Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 30

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 30
30 N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð borin er saman fræðimennska og raunveruleiki kemur út óútskýrt frávik, sem ég skýri sem fisk sem hafi drepist. Ég get nefnt tvö dæmi úr Norður-Atlantshafi, sem styðja það sem ég er hér að segja. Annað er kolmunnastofninn. Úr honum hefur verið veitt þrisvar sinnum meira en ráðgjöf síðustu fimm til sex ára hefur mælt fyrir um. Þrátt fyrir þetta hefur kolmunnastofninn tvöfaldast að stærð. Hitt dæmið er þorskstofn- inn í Barentshafi. Þar er að koma á daginn að þorskveiðarnar voru tvisvar eða þrisvar sinnum meiri en lagt var til. Engu að síður er þorskstofninn í Barentshafi talinn mjög sterkur núna og Alþjóða- hafrannsóknaráðið leggur til auk- inn aflakvóta þar. Þetta dæmi er nákvæmlega það sem ég hef sagt varðandi Íslandsmið; veiðar örva vöxt á fiskinum og auka frjósemi í þorskstofninum. Það módel sem búið var til og Hafró hefur unnið eftir er einfaldlega rangt, en það virðist hræðilega þungur biti að kyngja því að ræða lagfæringar á þessu. Ég get ekki séð af hverju megi ekki uppfæra þetta módel eins og alla aðra hluti. Vírusforrit uppfærast t.d. daglega.“ Alþjóðahafrannsóknaráðið ræður ferðinni Í eitt kjörtímabil var Kristinn al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi. Hann þekkir því vel til stjórnkerfisins. Sumir kynnu að segja sem svo að stjórnvöld hafi í gegnum árin far- ið að miklu leyti eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar um veiðar úr okkar helstu nytjastofn- um, en Kristinn segir það vera misskilning. „Nei, stjórnvöld hafa nefnilega ekki farið eftir ráð- leggingum Hafró. Stjórnvöld hafa farið eftir ráðleggingum Alþjóða- hafrannsóknaráðsins. Í mörg ár, án þess að nokkur hafi haft um það hugmynd, hefur verið farið með gögnin úr togararallinu við Ísland til Kaupmannahafnar og þar hafa sérfræðingar Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins reiknað út hversu mikið megi veiða við Ís- land. Sérfræðingar Hafró leggja síðan til við stjórnvöld, út frá þessum útreikningum Alþjóða- hafrannsóknaráðsins, hversu mik- ið megi veiða við Ísland. Mér finnst mjög alvarlegt að svona skuli vera haldið á málum og á þetta hef ég lengi verið að benda. Stjórnmálamennirnir virðast ekki hafa áttað sig á því að veiðiráðgjöf um fiskveiðar á Íslandsmiðum hefur í mörg undanfarin ár verið ákvörðuð í Kaupmannahöfn. Ef maður segir mönnum þetta, þá yppta þeir bara öxlum og gera ekki neitt. Af hverju? Því get ég ekki svarað. Alþjóðahafrann- sóknaráðið hefur ekkert umboð frá Alþingi Íslendinga til þess að ráðskast með okkar innanríkis- mál. Að mínu mati er það ólög- legt framsal á fullveldi lýðveldis- ins að framkvæma þetta með þessum hætti“ Á brattann að sækja Kristinn hefur upp á eigin spýtur stúderað vistfræði hafsins allt frá árinu 1988. „Það má segja að ég sé stöðugt að uppfæra sjálfan mig, að nálgast nýja þekkingu daglega,“ segir Kristinn. „Ég er ekki einn um að hafa þessar skoð- un á stöðu þorskstofnsins hér við land, en menn eru ekki mikið að láta sínar skoðanir í ljós. Ég fæ heilmikla hvatningu víða að. Ég hef alltaf vitað að það væri mjög á brattann að sækja að koma öðrum skoðunum að í þessum efnum, en vísindamennirnir bera á borð. En ég vildi ekki hafa það á samvisk- unni að hafa ekki skoðað þessi mál til hlítar. Ég hóf þessar rann- sóknir í kjölfar þess að ég sá að ýmsar tölulegar upplýsingar sem Hafró lét frá sér fara gátu ekki staðist. Það kom í ljós heilmikið misræmi í áætlunum Hafró og frávikum,“ segir Kristinn. Þrátt fyrir að Kristinn hafi oft beint föstum skotum að Hafrann- sóknastofnuninni segist hann eiga ágæt samskipti við sérfræðinga þar á bæ. „Ég fer í kaffi á Hafró í það minnsta einu sinni á ári. Þetta eru alltsaman ágætis vinir mínir. Enda er hér ekki um að ræða persónulegar ávirðingar. Þetta er fyrst og síðast spurning um samkeppni um sjónarmið.“ Við verðum að veiða meira! Kristinn er þess fullviss að óhætt væri að veiða 50 þúsund tonnum meira af þorski á Íslandsmiðum og 30 þúsund tonnum meira í öðrum tegundum. „Við það myndi ekkert gerast annað en að frjósemi stofnanna myndi aukast. Ef dánarstuðullinn yrði 30% í formúlu Hafró í stað 20% myndi hin tölfræðilega útkoma verða sú að þorskstofninn stækkar. Þá verður stofninn um 1200 þúsund tonn og samkvæmt 25% afla- reglu Hafró mætti þá veiða um 300 þúsund tonn á ári. Vanda- málið er hins vegar það að það er aldrei hægt að koma umræðunni upp á þetta plan - og af þessari ástæðu sé ábyrgt að veiða meira, og hvort ekki verði að hækka dánarstuðul að meðaltali í t.d. 0,3 í stað 0,2. Saltfiskurinn sem verkaður er hjá Gunnólfi fer á Spán, Ítalíu og Grikkland. Töluverðrar sölutregðu hefur gætt núna á haustmánuð- um, ívíð meiri en oft áður. Kristinn Pétursson. Því er ekki að neita að það er oft helvíti snúið að verða sér úti um hráefni og mér finnst heldur síga á ógæfuhliðina í þeim efnum. Það er ljóst að það myndi slaka á mestu spennunni ef leyft yrði að veiða 50 þúsund tonnum meira af þorski.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.