni, sem eru
til staðar í beitunni, leystust upp
þegar línan er lögð í sjó í ákveð-
inn tíma og í ákveðnu magni.
Efnin sem kæmu frá beitunni
væru breytileg þannig að hægt
væri að stjórna hvaða fisktegund
væri veidd. Seinni tíma markmið
er beita sem þyrfti ekki kælingu
né frystingu, svokölluð“ þurr-
beita“. Þá yrðu til staðar forverar
lyktarefna, bundin hlutlausum
massa, ásamt ensímum þar sem
virkni myndi liggja í dvala þar til
beitan blotnar.
Línunni með beitunni á komið fyrir í balanum.