Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 19
19
N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð
Við munum hólfa vinnsluna nið-
ur, í líkingu við það sem þekkist í
rækjuverksmiðjum,“ segir Magn-
ús.
Yfir 20 þúsund
tonna vinnsla á ári
Kúffiskvinnslan hefur verið að
aukast á undanförnum árum.
Þannig fóru 14.500 tonn í gegn-
um vinnsluna árið 2003, 12.350
árið 2002 og 7.500 tonn árið
2001. Í ár stefnir í að um 11 þús-
und tonn fari í gegnum kúffisk-
vinnsluna, en óvissa fyrirtækisins
fyrstu 6 mánuðina gerði það að
verkum að aðeins voru unnin
4000 tonn á því tímabili.
„Eftir þær breytingar sem við
munum gera á verksmiðjunni er
stefnt að því að við munum vinna
úr um 20 þúsund tonnum á ári,“
segir Magnús.
Íslenskur kúffiskur hefur til-
raunaleyfi til veiða á kúfskel hér
við land, eitt fyrirtækja. Veiði-
svæðið er frá Garðskagatá að Ing-
ólfshöfða. „Það er engin spurning
í mínum huga að þessi vinnsla er
komin til að vera. Til viðbótar við
endurbætur á vinnslunni og auk-
in afköst hennar þyrfti að auka
veiðigetuna. Ef ekki verða aðrir
kostir í stöðunni höfum við í
hyggju að lengja Fossá um 13
metra og þá myndi skipið bera
um 250 tonn í stað 120 tonna í
dag,“ segir Magnús.
Merkilegt fyrirbæri
Kúfskelin er merkilegt fyrirbæri.
Hún lifir frá fjöruborði niður á
100 metra dýpi eða jafnvel dýpra
í fínsendnum eða leirkenndum
botni. Kúfskelin grefur sig niður
í botninn, gjarnan liggur hún rétt
undir yfirborði þannig að aðeins
sjást inn- og útstreymisop hennar.
Eftir að lirfustiginu sleppir er
hún staðbundin en hefur gildan
fót sem hún notar til að færa sig
upp og niður í botnlaginu. Tálkn
kúfskeljarinnar sía fæðu úr um-
hverfinu, s.s. bakteríur, lífrænar
leifar plantna og dýra og plöntu-
svif. Úr vexti kúfskeljarinnar
dregur eftir því sem hún verður
eldri, en ræðst að öðru leyti af
fæðu, hitastigi og seltu.
Kúfskelin verður um eða yfir
200 ára gömul. Elsta skelin sem
hefur verið aldursgreind var 201
árs, en í Bandaríkjunum var elsta
skelin 221 árs. Vöxtur kúfskeljar-
innar er mjög hægur og að sama
skapi nýliðun hennar.
Ráðgjöf Hafró
Í ástandsskýrslu Hafró segir svo
um kúfskelina: „Kúfskeljastofn-
inn á 5-50 m dýpi í Faxaflóa,
Breiðafirði og við Suðausturland
var kannaður árið 1987, en við
Vestfirði, Norður- og Norðaust-
urland árið 1994 og er stofnstærð
á þessu svæði metin rúm 1.260
þús. tonn. Stofnstærð kúfskelja
sunnanlands frá Garðsskaga að
Tvískerjum hefur enn ekki verið
metin. Ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunarinnar til ársins 1999 var
miðuð við að ársaflinn færi ekki
yfir 5% af áætlaðri heildarstofn-
stærð. Athuganir árið 1999 bentu
til þess að langtímaveiðiþol
stofnsins væri mun minna en 5%.
Því var nýtingarstefnan endur-
skoðuð.
Aflamark hefur ekki verið
svæðisbundið en til að koma í veg
fyrir ofnýtingu einstakra svæða
og tryggja að sókn dreifist jafnar
á útbreiðslusvæði stofnsins, legg-
ur Hafrannsóknastofnunin til að
aflamark verði bundið ákveðnum
veiðisvæðum sem miðast við firði
á Vestfjörðum, Norðurlandi og
Austfjörðum. Í Faxaflóa og fyrir
Suðurlandi skal miða við frekari
svæðaskiptingu. Auk þess er lagt
til, í varúðarskyni, að ekki verði
að jafnaði veitt meira en sem
nemur 2.5% af áætlaðri stofn-
stærð á hverju ári á tilteknu 4-7
ára tímabili á hverju veiðisvæði,
en með þeim takmörkunum að
afli einstök ár nemi aðhámarki
5% af áætlaðri stofnstærð.“
Herramanns matur
Hraðfrystistöð Þórshafnar er
stærsti hluthafinn í Íslenskum
kúffiski. Aðrir eigendur eru
BSC/Truex í Bandaríkjunum,
Sparisjóður Vestfirðinga og Ný-
sköpunarsjóður. Magnús segir að
áætlaður kostnaður við breytingar
á skipi og búnaði í landi sé um
150 milljónir króna, sem að hluta
verður fjármagnað með auknu
hlutafé í félaginu.
Það er óhætt að segja að Þor-
steinn Þorbergsson og hans menn
á Fossá ÞH hafi unnið mikið
frumkvöðlastarf við kúffiskveiðar
hér við land og aflað sér mikillar
þekkingar á þessu sviði. Skipverj-
ar hafa unnið náið með Guðrúnu
Þórarinsdóttur á Hafrannsókna-
stofnuninni varðandi rannsóknir á
útbreiðslu skeljarinnar, stofnstærð
og fleira. Í ástandsskýrslu Hafró
fyrir yfirstandandi fiskveiðiár er
gerð tillaga um að heildarafli af
kúfskel verði ekki meiri en
31.500 tonn.
Úr kúfskelinni er unninn kúf-
fiskur sem þykir hið mesta lost-
æti og er hann að stærstum hluta
seldur til Bandaríkjanna. Fiskur-
inn er aðallega nýttur í súpur en
einnig er hann vinsæll forréttur á
veitingahúsum. Einnig er farið að
vinna þykkni eða svokallaðan
djús úr kúffiskinum, sem er ekki
síður eftirsótt vara. Þá er kúffisk-
ur seldur í beitu hér innanlands
og til Færeyja.
Skelfiskveiðiskipið Fossá
í höfn á Þórshöfn.
Úr vinnslusal Íslensks kúffisks á Þórshöfn.