Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 12
12 N O R E G U R Þetta segir Gísli Kristjánsson, fréttaritari Ríkistútvarpsins í Noregi, en hann fylgist vel með gangi sjávarútvegsins þar í landi og sendir reglulega fréttapistla af þarlendum sjávarútvegi hingað heim. Löndunarskylda í Noregi Gísli segir að fram að þessu hafi útgerð og fiskvinnsla í Noregi ekki mátt vera á sömu hendi, en nú er hafin uppstokkun á þessu fyrirkomulagi. „Norðmenn tala nú um að þeir séu að skoða að taka upp eitthvert brot af „ís- lensku leiðinni“, sem þeir kalla svo. Þess eru reyndar dæmi að sami aðilinn komi að útgerð og fiskvinnslu, t.d. hefur Kjell Inge Rökke fengið að einhverju leyti undanþágu í Hammerfest frá þessari meginreglu. En reglan er sú með eignarhald á skipum að 51% verða að vera í eigu þeirra sem starfa um borð og 49% mega vera í eigu fjárfesta. Í Norður- Noregi er löndunarskylda skipa, sem þýðir að skip sem eru skráð í ákveðinni höfn eru skyldug að landa öllum afla sínum í heima- höfn. Þetta þýðir t.d. að skip sem eru að veiðum við Jan Mayen verða að sigla með aflann þúsund mílur til heimahafnar í Vardö og þar er greitt umsamið landssam- bandsverð fyrir fiskinn. Í ljósi þessara þunglamalegu reglna er nú í auknum mæli rætt um að það verði að fara að breyta þessum reglum og gera kerfið opnara þannig að hver og einn út- gerðarmaður fái meira svigrúm til þess að reka sína útgerð eins og hann telur best. En það getur vissulega leitt til þess að byggð- unum verði ógnað og þá kann að verða einhver byggðaröskun, eins og hefur gerst hér á landi, að tog- ararnir selji fiskinn þar sem best hentar, en sigli ekki endilega til heimahafnar.“ Rætt um að koma á fót uppboðsmörkuðum „Nú er verið að tala um að koma upp uppboðsmörkuðum í Noregi, en til þessa hafa sjómannasamtök- in haft einkaleyfi eða fyrsta kaup- rétt á öllum fiski. Þetta fyrir- komulag hefur verið í gildi ára- tugum saman og er að margra mati ekki lengur í takt við tím- ann. Liður í því að stokka upp nú- gildandi reglugerðarkerfi er skýrsla sem lögð var fyrir norska sjávarútvegsráðherrann sl. vor. Í þessari skýrslu er m.a. gert ráð fyrir að heimilt verði að sameina aflaheimildir og leggja fjármuni til úreldingar skipa, en floti Norðmanna er alltof stór. Þá er Langvarandi hallarekstur í norskum sjávarútvegi: Rætt um róttæka uppstokkun - segir Gísli Kristjánsson, fréttaritari RÚV í Noregi, í viðtali við Ægi „Síðustu tvö ár má segja að hafi verið hrun í landvinnslunni í Noregi vegna m.a. samkeppni frá Kína. Launin eru há og sömuleiðis ýmis gjöld og því er erfitt að finna fyrirtækjunum grundvöll. Þessi fyrirtæki fá þó óbeina ríkisstyrki því þau fá lækkuð launatengd gjöld. Með stuðningi frá byggðasjóði hefur í gegnum tíðina verið byggt óhemju mikið hús- næði fyrir fiskvinnsluna. En síðan kemur fljótlega í ljós að það er ekki grundvöllur fyrir rekstri þessara fyrirtækja. Fyrirtækin hafa því eitt af öðru lagt upp laupana og það segir sína sögu að í fyrra fóru fimmtíu vinnslufyrirtæki á hausinn.“ Í nyrstu byggðum Nor- egs snýst lífið fyrst og fremst um sjávarútveg. Norskur sjávarútvegur byggir að stórum hluta á löngu úreltum reglu- gerðum sem voru settar í kjölfar kreppunnar miklu, fyrir um sjö ára- tugum. Nú kalla margir eftir uppstokkun á þessu kerfi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.